Sálmabók

235. Lát þitt ríki, ljóssins Herra

1 Lát þitt ríki, ljóssins Herra,
ljóma skært um jörð og sjá,
láttu meinin þjóða þverra,
þerrðu tár af hverri brá.
Sannleiksorðið sigurbjart
sigri villumyrkrið svart,
syndafár og fjötrar víki
fyrir þínu náðarríki.

2 Tendra þjóðum eld í anda,
efldu Jesú Kristí hjörð,
láttu hana styrka standa
stríð þótt herji víða jörð.
Orðsins þjónum auk þú hlíf,
afl og fjör og heilagt líf,
anda Krists og elsku heita
ótal sálum hjálp að veita.

T Hans A. Brorson 1739 – Matthías Jochumsson – Sb. 1886
Lad dit rige alle vegne
L Johann Schop 1642 – Paradísarlykill 1686 – Sb. 1751
Werde munter mein Gemüte
Sálmar með sama lagi 184 3 514 523 69 794 95
Eldra númer 243b
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is