Trú.is

Ekki gera ekki neitt

Heimurinn er ekki svarthvítur, samanstendur ekki af góðu fólki annars vegar og vondu fólki hins vegar og oft getur verið snúið að átta sig á því hvað sé gott og hvað sé slæmt. Mörg verstu ódæði mannkynssögunnar hafa verið unnin í góðri trú, af fólki sem var sannfært um að það væri að gera rétt.
Pistill

Staður hamingju

Kæru fermingarbörn: þetta er staður gleði og upplifunar – og þetta er kirkjan ykkar.
Predikun

Um kirkju og stjórnmál

Öðru hvoru kviknar umræða um kirkju og pólitík. Sumir vilja ekki að kirkjan skipti sér af stefnum og straumum í samfélögum. Aðrir segja að ekki verði undan því vikist. Enn aðrir að það skipti mestu. Neðangreint spjall kviknaði út frá virkjunarumræðu.
Pistill

Sigurvegarinn Jesús

Jesús er sigurvegarinn. Leyfum Jesú að vera okkar, leyfum sigri hans að móta líf okkar. Hann kallar okkur til sín. Hann er aðeins í einnar bænar fjarlægð. Leitum til hans. Leyfum orði hans að tala til okkar. Þegar við tökum við brauðinu og víninu hér á eftir skulum við í hjarta okkar taka við honum og öllu sem hann hefur að gefa.
Predikun

Enn um trú, guðleysi og kærleika

Kærleikurinn – líkt og aðrar dyggðir – er okkur sannarlega eðlislægur vegna þess að við eru sköpuð af kærleiksríkum Guði og í hans mynd. Kristið fólk hefur aldrei talið sig hafa einkarétt á manngæsku. Þvert á móti er lögmál Guðs skráð á hjörtu allra.
Pistill

Goðsögnin um tómar kirkjur

Aftur og aftur les maður staðhæfingar um að kirkjur landsins séu illa nýtt hús, þangað komi fáir og þar sé lítið sem ekkert um að vera. Það virðist fara óskaplega í taugarnar á mörgum sé bent á það gagnstæða. Nú í vikunni fékk ég niðurstöður talningar kirkjuvarða Akureyrarkirkju á fólki sem sótti kirkjuna síðasta ár.
Pistill

Kanverska konan og snjóskaflinn

Hún kemur á harðahlaupum, þessi óvenjulega kona. Hún ryður sér leið gegnum mannfjöldann. Svitadroparnir spretta fram á enni hennar. Angistin skín úr augunum. Henni liggur á.
Predikun

Í kyrrð

Í Biblíunni er sagt frá að Jesús hafi oft leitað einveru og kyrrðar. Hann hvarf frá mannfjöldanum þegar kvölda tók og dagsverkinu var lokið, til þess að biðjast fyrir. Bænalíf hans veitti honum endurnýjandi kraft í daglegum störfum.
Predikun

Fischer fallinn, Mozart manntaflsins

Því er manntaflið, skákin, heillandi, að hún tæmist ekki af leikjum og möguleikum þrátt fyrir aðeins 64 reiti skákborðsins og endurspeglar um margt átök og baráttu lífsins. Baráttusvið hennar er augljóst, taflmennirnir á sínum reitum. Hver leikur mótar framvinduna.
Predikun

Heilagur Valentínus

Valentínusardagurinn, 14. febrúar, er tekinn að festa rætur á Íslandi og er það hið besta mál. Fæstir landsmenn vita þó, að á bak við nafnið er kaþólskur dýrlingur, a.m.k. einn og e.t.v. fleiri. Sagt er, að hin lengsta ferð byrji á einu litlu skrefi og það er eins núna. En enginn veit hvenær það var nákvæmlega stigið. Að líkindum þó á 3. öld e.Kr.
Pistill

Einfaldur

Eitt af því sem er hvað erfiðast við að stíga út fyrir mörk öryggisins, er að horfast í augu við eigin barnaskap og einfaldleika. Í janúar dvaldist ég í Detroit og neyddist til að horfast í augu við forréttindi mín og rasisma á algjörlega nýjan hátt.
Pistill

Leikrit um mig

Þessar spurningar gætu allt eins snúið að okkar eigin lífi þegar við spyrjum hvers vegna eitthvað hefur gerst, eitthvað sem rænir okkur gleði, trausti, ást og ánægju og skilur okkur eftir umkringd sorg og söknuði yfir því góða sem við áttum einu sinni. Hvað skýrir allt það vonda og erfiða í tilverunni? Hver er höggormurinn í lífi okkar – og hvers vegna hlustuðum við á hann?
Predikun