Trú.is

Góður matur

Það er merkilegt og ég held að það sé mikilvægt að sjá hvað Jesús lét sér annt um líkamlega líðan fólks að allir hefðu nóg og liðu ekki skort.
Predikun

Hann er með þér!

Guð elskar ykkur heitt og JÁ hans verður aldrei NEI. Guð í Jesú Kristi, hefur sagt JÁ við ykkur og í dag segið þið já við honum og allt það sem hann vill vera ykkur og gefa ykkur. Í dag munu þið marka lífi ykkar ákveðna stefnu frammi fyrir augliti Guðs. Þið verðið spurð hvert og eitt: „Vilt þú hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins?“
Predikun

Flugstjóri, flóttamenn og frelsun brjósta

Upprisutrú fæðist með reynslu það er reynslan af lífinu sem færir steininn frá grafarmunnanum, það eru allar litlu lífssögurnar um fólkið sem þorir að vona í erfiðustu aðstæðum mannlegrar tilveru. Fólk sem gengur 150 kílómetra á flótta undan stríði eins og Hudea litla og mamma hennar í Sýrlandi.
Predikun

Treystir þú Guði?

Um miðja síðustu öld var t.d. aftur og aftur skrifað í fjölmiðla, að kirkjan væri í andaslitrunum og ekkert eftir annað en að kasta rekunum. Maðurinn væri orðinn svo vitiborinn og fullkominn, að hann þyrfti ekki á Guði að halda.
Predikun

Krossfestingin virkar ekki

Kristur er sannarlega upprisinn í hjarta hvers manns sem á hann trúir. Sá sem fylgir honum mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins. Ekkert myrkur megnar að kæfa það ljós. Engin krossfesting drepur þá von.
Predikun

Hvernig lest þú lífið?

Máttur dægurmenningar virtist þarna órafjarri, því ég sá á mjög mörgum blöðum hugtök eins og hvíld, kyrrð, frið, ró, næði, góðar tilfinningar, félagsskap.
Predikun

Upphaf - ekki endalok!

Kristur er upprisinn, hann er sannarlega upprisinn! Eftir þunga föstudagsins langa tökum við gleði okkar á ný og fögnum sigri lífsins, sigri alls þess góða yfir þeim mætti sem eyðir og deyðir. Við skoðum atburði föstudagsins langa í ljósi upprisu Jesú frá dauðum. Við sjáum krossinn ekki sem raunaleg endalok heldur sem upphaf. Krossinn er tákn sigurs og markar upphaf þeirrar framtíðar sem Guð er í þann mund að láta verða að veruleika.
Predikun

Veggur vonar, ofbeldi og upprisa

Ljósmyndasýningunni lauk með upprisumynd. Myndin var af þolanda eineltisins sem verið var að tollera eins og sigurvegara. Hún hafði nefnilega sigrað þegar hún uppgötvaði að hún var svo miklu meira en ofbeldið sem hún hafði orðið fyrir. Hún var ekki ofbeldið. Hún var meira.
Predikun

Fréttirnar um upprisuna

Hin ótvíræða staðreynd málsins er sú, sagði Morrison, að frá upphafi kristinnar trúar lék ekki vafi á því að gröf Jesú var raunverulega tóm. Eitthvað átti sér stað sem gerði það að verkum.
Predikun

Kjarninn

Hugum að líkamsstöðunni þar sem við stöndum þarna við opna gröf frelsara okkar. Erum við kreppt, inn í okkur, niðurbeygð? Eða erum við hnarreist, upplitsdjörf, endurreist? Við getum sem kristnar manneskjur borið höfuðið hátt í tvöfaldri verkan upprisukraftarins, sem er grundvöllur andlegrar tilvistar okkar, út yfir gröf og dauða, og hefur um leið áhrif á daglegt líf, er endurreisn til lifandi lífs, kraftmikils lífs í von og kærleika.
Predikun

Vorleysingar

Páskarnir eru engin smá hátíð. Þeir vorið í kirkjunni og í lífinu. Þeir taka við að loknum köldum dögum föstunnar þegar við hugleiðum líf okkar og háttu og spyrjum hvernig við getum bætt okkur og lagað þá bresti sem við rogumst með í gegnum lífið.
Predikun

Brjóstabylting veraldarinnar

Það sem gerist í páskasögunni er óvænt lausn og óskyld Hollywoodsögunni. Í stað þess að við samsömum okkur fallega fólkinu erum við hvött til að samsama okkur þeim sem þjást.
Predikun