Trú.is

75 ára afmæli Hallgrímssafnaðar

Þegar ég stend hér nú á merkum tímamótum í sögu Hallgrímssafnaðar er mér efst í huga þakklæti fyrir þau ár sem ég átti hér, já frá barnæsku og svo um næstum aldarfjórðung sem prestur. Þar naut ég þess að skera upp það sem aðrir sáðu til og erfiðis hinna ótal, ótal mörgu. Guð launi það og blessi.
Predikun

Orgeldagur og uppskerutíð

Það er gleðidagur í söfnuðinum hér í Garðabæ í dag. Gleðidagur vegna vígslu nýs orgels, sem svo margir hafa lagt sig fram um að yrði að veruleika. Ytri ásýnd orgelsins ber þess merki að orgelsmiðurinn hafi hannað hljóðfærið þannig að form og lögun þess hæfðu því húsi er hýsir það. Tónar þess minna á dýrð í hæstum hæðum eins og við syngjum í sumum sálmum.
Predikun

Orð Jesú eru ekki fjöldaframleidd

Í dag er 21. sunnudagur þrenningarhátíðar en þessi dagur er uppskeruhátíð innan kirkjunnar. Á uppskeruhátíðinni komum við saman frammi fyrir Guði og þökkum fyrir gjafir jarðar. Þökkum honum fyrir uppskeru ársins og biðjum þess að uppskerur næstu ára megi vera gjöfular og öllum til bóta. Nú undanfarin misseri hafa bændur, hér sem og annarsstaðar, verið að uppskera því sem þeir hafa sáð. Við sjáum meðal annars nýjar kartöflur í búðum, heyrum af og sjáum nýslátrað kjöt og ef við erum heppin þá finnum við sviðalyktina líka þegar verið er að svíða lappir og hausa...
Predikun

Var Jesús með ADHD?

Geta ADHD fólks til að hugsa út fyrir rammann er mannkyninu nauðsynlegt og framlag þeirra í framþróun siðmenningar ómetanlegt. ADHD fólk þarf fyrst og fremst rými til að vera það sjálft – og það er málstaður sem varðar okkur öll, ADHD eða ekki.
Predikun

Að gera heiminn örlítið betri í dag, en hann var í gær

Þið hafið gert heiminn betri þessa helgi og þá hugsun skulið þið láta fylgja ykkur heim. Þið skulið ekki gleyma bæninni því hún er hjálp okkar við að koma kjörorðinu okkar í framkvæmd: að gera heiminn örlítið betri í dag en hann var í gær.
Predikun

Trúin

Trúin er hluti af mannlegri tilveru og fyrir viku lýsti meirihluti þeirra sem neyttu atkvæðisréttar síns í þjóðaratkvæðagreiðslu því, að þau vildu hafa ákveðinn ramma um trúarlíf þjóðarinnar. Sá rammi er hinn sami og verið hefur hér á landi frá árinu 1874. Við verðum að taka taka mark á þessari niðurstöðu og ganga fram í samræmi við hana.
Predikun

Úlpa fyrir fimmtíuþúsund

Okkur grunar að fátæktarvandinn viðhaldist vegna ákveðinnar nauðhyggju og skorthugsunar sem sé svo inngróin í samvitund okkar og menningu að setningin Það verður alltaf til fátækt fólk er tekin gild í heita pottinum.
Predikun

Hjálpfúsar hendur

Hér á Grund eru margar hjálpfúsar hendur. Við orðum það stundum svo að Guð hafi engar hendur hér í heimi til að vinna sín verk nema okkar hendur. Það er því hægt að líta svo á að öll hjálp, allur stuðningur sem við njótum sé frá Guði kominn.
Predikun

Hvenær vaknar Guð?

Trúin á sér rætur í tilvist mannsins. Hún býr innra með honum, hún er aðferð mannsins til að takast á við tilvist sína. Er trúin í þessum skilningi ekki undirstraumurinn í heimspeki, bókmenntum og listum allra tíma, einnig okkar tíma?
Predikun

Íslensk þrælabörn

Frá því að ég var misnotuð af heimilisgesti fimm ára gömul leið mér alltaf eins og ég væri álíka mikils virði og leifar af máltíð á skyndibitastað. Óhrein, ógeðfelld og í raun bara ruslmatur.
Predikun

Mannréttindi ráði

Mannréttindaráð Reykjavíkur hefur sett fram tillögur - í ýtrasta ýkjubúningi - um að kreista kristni út úr skólum - skerða, þrengja og úthýsa í stað þess að opna, víkka og auka fjölbreytni. Óttumst ekki margbreytileikann heldur fögnum honum og nýtum til eflingar samfélagið. Trúin varðar lífið.
Predikun

Styrkur – veikleiki, ímynd – veruleiki

Samstarf kirkju og skóla er mikilvægt í grenndarsamfélaginu því báðar þessar stofnanir vilja hag barna og unglinga sem bestan og vilja leggja grundvöll að hinu góða samfélagi, góða lífi á traustum grunni hollra gilda. Enda er slíkt samstarf hverfisskólans og sóknarkirkjunnar víðast hvar til fyrirmyndar.
Predikun