470. Drottinn, vor konungur ♥
1 Drottinn, vor konungur,
dýrðlegt er nafn þitt hið blíða,
dýrðlegt og vegsamlegt
heims meðal gjörvallra lýða.
Drottinn, þín hjörð
dýrkar þitt nafn hér á jörð
eins og um alheiminn víða.
2 Lofgjörð þú bjóst þér hjá
börnunum saklausu' og ungu,
brjóstmylkingunum þú
jafnvel knýr vegsemd af tungu.
Þögnuðu þeir,
þá mundu flytja því meir
boðskap þann björgin hin þungu.
3 Líti' eg til himinsins
handaverk þín er ég skoða,
herskara stjarnanna,
tign þína' og almátt er boða,
undrar mig á
ást þín og náð hvað er há
oss er þú einnig vilt stoða.
4 Hvað eru dauðlegir
menn að þú minnst þeirra getur,
mannanna börn að þú
vegsemdar slíkrar þau metur?
Manninn á jörð
máttugri englanna hjörð
lítið eitt lægra þú setur.
5 Handaverk sjálfs þín
þú honum til umráða gefur,
hamingju, blessun og
sæld hann þú krýnir og vefur.
Drottinn, þitt nafn
dýrki þitt herskara safn,
allt það sem andardrátt hefur.