Kvótinn og Kirkjan
Störf þeirra krefjast sömu eiginleika og trúin, þ.e. hugrekkis, æðruleysis og samstöðu, skemmst er að minnast þolraunar skipverjans Eiríkst Inga Jóhannssonar úti fyrir ströndum Noregs í janúar síðastliðnum, hvernig hann tengdi saman tímann og trúna, hvernig hann skammtaði sér tímann en jók við trúna, hvernig hann náði að hvíla í hverri stund og halda sönsum, vitandi um allt sem hafði gerst og allt sem gat orðið.
Hildur Eir Bolladóttir
3.6.2012
3.6.2012
Predikun
Mundu eftir mér
Getur verið að áhersla okkar á að fólk frá öðrum löndum, sem velur að setjast hér að, læri tungumálið og ljúki íslenskuáföngum til þess að öðlast ríkisborgararétt sé á kostnað þess að við sjáum manneskjurnar sem hingað koma eins og þær eru?

Guðrún Karls Helgudóttir
29.5.2012
29.5.2012
Predikun
Sungið fyrir kirkju
Meðal þátttakenda í söngvakeppninni voru nokkrar ömmur, sem kepptu fyrir hönd Rússlands.
Ástæðan fyrir því að þær tóku þátt í keppninni er sú að þær vonast til að safna fé fyrir nýrri kirkju í þorpinu sínu. Þær sömdu lagið sjálfar, það fjallar um að nú skuli gleðjast.
Sigurður Arnarson
27.5.2012
27.5.2012
Predikun
Veisla í farangrinum
Ef við köstum frá okkur innihaldi hátíða og trúargilda, er það samsvarandi því að láta frá sér landið, sem umlukið hefur þjóðina og fóðrað frá upphafi, eða leggja af íslensku, sem er tjáningarmáttur hugsunarinnar hjá fámennri þjóð, frelsistákn og drifkraftur sjáflstæðis, styrkur hennar og lífsvon, allt í senn.
Birgir Ásgeirsson
27.5.2012
27.5.2012
Predikun
G8 - Heilagur andi í blíðu og stríðu
Trú á heilagan anda gerir ekki lítið úr manneskjunni og viðleitni hennar til þess að láta gott af sér leiða. Þvert á móti er trúin tilraun til að sjá hlutina í stærra samhengi, byggja brú milli hins einstaka og þess almenna, sjá heildarmunstur. Trú á heilagan anda er tilraun til að skýra leyndardóm sem skynja má í öllu því jákvæða sem gerist í heiminum.
Anna S Pálsdóttir
26.5.2012
26.5.2012
Pistill
Við biðjum Skálholti griða
Hitt virðist fráleitt að reisa þurfi 600 fermetra „miðaldakirkju“ til að leysa salernisvanda!
Nú verður kirkjuráð að taka skýra afstöðu. Vill það standa vörð um að áfram gefist þeim sem leita kyrrðar og uppbyggingar í Skálholti tækifæri til þess? Eða vill það einbeita sér að þeim sem eiga þar skamma viðdvöl í leit að „upplifun“?
Hjalti Hugason
25.5.2012
25.5.2012
Pistill
Tíðarandinn og trúin
En það að deila trúarreynslu sinni er einmitt eitthvað sem ég finn að fólk þráir að gera en virðist ekki finna farveg til þess. Þrátt fyrir þetta mikla og góða starf sem kirkjur landsins bjóða upp á virðist það vera svo að stór hópur fólks finnur ekki samhljóm með því sem þar fer fram.
Jóna Lovísa Jónsdóttir
21.5.2012
21.5.2012
Pistill
Tími breytinga
Kristin trú hefur mótað mannlíf vestfirskra samfélaga sem og landsins alls. Jesús vissi að hann ætlaði lærisveinum sínum mikið hlutverk, að vitna um sig. Og hann varaði þá við að heimurinn myndi ekki alltaf taka erindi þeirra vel.
Agnes M. Sigurðardóttir
20.5.2012
20.5.2012
Predikun
Til hvers er þetta hús?
Við þurfum virðingu og heildarsýn á manneskjuna og lífið, þau öfl sem ráð för í mannlegum samskiptum. Við þörfnumst ekki aðeins þekkingar og upplýsinga, heldur líka innsýn í djúpin, myrkrin og ógnina, og birtuna og gleðina, vonina og náðina í lífinu.
Karl Sigurbjörnsson
20.5.2012
20.5.2012
Predikun
Hvers vegna tilhlökkun heilags anda?
Það var enginn nærri en hún skynjaði öryggið, hún vissi að Kristur gekk með henni í einsemd sinni. Trú hennar óx og styrktist. Þarna gerði Kristur vart við sig í gegnum aðstæður sem hún þekkti. Hann snerti við trúarstrengnum og gaf henni öryggi og frið inn í erfiðar aðstæður.
Bára Friðriksdóttir
20.5.2012
20.5.2012
Predikun
Afi Jesú
Vegna samfélagsáfalla, vegna náttúrumengunar og sára á líkama Krists er upp runnið nýtt skeið í veraldarsögunni, skeið Heilags Anda. Nú er þörf guðfræði og lækninga, sem tekur sárin alvarlega.
Sigurður Árni Þórðarson
20.5.2012
20.5.2012
Predikun
Spyrjið um gömlu göturnar...
Rætur okkar Íslendinga eru margþættar og uppruninn margvíslegur. Hvorugu verða gerð nein skil í stuttu máli. Hins vegar skal áréttað að kristin trú er órjúfanlegur þáttur í rótum og uppruna þjóðarinnar.
Ólafur Jóhannsson
17.5.2012
17.5.2012
Predikun
Færslur samtals: 5880