Trú.is

Óvenjugóð jól

“Ég hugsa að þessi jól muni verða okkur óvenjugóð,” sagði þessi fangi og hélt áfram: “Sú staðreynd ein að allar ytri kringumstæður koma í veg fyrir að við getum undirbúið jólin á nokkurn hátt, mun leiða í ljós hvort við getum verið ánægð með það sem í raun er kjarni málsins."
Predikun

Jól hjá trantaralýð

Við erum alin upp við hugmyndir um fjárhirða sem sællega og rjóða smaladrengi, en nú vitum við að þær hugmyndir eru alrangar. Á dögum Jesú frá Nasaret voru fjárhirðar lægsta stétt samfélagsins. Fjárhirðar urðu aðeins þeir sem enga almennilega vinnu fengu. Fjárhirðar voru álitnir óheiðarlegir lygarar og þjófar.
Predikun

Yfir landamæri

Við búum öll á einni jarðarkúlu. Við eigum hana sameiginlega og það voru manneskjur sem fundu upp landamæri. Þau eru ekki náttúruleg, nema kanski hér á Íslandi af því við búum á eyju. Við þurfum að koma annað hvort fljúgandi eða með skipi til og frá landinu.
Predikun

Ljósið finnur leið

Á jólum horfum við á litla kertið, fylgjumst með loga þess dansa á mjóum kveik, finnum að ljós þess er sömu ættar og sama eðlis og ljós hinnar miklu sólar. Í allri sinni veiku smæð er það fært um að reka myrkrið úr hjörtum okkar.
Predikun

Heyrið óma hátt um jörð

Það var síðla dags og tekið að rökkva í Betlehem þegar Jósep kom gangandi inn í bæinn með Maríu háólétta uppi á asnanum. Hann gekk að næsta gistihúsi sem hann sá og beiddist þar gistingar. Nei! Þar var allt yfirfullt af fólki sem komið var til að láta skráetja sig í víðlendu Rómarríkinu.
Predikun

Æfingatíminn

"Tónlistin var í stíl við hann svolítið töff, kántrí, rokk og ról og mótorhjól. Hann var síðan inntur eftir jólunum. Og með gæjalegri útvarpsröddu á síðkvöldi sagðist hann kunna vel við jólin og að hann liti á þau sem góða æfingu fyrir mannkyn í því að sýna gæsku og náungakærleik."
Predikun

Við himins hlið

Þegar það var ákveðið á sínum tíma að fæðingarhátíð Jesú Krists skyldi haldin sem næst vetrarsólstöðum og þeim tíma þegar dag fer að lengja, þá var það til þess að minna á að okkur er ætlað að vaxa með honum, og meira en það: hlutverk hans í lífi okkar á að stækka. Það er eins og Jóhannes skírari sagði: Hann á að vaxa, ég á að minnka.
Predikun

Á hátíð ljóss og friðar

Við getum líka litið okkur nær því myrkrið er víða í samfélagi okkar. Það búa ekki öll börn við mannsæmandi aðstæður. Veraldleg fátækt er því miður staðreynd hér á landi og ófriður birtist í mörgum myndum á heimilum og á götum úti. Því miður búa margir við óöryggi, fólk á öllum aldri, bæði börn og eldri borgarar og allir aldurshópar þar á milli.
Predikun

Í kvöld er allt á hvolfi

Og enn ein mótsögnin í jólasögunni er sú að valdamikli keisarinn, hann Ágústus, er löngu gleymdur (nema mögulega sem byrjun á sögu sem síðan fjallar um eitthvað allt annað en hann). En litla valdalausa barnið er það sem við minnumst.
Predikun

Vonin á flóttamannsveginum

Það eru nefnilega dýrin sem bjóða mannaguðinn velkominn í húsið sitt, þegar honum hefur verið úthýst úr gistihúsum og mannabústöðum borgarinnar. Það eru mikilvæg skilaboð til okkar á tímum þegar við erum í sífellu minnt á neyð sköpunarinnar af mannavöldum, og hvernig hin mállausu, dýrin og náttúran sjálf, þjást og líða.
Predikun

Hungur

Jesús var s.s eineltisbarn áður en hann kom inn í þennan heim, foreldrar hans áttu lítið undir sér og það gerði samferðarfólki auðveldara um vik að hundsa þau. Og allt frá því að drengurinn leit dagsins ljós mátti hann þola andúð og yfirgang ríkjandi valdhafa, niðurlægjandi athugasemdir og vantrú á það sem hann hafði fram að færa.
Predikun

Ljós í glugga

Á þessu kvöldi erum við hvað næst því að finna hið himneska í hinu jarðneska, finna hið helga snerta hjarta okkar og tilfinningar.
Predikun