Sálmabók

794. Eilíf miskunn, að þér taktu ísaláð

1 Eilíf miskunn, að þér taktu
ísaláð, vort fósturland,
yfir því um aldir vaktu,
öllu hrind sem býr því grand.
Styð og vernda landsins lýð,
lát þú blítt á hverri tíð
honum mót til heilla skína
helga kærleiksgeisla þína.

2 Ljósið þinna lífsins orða
lát oss aldrei hverfa frá,
vantrú oss og villu forða,
vegum sannleiks halt oss á.
Drottinn, gef um aldir æ
Íslands hverri sveit og bæ
hnossið það sem heill er þjóða:
hreina trú og siði góða.

3 Efl þú, Guð, af æðstri mildi
allan þjóðar vorrar hag,
hvað sem fram ei fer sem skyldi
fær þú hjá oss brátt í lag.
Sérhvern lát í sinni stétt
sína köllun stunda rétt,
ungum kenna' að iðja' og biðja,
auðnu lands og niðja styðja.

T Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
L Johann Schop 1642 – Paradísarlykill 1686 – Sb. 1751
Werde munter mein Gemüte
Sálmar með sama lagi 184 235 3 514 523 69 95
Eldra númer 529
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is