Trú.is

Fífukveikur

Tíu ára telpuhnáta bjó hjá föður sínum, ekkjumanni, norður í Fjörðum, fyrir mörgum, mörgum árum. Þar er engin byggð í dag. Landfarsótt, líklega slæm flensa hafði farið um sveitirnar og lagt marga að velli. Í þessari sveit voru tveir bæir og langt á milli. Og nú var fannfergi, mikill snjór og enginn komst neitt, því engin voru tækin til þess á þeim tíma.
Predikun

Eins og ég sá - sé hann

Enginn mér ókunnur maður hefur haft eins mikil áhrif á viðhorf mitt til lífsins og hann, og ekki veit ég hvort honum þykja það góð tíðindi. Ég hlýt því að skýra þau lítillega. Ég þótti víst fremur bráðþroska barn. sem ég veit ekki hvort er kostur eða löstur, og var mjög snemma læs.
Pistill

Hlutlaus kennari er ekki til

Aðalatriði þessa máls er að bæði kennarar og nemendur komi til dyranna eins og þeir eru klæddir. Það er beinlínis óheiðarlegt gagnvart öðrum að villa á sér heimildir. Menn sýni síðan náunga sínum virðingu og geri ráð fyrir mismunandi lífsviðhorfi. Það gengur ekki að þvinga hlutleysi upp á fólk.
Pistill

Og við græðum öll ...

„Ég veit ekki hvort ég treysti mér“ – sagði konan „þetta er svo, eitthvað svo mikið, að útdeila sakramentinu, ég? Ég veit ekki hvort ...“ Hún horfði á okkur hin sem litu uppörvandi til hennar með hvatningarorðum. „Jæja kannske, - jú, ég geri það“ bætti konan við nokkuð ákveðin.
Pistill

Vesturbæingar gefa brunna!

Hjálparstarf kirkjunnar vinnur með söfnuðum þjóðkirkjunnar að landssöfnun á hverju ári. Fermingarbörnin fá tækifæri til að leggja fátækum lið. Þau gengu í hús mánudaginn 6. nóvember síðastliðinn.Þrjár ungar stúlkur komu í gættina, kynntu sig og sögðust vera safna fé til hjálparstarfs. “Við viljum gefa brunna í Mósambík.”
Pistill

Föst í rammanum

Spurning dagsins í dag er: ,,Hvað er mikilvægara, ramminn sem við erum vön að sé til staðar utan um líf okkar eða manneskjan sjálf?” Við verðum að spyrja okkur hvort að kerfin sem við höfum komið okkur upp til að styðja við manneskjuna á lífsleiðinni séu orðin mikilvægari en manneskjan sjálf!
Pistill

Hér er vantrú um efa - frá trú til trúar

Trúin er eitt af því sem eykst þegar af henni er tekið – hún dafnar best þegar hún er notuð sem mest, líkt og ástin. Þannig eru góðu verkin boðun þeim sem þau vinnur. Og þeim sem njóta verka annarra eru þau vitnisburður um ríkt innra líf, andlegan veruleika guðsríkisins í hjörtum þeirra sem iðrast hafa og tekið á móti fyrirgefningu Guðs.
Predikun

U-beygja lífsins og hagvöxtur elskunnar

U-beygja illskunnar, vöxtur elskunnar og endaleysa fyrirgefningarinnar. Þetta eru stef þeirra ritningartexta sem liggja til grundvallar íhugun okkar hér í dag. Styrkur kristinnar trúar liggur meðal annars í því að grunngildi hennar eru varðveitt í hrífandi sögum en ekki í kenningum eða heimspekilegum og siðfræðilegum formúlum. . .
Predikun

Stefnumót, sendiferð, samfylgd

Við lifum á tímum flutninga: Fólksflutninga, vöruflutninga, gagnaflutninga. Kirkjan er kölluð til að flytja fagnaðarerindið milli staða, milli fólks í mismunandi heimshlutum og menningarheimum. Stöndum við okkur í stykkinu? Hvað flytjum við?
Predikun

Matthías Jochumsson

Tími Matta er kominn! Þórunn E. Valdimarsdóttir hefur skrifað stórbók um Matthías Jochumsson. Hann var risi í menningarlífi Íslendinga, skemmtilega frakkur guðfræðingur og eitt besta sálmaskáld þjóðarinnar bæði fyrr og síðar.
Pistill

Boðandi kirkja á tímum breytinga

Við erum kölluð til að boða og bera vitni. Andspænis alls kyns stefnum og straumum samtímans er auðvelt að leggja árar í bát og gefast upp. Freistandi er að halda áfram í ákveðnu fari af því að það er svo þægilegt. En boðandi kirkja getur ekki sætt sig við það.
Pistill

Gullna reglan

Kristinn maður á ekki aðeins að láta vera að gera öðrum eitthvað sem hann vill ekki að þeir geri sér. Hann á að grípa frumkvæðið og gera það fyrir aðra sem hann myndi vilja að þeir gerðu fyrir sig. Hann á að ganga fram fyrir skjöldu, án þess að ætlast til nokkurs í staðin, gera gott.
Pistill