Trú.is

Hver dæmir leikinn?

Hvenær kemur Kristur? Sumir telja sig geta reiknað út þann dag og aðrir segja að hann komi aldrei. Báðir þessir hópar hafa rangt fyrir sér. . .
Predikun

Kjarkur og kærleikur

Það viðurkennist hér með að þegar ég las texta þessa dags varð mér hreint ekki um sel. ,,Sá þjónn, sem veit vilja húsbónda síns og hefur ekki viðbúnað né gjörir vilja hans, mun barinn mörg högg.” Þetta var ekki sá boðskapur sem ég hefði valið að leggja útaf í dag.
Predikun

Höfnum ekki umbreytingarkraftinum

Aðeins ein synd er ófyrirgefanleg og hún er að varpa frá sér krafti Guðs sem umbreytir innri manni. Syndin gegn heilögum anda er meðvitað að neita sjálfum sér um þá endurnýjun hugarfarsins sem hér var lýst að framan; að afneita anda Guðs, vilja ekki þiggja hönd hans á vegi umbreytingar lífsins.
Predikun

Vörður

Á þeim tíma þegar hesturinn var þarfasti þjónninn og fólk fór ríðandi á milli bæja og um fjöll og firnindi voru gjarnan hlaðnar vörður til þess að merkja leiðir. Þessar vörður standa margar enn í dag og áfram fylgjum við þeim þegar við förum í gönguferðir eða hestaferðir um fáfarnar slóðir þessa fagra lands okkar. Slíkar ferðir eru reyndar afar vinsælar á þeim árstíma, sem nú ríkir.
Pistill

Hungur

Hungur og svengd er nokkuð sem við þekkjum öll. Við þörfnumst matar til að geta haldið heilsu okkar og kröftum. Fæðan fyrir okkur er líkt og eldsneytið er fyrir bílinn. Ef við höfum ekki fengið mat í heilan dag lætur líkaminn okkur vita svo um munar.
Predikun

Sótsvartur mannskilningur og hjarnbjartur

Þannig er miskunn Guðs. Hann vill elska okkur, annast okkur, bera okkur á örmum sér, deila með okkur kjörum í myrkri og ljósi, ekki vegna þess að við höfum unnið okkur inn prik hjá honum umfram aðra heldur vegna þess að hann hefur ákveðið að elska okkur.
Pistill

Sést það?

Að vera kristinn, segir Rowan Williams erkibiskup af Kantaraborg, er öðru fremur spurning um traust - en ekki að taka undir tilteknar kenningar. Traustið til Guðs kemur fyrst, kenningarnar fylgja á eftir. Þessi áhersla á traustið er sýnileg þegar við upphaf lífsins, þegar barn er borið til skírnar.
Predikun

Svona hefur þetta alltaf verið

Pabbi, eru brúnu karlarnir í Apríku vondir?” ,,Nei”, sagði pabbi, ,,af hverju spyrðu? Af því að það er ein brún stelpa í leikskólanum og hún er góð.” Hér er vitnað í samtal mitt og dótturinnar fyrir nokkrum árum. Tilefni gafst ekki til að spyrja þá stuttu hvaðan hún fékk þá hugmynd að brúnu karlarnir gætu verið vondir.
Pistill

Guðsþjónustan = Kærleiksþjónustan

Í guðsþjónustunni sem og í kærleiksþjónustunni mætum við Guði. Um leið og enn frekar er það hann sem kemur til okkar, við eigum samfélag í hans nafni hvort með öðru. Þetta samfélag á sér stað á sunnudegi eða hvaða degi vikunnar sem er. Þetta samfélag á sér stað í messunni eða hvar sem er.
Pistill

Sá yðar sem syndlaus er

Okkur er tamt að skipta mannkyninu í tvo hópa þegar kemur að því hvað er afsakanlegt og hvað ekki. Við sjálf og okkar nánustu erum í öðrum hópnum, stærstur hluti mannkyns í hinum! Sjálfsréttlæting og dómharka eru tvær hliðar á sama máli.
Predikun

E-korthafar gefa Katushabe heimili

Nýlega fór ég í eftirlitsferð til Úganda þar sem Hjálparstarf kirkjunnar styður verkefni fyrir munaðarlaus börn sem hafa misst foreldra sína úr alnæmi. Börnin fá hjálp til að fóta sig án foreldra sinna, aðstoð svo þau geti séð um sig sjálf.
Pistill

Að ganga í sig

Fyrirgefningin er svo erfið og stórt fyrirbæri í mannlífinu, að hún verður ekki höndluð, nema í samfélagi við þann sem er æðri og meiri en manneskjan. Þess vegna er faðirinn aðalpersónan í sögu dagsins, Drottinn Guð.
Predikun