Trú.is

Satt og rétt

Okkur finnst þetta vera hryllilegt stríð og við hugsum ekki hlýlega til rússneskra stjórnvalda um þessar mundir sem bera ábyrgð á andláti saklausra barna og kvenna í Úkraínu. Við hugsum þeim þegjandi þörfina. Ég var að hugsa um það um daginn hvort ég ætti að ryðjast fram á ritvöllinn og hvetja bændur um allt land til að streyma til höfuðborgarinnar með mykjudreifarana sína og sprauta mykjunni á veggi sendiráðs Rússa í Reykjavík en svo mundi ég eftir því að sendiráðið er við hliðina á Landakots spítala þannig að ég hætti við. Lyktin myndi líka gera út af við nágrannanna. Til eru andar sem tala máli lyginnar. Það þarf að kveða þá niður. Það er gert með máli sannleikans. Mér finnst rússneska rétttrúnaðarkirkjan vera höll undir anda lyginnar um þessar mundir. En biskup þeirrar kirkjudeildar hefur lofað rússnesk stjórnvöld fyrir að hafa ráðist inn í Úkraínu og eyðilagt um eitt hundrað kirkjur. Hann hefur lofað rússnesk stjórnvöld fyrir að hafa myrt saklaus börn, konur og gamalt fólk. Þessi biskup á skilið að vera á einhverjum slæmum stað eins og ráðamenn í Rússlandi um þessar mundir. Já, helvíti, ég segi það bara fullum fetum og stend við það. En hvar er helvíti og hvað er sannleikur í þessum víðsjárverða heimi. Ég leysi ekki þá gátu í dag.
Predikun

Bréfið ljóta

“Einu sinni var ung stúlka á ferð. Löng leið um fjöll og dali hafði rænt hana veikum kröftum. Hún var nærri lömuð á sál og líkama. Þá hafði tíminn áður en ferðin hófst verið enn þá hræðilegri. “ Þessi orð gætu átt við stúlku á flótta í dag, frá Úkraínu, sýrlandi, Jemen eða öðru stríðshrjáðu landi. Þessi orð voru sögð um Maríu móður Jesú Krists. Hún var eitt sinn umkomulaus flóttamaður.
Pistill

Hundrað milljón helvíti.

Prestar kirkjunnar hafa ekkert vald yfir því hvað tekur við að þessu lífi loknu – en ef við ætlum að vera trú okkar köllun og okkar boðskap sem þjónar kristinnar kirkju þá megum við og eigum við að bregðast við þegar valdhafar í íslensku samfélagi dæma jaðarsett fólk til raunverulegrar helvítisvistar. Ef það kallar á sterk orð til að vekja fólk til umhugsunar – þá er það gott og blessað.
Pistill

Skorinn á háls

En í hvaða hópi er ég þar? Er ég meðal þess fólks sem gerir flóttamönnum eitthvað gott? Eða er ég meðal illvirkjanna sem skera á háls? Það er næstum verra að vera í þriðja flokknum, þeim er stendur á sama um allt og alla og gera aldrei neitt. Þriðji hópurinn er fólk regluverksins, afsakananna, og syndaranna sem með aðgerðarleysi sínu er sama um lífið!
Pistill

Kirkjan í samtíð og framtíð.

Ég elska kirkjuna eins og börnin mín. Þegar þeim gengur vel líður mér vel. Þegar illa gengur hjá þeim þá líður mér illa. Þetta gæti kallast meðvirkni. En síðast liðna mánuði hef ég þjáðst með kirkjunni minni. Í 30 ár starfaði ég sem prestur og hef ævinlega þegið með þökkum þá þjónustu sem prófastar, vígslubiskupar og biskup Íslands hafa veitt mér hvað varðar stuðning og kærleika.
Pistill

Kraftur bænarinnar

Það virðist djúpur sannleikur fólgin í því að Guð svari bænum. Ef við leggjum huga okkar og hjarta fram, orðum vilja og væntingar, upphátt eða í hljóði, í einrúmi eða með mörgum, þá kemur það hreyfingu á einhver þau öfl í heiminum sem stuðla að góðu.
Predikun

Okkar sameiginlegu mál

Aðalatriðið er því ekki hver ræður eða hver fær bestu hugmyndirnar heldur hvort okkur lánist að vinna verkin í þjónustu við aðra.
Pistill

Góði hirðirinn

Jesús er með öllum orðum sínum, til lærisveinanna og mannfjöldans og til okkar, að reyna að hafa áhrif ‒til góðs. Og um leið að vara við áhrifum hins illa. Því að það skiptir vitanlega máli hverju er miðlað – það er jú grundvallaratriði alls uppeldis því það lærir barnið sem fyrir því er haft. En fullorðið fólk lærir líka það sem fyrir því er haft, verður fyrir áhrifum af því og tileinkar sér það.
Predikun

"Lýðræðið deyr í myrkrinu"

Í samhengi nútímalýðræðissamfélags hlýtur því fagnaðarerindið að krefjast þess að kjörnum fulltrúum sé veitt aðhald og að gagnsæi ríki í allri vinnu og ákvarðanatöku þannig að réttlæti fái þrifist í því ljósi sem stafar af anda sannleikans en myrkrinu sé ekki gefið færi á því að verða skjól þeim verkum sem ekki þola dagsins ljós. Og þar á þjóðkirkjan að fara fyrir með góðu fordæmi.
Predikun

Er nóg til af skóflum?

Jesús var góður verkalýðsforingi. Réttlæti var ofarlega í huga hans. Hann beitti sér gegn mansali síns tíma. Kvenmannskaup var ekki til í orðaforða hans. Hann var jafnréttis sinni. Allir skyldu fá sömu laun, jafnvel þótt vinnutíminn væri misjafn. Hann hefði ugglaust lagt áherslu á fækkun vinnustunda í viku hverri og fagnað því að hvíldartími yrði festur í reglugerð. Hann hefði einnig fagnað öllum tæknframförunum sem hafa gert líf verkafólks léttari.
Predikun

Í Hólavallagarði

Það eru þessi örlög, sem tala til okkar í verkum Þrándar. Mögulega er allt starf okkar mannanna – viðleitni okkar og skipulagning einhvers konar viðbrögð við hinu óumflýjanlega. Störfin sem fólkið sinnti og við lesum um á steinunum fengu það mögulega til að gleyma sér í einbeitni annríkis og þá fundu þau ekki hvað tímanum leið. En svo vitjaði hann þeirra eins og hann mun gera í okkar lífi einnig.
Predikun

Hvernig gat þetta gerst árið 2022

Það tekur bara andartak að hleypa af fyrsta skotinu og hefja átök. En það tekur langan tíma að koma á friði sem byggir á réttlæti og græða sárin sem af átökum hljótast. Þess vegna kalla þessar aðstæður á þrautsegju, ekki bara þeirra, heldur líka okkar í umhyggju og stuðningi. Og alveg sérstaklega skulum við muna að syngja hósanna áfram og sleppa krossfestingum.
Predikun