Trú.is

Gömul og stór

Hún er vissulega gömul og stór, þessi stofnun, og sú staðreynd kann að valda ímyndarfræðingum vanda því að á okkar dögum viljum við einmitt að allt sé nýtt í dag og svo eftir fáeinar vikur þurfum við að endurnýja það og kaupa okkur eitthvað annað í staðinn.
Predikun

Það á að gefa börnum gjöf

Í upphafi aðventunnar megum við hefja gönguna í átt til jólahátíðarinnar með konunginum sem kemur í hógværð og auðmýkt. Hann færði okkur kærleikann, fyrirgefninguna, þakklætið, vonina, bænina. Göngum með gleði veginn til jóla með allt það í farteskinu sem hann gaf. Minnumst bræðra okkar og systra nær og fjær sem búa við erfið kjör, kvíða eða þjást. Biðjum Guð að hjálpa okkur að hjálpa þeim og gleðja.
Predikun

,,Komið til mín"

Þetta eru kannski sammannleg viðbrögð vegna ótta sem búið hefur um sig í hjörtum okkar. Þegar við erum hrædd þá víkjum við af leið í stað þess að staldra við og láta ástina og elskuna reka út óttann sem eru réttu viðbrögðin og feta þannig í fótspor Miskunnsama Samverjans í dæmisögunni góðu. Það er erfitt að ganga í þessi fótspor vegna þess að þá þurfum við að fara út fyrir þægindarammann og finna virkilega fyrir því sem við gefum af okkur, hvort sem það er af dýrð þessa heims eða því sem eigum mest af, auði hjartans, ástinni, kærleikanum, samlíðaninni fyrir kjörum annarra, fólks af ólíku þjóðerni, öðrum kynþáttum, fólki sem býr ekki til höggmyndir af sinni guðsmynd líkt og Thorvaldsen gerði forðum og birtist mér í Frúarkirkjunni.
Predikun

,,Þú“ og ,,ég“ í mannfjölda

Það sem við eigum að gera í samskiptum við flóttafólk, og raunar takmarkast það ekki við flóttafólkið, heldur í samkiptum við alla, er að við leitum að ímynd Guðs í þeirri manneskju sem við horfumst í augu við.
Predikun

Þversagnir lífsins

En það er einmitt þannig sem lífið er alltaf. Fullt af þversögnum. Við þurfum alltaf að vera að glíma við hvort tveggja í einu, stríð og frið, gleði og sorg, ást og hatur. Raunveruleikinn er sá að við náum aldrei því ástandi að friðurinn, gleðin og ástin nái fullum tökum á lífinu, hitt fylgir alltaf með.
Predikun

Aldrei aftur París

Við þurfum hugrekki til að ræða trú og sið, menningu og ómenningu opinskátt og í almannarými samfélagsins. Við þurfum að ræða málin í skólum, fjölmiðlum, samfélagsmiðlunum og í almenningnum. Við megum gjarnan vera eins og Jesús Kristur og horfa á alla með augum ástarinnar, með hlýju en fullkomnu raunsæi og einbeittri skynsemi.
Predikun

Að reiðast rétt

Við skulum með sama hætti ganga fram í bæn og góðu fordæmi fyrir bættum heimi. Við skulum leita réttlætis og verja samfélag okkar fyrir ódæðisfólki. Og munum það í þeirri sístæðu viðleitni okkar, að allar góðar dáðir hefjast á sama stað: Í hjarta hvers og eins okkar. Þar sem við þeytumst um í endaleysum tíma og rúms býr engu að síður í okkur það afl sem kærleikurinn er. Vel má vera að hann eigi sér enga hliðstæðu í öllum alheiminum.
Predikun

Að endurnýja traustið

Við horfum fram til þess tíma þegar „öll jörðin nýtur hvíldar og friðar, fagnaðaróp kveða við“ svo að enn sé vitnað í Jesaja (14.7). Sá tími er augljóslega ekki runninn upp. Hryðjuverkin í Beirút á fimmtudag og í París á föstudagskvöld eru hræðileg áminning um það. Við finnum til og neyðumst til að horfast í augu við hvað jarðneskur veruleiki, lífið okkar hér og nú, er viðkvæmt.
Predikun

Self-contradiction, dilemma and prayer

In that reality, a prayer is like a GPS navigator for us. It helps us to confirm where we stand now, what direction we want to go, what direction we have to avoid.
Predikun

Þitt framlag skiptir máli

„Það er lærdómsríkt að sjá að svo margt annað en peningar geta skilað okkur aftur ríkidæmi, bæði fjármagni og öðru eins og velvild, virðingu, traust o.s.frv. Hvað átt þú verðmætt í þínum fórum? Við þurfum að spyrja okkur öll að þessu; og munum að ekkjan virtist ekki gera sér grein fyrir því sem hún bjó yfir. Í „krukku“ þinni getur verið viðmót sem lyftir upp huga vinar í þunglyndi. Það er dýrmætt. Í krúsinni þinni getur verið vinnan sem kennir barninu sem fær Nóbelsverðlaunin að lesa, hvað vitum við um það? Í „krukku“ þinni er kannski viskan og tíminn sem gefur barnabarni stuðning og skjól.“
Predikun

,,Farið því...," segir hann.

Að kirkjan gleymi ekki þessari köllun og að henni sé sinnt af einlægu hjarta. Hjarta sem Guð faðir, sonur og heilagur andi hefur fengið að snerta og tala til. Hjarta sem Guð fær að knýja áfram til að bera sér vitni í orði og verki á svo margvíslegan hátt í heimi örra breytinga.
Predikun

Guð er þar

En samt er hún svo krefjandi vonin um hið fagra, góða og fullkomna í nánd, þar sem innsta þrá er friður, bænin sem beinist upp í himininn hjá Guði og fann sér áþreifanlegan stað í heilögu altari á jörðinni
Predikun