Trú.is

Ljómi dýrðar Guðs

Kannski getum við lært af vitringunum að fyllast gleði yfir nærveru Guðs, yfir ljóma dýrðar Guðs og ímynd veru Guðs í barninu sem fæddist í Betlehem.
Predikun

Öðruvísi jól

Inni í þessar erfiðu aðstæður berst boðskapur jólanna um nærveru Guðs meðal okkar mannanna. Orðið er Guð, segir Jóhannes í guðspjalli sínu. Þetta orð er kærleikurinn. Hjarta Guðs er fullt af kærleika til mannsins og er það opinberað í Jesú Kristi.
Predikun

Fólk á ferð

Nú þurfum við áfram að vera í sama liði sem vinnur að því að gera heiminn lífvænlegri, kærleiksríkari, miskunnsamari, þar sem frelsarinn nýfæddi er lagður í jötu hjartna okkar.
Predikun

Áramót - Fikjutréð

Jesús nefnir stundum tré í líkingum. Tré sem skjól fuglum himmins. Hann nefnir litla sinnepsfræið sem er allra fræja minnst en verður síðar að tré sem er stærra og meira en flest önnur eða hann talar um tré sem ekki bera ávöxt eins og tréð okkar í dag. Undirliggjandi er ætíð trúin. Trúin á að vaxa eins og sinnepsfræið og verða að skjóli fyrir mann sjálfan og aðra og einnig þá að bera ávöxt í góðu líferni, orðum og verkum.
Predikun

Fang að hvíla í

Barnið fékk fang til að hvíla í, ást, umhyggju. Þetta eru mannréttindi og til þeirra erum við borin en það hafa ekki allir mannréttindi, ekkert fang, hvorki að hvíla í né ríkisfang. Jólasagan dregur upp mynd af hvað er nauðsynlegt til að mennskan dafni í þessari veröld. Umhyggja, staður að vera á , fang til að hvíla í...
Predikun

Hvaða erindi á himinninn við þessa jörð?

Fyrirgefning er, samkvæmt orðanna hljóðan, gjöf en ekki gjald og í sjálfu sér ekki sjálfsögð.
Predikun

Tónajól

Hæfileikinn til að raða saman tónum og takti og flytja þannig að úr verði list sem hrífur og gleður, skapar hátíðleika eða samkennd, huggar og styrkir á erfiðum tímum, jafnvel kallar fram sárar minningar til þess að sárin geti byrjað að gróa; þar ríkir innblástur og gjöf Hans sem öllu ræður.
Predikun

Barnamessa - Barnadagurinn

Við Íslendingar ættum aldrei að vísa úr landi ófrískum mæðrum eða börnum fólks sem hér leitar hælis, vegna haturs og ranglætis í heimalandi þess. Barnið er heilagt og sem slíkt á það alltaf að vera velkomið.
Pistill

Frægasta óléttusagan

Og þar leynast töfrar trúarinnar. Hún er ekki fyrirlestur þar sem við sitjum þögul hjá og hlustum. Hún er líkari samtali við góðan hlustanda. Hann grípur ekki fram í, bíður ekki í ofvæni eftir að koma sínum sjónarmiðum að, heldur gefur okkur svigrúm til að bregðast við sjá, tjá og túlka það sem við höfum fengið að skynja.
Predikun

Andlegur veruleiki, helgurnarferli og í senn meðferðarform

Þetta er kjarninn að hann megi komast að í meðvitund okkar, að maður vakni til vitundar um þátt Guðs í lífi manns og okkar allra. Að vitund þín á sér samastað í Guði.
Predikun

Ekki í stíl

Ég sé fyrir mér hvernig fólkið, sem átti tréð, vildi hafa heimilið sitt flott og fínt og þá átti að sjálfsögðu hið sama við um jólatréð. En svo kemur barnið þeirra heim úr leikskólanum með jólakúluna sem það föndraði alveg sjálft. Hún er svo falleg, á sinn hátt. En hún passar ekki á tréð. Hún brýtur upp stílinn, svona eins og börn gera gjarnan. En hvað geta þau gert? Auðvitað hengja þau kúluna á tréð. Og þau hengja kúluna á tréð á hverju ári upp frá þessu.
Predikun

Vinur velkominn, vinur velkominn.

Í vetur kynntist ég hjónum frá Íran sem komu hingað að leita hælis. Hann hafði verið leiðtogi kristins safnaðar þar í landi, en þar er bannað að breiða út kristna trú. Rétt fyrir jól fyrir tveimur árum var hann fangelsaður og pintaður. Þau enduðu hér á Íslandi og fundu söfnuði hælisleytenda kirkjunnar. En þegar konan var aðeins komin 30 vikur á leið fór henni að lýða illa. Þau leituðu á sjúkrahús og ljós kom að hún var komin með meðgöngueitrun. Hún var drifin í keysaraskurð og fæddi heilbrigða stúlku. Já, þakka, sál mín, þú, þakka' og lofsyng nú, fæddum friðargjafa, því frelsari' er hann þinn, seg þú: "Hann skal hafa æ hjá mér bústað sinn, vinur velkominn. Vinur velkominn.
Predikun