Trú.is

Fiðrildi og falsspámenn

Í sjónvarpinu var í vikunni fræðsluþáttur á vegum BBc. Sjónvarpsmaðurinn góðkunni David Attenborough, sýndi okkur m.a. fiðrildi úr skógum Amazon. Þau voru af öllum regnbogans litum. Fegurð og fjölbreytni, sem kallar fram lofgjörð um sköpun Guðs, einkenndi þau. Eitt af því sem hann dró fram var að sum skrautlegustu fiðrildanna voru eitruð og því áttu þau síður á hættu að vera etin.
Predikun

Skálholtsjárnið

Er hljómundur kirkjunnar það sem skilgreinir Skálholt? Er kannski fræðslustarf Skálholtsskóla mikilvægast? Eða menningartúlkun fyrir ferðamenn það sem skilgreinir framtíð staðarins? Hvað er mikilvægast í Skálholti? Svarið er tengt þér.
Predikun

Hálfrar aldar vígsluafmæli kirkjunnar

Endurreisn Skálholts um og eftir miðja síðustu öld var herhvöt til þjóðlegrar og menningarlegrar endurreisnar í landinu – og þjóðin tók undir, almenningur og stjórnvöld. Nú hefur ríkisstjórn Íslands boðað að íslensk þjóðmenning skuli í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld. Það er vel, og ég leyfi mér að vænta þess að við það verði staðið með rækt og frjóvgun og næring þess sem best er og frjósamast. Þar má ekki gleymast sá veigur íslenskrar menningar sem kristin kirkja, trúaruppeldi og samfélagsmótun er og þeir heilnæmu ávextir sem af því spretta.
Predikun

Kúluritvélar fortíðarinnar

Sannleikurinn muni gera yður frjálsa. Þar talar Jesús um sjálfan sig; hann er vegurinn sannleikurinn og lífið, að í honum er frelsi og hið sanna líf. Þegar sá veruleiki lýst upp fyrir manni, er eins og heimssýnin breytist; valfrelsis-vinkillinn víkur fyrir þess konar frelsi sem talar raun miklu dýpra til veru mannsins og tilvistar.
Predikun

Argspæingar og óttaprangarar

Við höfum meðtekið fagnaðarerindi. Ávöxtur þess er fögnuður....Ávextir óttaprangsins sem argspæingarnir stunda eru ánauðarok ótta og hræðslu, andi sem hneppir í þrældóm – ekki heilagur andi.
Predikun

Jarðtenging og mannamót

„Varist falsspámenn!“ Þeir hafa víst alltaf verið til, en blómstra helst þegar fyrrgreindur boðskapur er virtur að vettugi, þegar jarðsambandið hefur rofnað, þegar þú eltir kindina á tölvuskjánum en ekki á fjöllum, þegar óskilyrt samhjálpin er gerði fólk styrkara í harðindunum forðum er orðin að aðhlátursefni nútímamannsins og hann fussar, ég á mig sjálfur,
Predikun

Haustvindar

Ástsæll listamaður nefndi á dögunum þá sem ganga um, með Biblíuna í annarri hendi og byssuna í hinni, en sjaldan er þó falsið svo augljóst.
Predikun

Leið ekki þjóð mína í freistni

Þjóðrækni, samvinna og kristni hafa ekki verið í tísku um langt skeið. Þau gleymast í græðginni og efnishyggjunni. En í þeim eru ómetanleg verðmæti. Þau eru bjarghringir. Einmitt núna er þörf á að brýna þessar hugsjónir fyrir Íslendingum
Predikun

Reiðin og réttlætið

Fátæktin er mest þar sem mannlegt samfélag skortir, þar sem samhyggja hefur vikið fyrir samkeppni, örbirgðin er þar sem enginn annar auður er fyrir hendi en sá hverfuli og þar sem mannleg virðing hefur verið seld á útsölu.
Predikun

Samsteypan og góði hirðirinn

Sögur Jesú um úlfinn og sauðina, líkingar hans um leiguliðann og góða hirðinn eru ævafornir túlkunarrammar til þess gerðir að hjálpa fólki að lesa veruleikann og kunna inn á þær leikreglur sem gilda í mannlegu félagi. Við þurfum að vita hvað að okkur snýr frá öfum og ömmum annars vegar og Samsteypunni hins vegar.
Predikun

Þannig hvílum við í trúnni – í lífinu sjálfu

Innst inni þrá allir faðmlag, viðurkenningu, sátt, skilning. Vilji Guðs er að við fyrirgefum, sættumst, skiljum og þá opnast himnaríki fyrir okkur. Hefur einhver prófað?
Predikun

Einum og sönnum Guði til sæmdar

þegar sagt er að guðstrú eigi ekki að vera sýnileg í samfélagi okkar þá er einfaldlega verið að segja við trúað fólk: Ef þið ætlið að taka þátt í samfélaginu þá verðið þið, ólíkt öllum öðrum, að skilja við ykkur þann hluta lífs ykkar sem þið teljið skipta mestu máli og hefur mest áhrif á það hver þið eruð.
Predikun