Trú.is

Hin dýra list

Hin dýra list, hefur hún verið kölluð, tónlistin. Kirkjan hefur á öllum öldum verið farvegur og aflgjafi fyrir listir. Tónlistin og trúin hafa alltaf verið samofnar í hvaða trúar- og tónlistarstíl sem þekkist.
Pistill

Er þetta góð fyrirmynd?

Ef við byrjum að hugsa að það sé í lagi að henda flóttafólki út á götu, hvað gerist næst? Hverjar verða afleiðingarnar er við leyfum okkur að koma þannig fram við ákveðinn hóp fólks í kringum okkur?
Pistill

"Hvað er sannleikur?"

„Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið“ segir Jesús; í þessari þríþættu mynd má líta á veginn sem „leiðina, sem ber að ganga,“ sannleikann sem fordæmi Jesú um það „í hvaða anda maður skuli ganga“ og lífið sem takmarkið sem stefnt er að. Jesús gefur þannig ekki nákvæmar leiðbeiningar um það hvað við eigum að gera eða megum ekki gera en hann sýnir okkur með orðum sínum og sínu eigin fordæmi hvaða markmiði líf okkar skuli þjóna. Jesús lætur spurningu Pílatusar ósvarað en þannig knýr hann okkur í raun hvert og eitt til þess að svara henni fyrir okkar leyti, andspænis aðstæðum eigin lífs.
Predikun

"Vil ég mitt hjartað vaggan sé"

Fylgjendur Jesú trúðu því að hann væri sá Kristur sem ritning Gyðinga boðaði. Guðspjallamennirnir Matteus og Lúkas tjáðu þennan skilning með fæðingarguðspjöllum sínum sem settu nýfætt Jesúbarnið fram sem andstæðu Ágústínusar keisara og Heródesar konungs. Í ofurviðkvæmum hvítvoðungnum birtist hið sanna eðli guðlegs valds – valds sem ríkir ekki með valdboði heldur með því að höfða til þess besta í hjarta hvers manns.
Predikun

"Og þá verður saltvatnið heilnæmt og allt sem lifir og hrærist, hvar svo sem fljótið streymir, mun lifa" (Esek 47.8-9)

Í skýrslu World Wide Fund for Nature, sem áður var nefnd, er hnignun á líffræðilegum fjölbreytileika aðalumfjöllunarefnið. Þar kemur fram að líffræðilegur fjölbreytileiki leiki m.a. lykilhlutverk í því að hafa stjórn á veðurfari, vatnsgæðum, mengun, frjóvgun og flóðavörnum. Mikill fjölbreytileiki geti einnig hjálpað til við að viðhalda heilbrigðum jarðvegi, frjóvga plöntur, hreinsa vatn, og veita vörn gegn öfgafullum veðurfarsfyrirbrigðum. Það er íhugunarvert að á meðan Esekíel sér fyrir sér að hreinsun vatnsins leiði til líffræðilegs fjölbreytileika, þá kemst náttúrufræðin að þeirri niðurstöðu að ekki aðeins sé hreint vatn forsenda fyrir líffræðilegum fjölbreytileika heldur einnig geti fjölbreytileikinn tryggt hreinleika vatnsins. Þannig geta nútímavísindi sýnt með nákvæmum hætti fram á hve samofið allt lífkerfið er og hve jafnvægi sköpunarinnar er viðkvæmt.
Predikun

„Kúgið ekki aðkomumenn, munaðarleysingja og ekkjur“

Að breyttu breytanda mætti yfirfæra varnaðarorð Jeremía yfir á nútímann. Í Jerúsalem á tíma Jeremía var stjórnkerfið og innviðirnir eins og best var á kosið,að því er virtist og til grundvallar því öllu saman lágu lög sem endurspegla áttu vilja Guðs. En það dugði ekki til. Jafnvel þótt réttlætið væri orðað á bók, þá skorti upp á framkvæmdina. Þótt hinn glæsilegi helgidómur í Jerúsalem væri kallaður musteri Guðs, tryggði það ekki að í borginni væri vilji Guðs í hávegum hafður, að þar væri ástundað réttlæti. Að kalla ríki lýðræðislegt velferðarsamfélag og réttarríki virðist ekki heldur næga til að tryggja velferð allra, né duga til þess að verja réttindi farandverkafólks, sem hingað er komið um langan veg til þess að vinna störf, sem eru nauðsynleg til þess að „halda hjólum atvinnulífsins gangandi“.
Predikun

Hin heilaga þrenning

Frá upphafi veraldar hefur einhver úr guðdómnum gengið með okkur á jörðinni. Fyrst gekk Guð á jörðu, síðan Jesús og nú höfum við heilagan anda og fyrir heilagan anda fá menn kraftinn til að boða fagnaðarerindið um Jesú “allt til endimarka jarðar”
Predikun

Treystið Guði

Páll hvatti menn til að treysta Guði algerlega. Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði, með bæn og beiðni og þakkargjörð… Hafið ekki áhyggjur af morgundeginum, sagði Jesús. Treystið Guði og hann mun vel fyrir sjá.
Predikun

Horfðu inn í himininn

Við erum hér af því að við trúum á Jesú… og treystum á fyrirheitið sem okkur er gefið… en eins og með langhlaupin þá þarf að rækta trúna í hjartanu, næra hana með guðsorði og halda persónulegu sambandi t.d með bæn, beiðni eða þakkargjörð… það tekur tíma og þarf aldrei eins mikla þolinmæði og þrautseigju og þegar allt gengur vel hjá okkur… því þá vill sambandið dofna.
Predikun

Gefum Guði dýrðina

Samverjinn snéri við, féll að fótum Jesú og ,,gaf Guði dýrðina” eins og Jesús orðaði það… og það nægði Jesú… Jesús lét Samverjann ekki fá gátlista til að lifa eftir… NEI, Trúin hafði bjargað honum og trúna myndi hann alltaf geyma í hjarta sér… og með trúna í hjartanu er hver maður hólpinn.
Predikun

Hinn eini sanni hirðir

allir fá sömu umhyggju frá hinum eina sanna hirði… þá mun ekki skipta máli… hvaðan við komum, við hvaða aðstæður við ólumst upp, við hvað við unnum, eða hvað við afrekuðum á þessari jörð… Maðurinn er vanur að meta allt eftir auganu… en í fyrri samúelsbók… segir Drottinn við Samúel: „ Guð lítur ekki á það sem maðurinn lítur á… Maðurinn sér hið ytra en Drottinn horfir á hjartað.
Predikun

Tveir hópar, með eða á móti

Fræin í sögunni voru kannski mjög lík áður en þau spruttu upp og kannski erfitt að þekkja þau í sundur, en fullvaxin skiptust þau aðeins í tvo hópa… við getum séð sáðmanninn fyrir okkur dreifa fræjunum og óvininn koma á eftir og dreifa sínum fræjum yfir sama svæði… fræin tákna boðskap, annars vegar fagnaðarerindi Guðs og hins vegar allan annan átrúnað eða vantrú… það eru bara tveir hópar… og þeir skiptast ekki í vonda og góða… heldur hvort við trúum á Jesú eða ekki.
Predikun