Trú.is

Sömu laun óháð vinnuframlagi?

Ef við hugsum um Guð sem veitanda, veitanda lífsins og vinnunnar við það, fáum við meiri heildarmynd á þetta allt saman heldur en ef við sjáum okkur bara hvert og eitt í okkar horni að puða. Ef Guð er vinnuveitandinn þá er heimurinn allur einn vinnustaður og við hvert öðru háð.
Predikun

Samtal um dauðann

Mikilvægt að við tölum um dauðann áður en hann kemur. Áður en við verðum of gömul. Áður en sjúkdómurinn hvolfist yfir. Það fær okkur til að skoða eigið líf og langanir. Fortíð, nútíð og framtíð skoðast þá í einu samhengi.
Pistill

Áföllin sem koma

Margir keppast við að þjálfa líkama sinn með útivist eða í líkamsræktarstöðvum. Of margir huga ekki að andlegu heilsunni. Áfallahjálp er nokkuð sem margir þurfa og ýmsir geta veitt. Að geta talað um áföll og hafa einhvern til að hlusta er mikilvægt. Í öllum kirkjum landsins eru starfsmenn sem vilja hlusta og veita hjálp. Það ætti að vera eins sjálfsagt að vinna úr áföllum sínum með góðri hjálp eins og að mæta til einkaþjálfarans til að byggja upp líkama sinn. Geðlæknar og sálfræðingar hjálpa, áfallateymi Rauða krossins og sjúkrahúsa líka. En svo má einfaldlega koma við hjá prestinum í kirkjunni þinni, það gæti verið gott fyrsta skref.
Pistill

Hugvekja: María móðir Drottins í upphafi bænaviku

Fyrirbænaþjónusta kirkjunnar er þannig undir krossinum með Maríu í raunveruleika samtímans. Vil ég hvetja alla sem tækifæri hafa að fylgjast með átta daga bænunum. Það eru ritningarlestrar, íhugun og bæn fyrir þessa daga sem bænavikan stendur, gefa Guði tíma að morgni eða um miðjan dag eða að kvöldi til að biðja fyrir þeim bænaefnum sem þar eru og því sem andinn minnir okkur á. Áttadaga bænirnar má finna á facebook síðunni: Bænavika 18-25 janúar.
Pistill

Umburðarlyndi eða píslarvætti

Trú er veruleiki sem er hvarvetna í kringum okkur. Trú er mörgum jafn mikilvæg og fæða er okkur til að lifa. Því þarf að fræða um trú í skólum. Láta þar allt njóta sannmælis og fræða um þær skoðanir sem finnast í samfélögum heimsins. Boð og bönn færa okkur iðulega inn á hættulegar brautir. Þá er stutt í nasisma, fasisma eða alræði kommúnisma. Þá fara einhverjir að skilgreina góða trú og vonda trú, góða list og vonda, réttar skoðanir og rangar skoðanir o.s.fr.v. Stutt er þá oft í ofsóknirnar og píslarvættið þegar fólk sem ekki vill beygja sig fyrir ranglæti og kúgun missir líf sitt.
Predikun

Andlegur veruleiki, helgurnarferli og í senn meðferðarform

Þetta er kjarninn að hann megi komast að í meðvitund okkar, að maður vakni til vitundar um þátt Guðs í lífi manns og okkar allra. Að vitund þín á sér samastað í Guði.
Predikun

Vald í varnarleysi

Í dag verðum við vitni að því hvernig vald mannanna leiðir af sér klofning, ofbeldi og dauða. Í dag sjáum við hvernig vald Jesú færir lækningu, endurreisn, frelsi og líf. Í dag skynjum við valdið í valdaleysinu, heilindin sem felast í því að vera brotin og berskjölduð, styrk Guðs sem tæmir sjálfan sig krafti til að fylla okkur kærleika.
Predikun