Sálmabók

771. Kominn er veturinn

1 Kominn er veturinn.
Kærasti faðir á hæðum,
kvíða vér mættum
ef ei undir vernd þinni stæðum.
Hvað erum vér?
Hjálpræði vort er hjá þér
öllum sem útbýtir gæðum.

2 Þú sem gafst vorið
og þú sem gafst sumarið blíða,
þú sem gafst blessun
og hjálpræði liðinna tíða,
samur ert þú.
Syrgja hví skyldum vér nú
eða því komanda kvíða?

3 Vér viljum þakka þér,
velgjörðum þínum ei gleyma,
vér viljum treysta þér,
oss muntu framvegis geyma.
Fulltreystum því
framrás með tímans á ný
líkn þína látir fram streyma.

4 Gjör við oss, faðir,
sem gæska þín hollast oss metur,
gef oss upp sakir
og hjálpa' oss að þóknast þér betur.
Að þér oss tak,
yfir oss hverja stund vak,
blessa hinn byrjaða vetur.

T Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi – Sb. 1886
L Stralsund 1665 – Halle 1741 – PG 1861
Lobe den Herren, den mächtigen König
Sálmar með sama lagi 470 485 517 767 77
Eldra númer 484
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is