Sálmabók

485. Lofið vorn Drottin

1 Lofið vorn Drottin,
hinn líknsama föður á hæðum,
lofið hann allir
með söngvum og vegsemdar ræðum,
lofi hann sál,
lofi hann athöfn og mál,
gnótt hann oss veitir af gæðum.

2 Lofið vorn Drottin,
hann leiðir og verndar og styður,
leysir úr nauðum
og heyrir þess andvörp er biður,
byggðir um lands
blessaðar ástgjafir hans
drjúpa sem dögg til vor niður.

3 Lofið vorn Drottin
er englanna hersveitir hlýða,
hans eftir skipunum
stormar og eldingar bíða,
dýrð honum ber,
himinninn hástóll hans er,
jörðin hans fótskörin fríða.

4 Lofið vorn Drottin
og takið með englum hans undir,
allir hann vegsamið
lífs yðar gjörvallar stundir,
hátt göfgið hann,
Herrann vorn Guð sem oss ann,
allar hann lofið á lundir.

T Joachim Neander 1679 – Hróarskeldusálmabókin 1855 – Helgi Hálfdánarson, 1873 – Sb. 1886
Lobe den Herren, den mächtigen König
L Stralsund 1665 – Halle 1741 – PG 1861
Lobe den Herren, den mächtigen König
Sálmar með sama lagi 470 517 767 77 771
Eldra númer 3
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Sálm. 103

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is