Trú.is

Konur og peningar

Í ljósi stöðu kvenna í þeim heimi sem lýst er í Nýja testamenntinu má hiklaust segja að það merkilegasta við texta dagsins er í raun að konurnar skuli nefndar.
Predikun

Ferðasagan

Þessi ferðasaga sem Biblían er lýsir ekki aðeins leiðangri hópa um framandi slóðir til fyrirheitinna landa. Hún greinir frá róttækum breytingum sem verða í huga fólks og þar með samskiptum og samfélagsgerð. Og sem slík þá býr hún okkur líka undir veigameiri umskipti sem verða í umhverfi okkar.
Predikun

Við og þau

Raunin er líka sú að kristin trú hefur breytt heiminum. En hún gerir það ekki með því að telja okkur trú um það að við séum alltaf óvart búin að velja rétta hlutskiptið, að okkar hópur sé betri öðrum hópum. „Við“ við séum betri en „þau“.
Predikun

George Floyd, Job og Jósef K.

Í Réttarhöldum Kafka vaknar Jósef K. einn morgun í greipum fjandsamlegs kerfisbákns gagnvart hverju hann upplifir sig fullkomlega vanmáttugan. Á svipaðan hátt upplifir Job sig í greipum fjandsamlegra afla, valdakerfis, sem sviptir hann öllu sem honum er kært og gefur hann þjáningunni á vald. Og það er átakanleg og óþolandi staðreynd að stór hluti mannkyns er fórnarlömb kerfisbundinnar kúgunar og kerfislægrar mannfyrirlitningar, mannfyrirlitningar sem hefur, að breyttu breytanda, svipaða grundvallarafstöðu til fólks og Satan í Jobsbók, sem sé þá að það eigi ekkert gott skilið, einfaldlega vegna þess að það tilheyrir jaðarsettum samfélagshópum, hvort sem er vegna uppruna, húðlitar, trúar, eða efnahags.
Predikun

Að loka augunum - eða ljúka upp hjartanu?

Ódæðið í Ameríku vekur okkur til umhugsunar um hugarfar og afstöðu okkar eigin þjóðar og okkar sjálfra. Við viljum trúa því að við séum fordómalaust fólk sem mætum hverri manneskju eins og hún er, óháð því sem ef til vill gerir hana ólíka okkur sjálfum. En því miður hefur ýmislegt komið á daginn undanfarnar vikur sem ekki ber þjóðfélagi okkar fagurt vitni.
Predikun

Sömu laun óháð vinnuframlagi?

Ef við hugsum um Guð sem veitanda, veitanda lífsins og vinnunnar við það, fáum við meiri heildarmynd á þetta allt saman heldur en ef við sjáum okkur bara hvert og eitt í okkar horni að puða. Ef Guð er vinnuveitandinn þá er heimurinn allur einn vinnustaður og við hvert öðru háð.
Predikun

Stutt samantekt um hlutfall kvenna og karla í röðum presta

Hlutfall kynjanna er mjög ólíkt á milli hópa í úrtakinu og verður það að teljast sérstakt rannsóknarefni sem mætti ef til vill taka og bera saman við þessi hlutföll í nágrannakirkjum okkar.
Pistill