Ótrúlegt tilboð
„Komið, kaupið korn án silfurs og endurgjaldslaust bæði vín og mjólk!“ Þetta hjómar næstum eins og samtal Boga og Örvars í Spaugstofunni eða eins og auglýsing um að Guðni ráðherra gefi mjólkina og að vínið kosti ekkert í Vínbúðinni. Guð heldur áfram að koma okkur á óvart.
Örn Bárður Jónsson
29.10.2006
29.10.2006
Predikun
Einingarband
Um þessar mundir horfum við upp á hin kristnu Vesturlönd æ meir á valdi bölsýni og uppgjafar. Tilfinningin fyrir tilvist Guðs hefur daprast í okkar heimshluta. Það sorgleg staðreynd. Mér finnst næsta augljóst, þótt öðru sé gjarna haldið fram, að brotthvarf guðsvitundar úr menningu og uppeldi okkar heimshluta hafi ekki leitt til aukins víðsýnis og skynsemi, heldur þvert á móti til vaxandi trúgirni og hleypidóma, og máttleysis andspænis hverskonar öfgum.
Karl Sigurbjörnsson
29.10.2006
29.10.2006
Predikun
Bonhoeffer, trúin, vantrúin, og sitthvað fleira
Sögum ekki undan okkur greinarnar sem hafa skýlt okkur í árþúsund. Við lifum á viðsjálverðum tímum. „Það er brýnast af öllu að setja aftur á sinn stað hin kristnu boðorð, sem fölsk bylting er búin að troða í svaðið.“ Þannig tók Thomas Mann til orða og ég tek undir með honum. Eina skapandi aflið er virkur kærleikur.
Gunnar Jóhannesson
29.10.2006
29.10.2006
Predikun
Lesið í klæðin
Erum við þá eitthvað vitlaust klædd? Erum við t.d. ekki íklædd ótta og vantrú, þegar við lokum okkur inni í ráðleysinu yfir ofbeldi götulífsins, í stað þess að þyrpast út á göturnar og mæla gegn ógninni, sameinuð og af skilningi, þekkingu, kjarki - og réttvísi.
Birgir Ásgeirsson
29.10.2006
29.10.2006
Predikun
Tími tortryggninnar er liðinn
Nú á sér stað vitundarvakning um fásinnu tortryggninnar. Við finnum að við getum ekki leyft okkur að einangra okkur í tortryggni. Við erum öll á sama báti og við vitum þetta betur í dag en nokkru sinni fyrr. Þess vegna er þjóð okkar í uppnámi. Við vitum ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga. Í aðra röndina erum við veiðimenn sem sækjum bráð okkar þegar hún gefst, en hinsvegar horfum við á náttúruna með svo ríkum tilfinningum að við eigum bágt með að bera þær.
Jóna Hrönn Bolladóttir
29.10.2006
29.10.2006
Predikun
Hlustum með hjartanu
Það er merkilegt að kristindómurinn hefur oft verið tengdur við gleðisnautt líf. Líf þar sem skemmtanir og gleðskapur eru sett á bannlista. Raunar hafa hópar innan kirkjunnar á öllum tímum og enn í dag litið svo á að veislur og gleðskapur væru verkfæri hins illa og þar með flokka sem synd.
Sigrún Margrétar Óskarsdóttir
29.10.2006
29.10.2006
Predikun
Vilji Guðs og rödd hrópanda í eyðimörk
Ég heyrði eitt sinn getið um víðlesinn mann sem þó hafði aldrei litið í þá helgu bók sem við í daglegu tali nefnum Biblíuna. Dag nokkurn ákvað hann að lesa þá texta hennar sem við kennum við hinn Nýja sáttmála, þ.e. hið Nýja testamenti Drottins okkar og frelsara Jesú Krists. Þegar maðurinn hafði lokið lestrinum lét hann svo um mælt við lærða vini sína, að það sem hann nú hefði lesið væri í raun og veru fremur persóna en texti.
Þórir Jökull Þorsteinsson
29.10.2006
29.10.2006
Predikun
Frelsið
Frelsið er feikivinsælt um þessar mundir. Það er að minnsta kosti mín tilfinning að við séum uppteknari en oft áður af því að komast sífellt nær því sem við teljum vera hina einu og sönnu frelsistilfinningu. Við þurfum birtu og ljós, þráum að baða okkur í ljómanum og sannfærast um þá staðreynd að við séum einstök.
Björn Sveinn Björnsson
29.10.2006
29.10.2006
Predikun
Hallgrímsmessa
Hallgrímsmessa var stefnumótandi. Í dimmum skugga heimsstyrjaldar var stefna mörkuð: um að reisa helgidóm og helga iðkun í minningu þess manns sem þjóðin mat mest sem andlegan föður og sálnahirði í sorg og gleði, um að ausa af lindum þess besta og fegursta sem andlegur arfur íslenskrar þjóðar geymdi, og veita frjómagni þess yfir þurrlendi menningar og samfélags.
Karl Sigurbjörnsson
27.10.2006
27.10.2006
Predikun
Uppeldishættir og árangur
Börnin þrá samvistir við fullorðna, samvistir sem eru ekki á grundvelli þess fullorðna, heldur á grundvelli barnsins. Það eru ótal atriði sem hægt er að gera saman sem kosta ekki neitt, en eru óendanlega dýrmætar stundir, því þessar stundir safnast inn í banka minninganna. Banka sem mikið er leitað í, sérstaklega á erfiðum tímum.
Gunnar Einar Steingrímsson
26.10.2006
26.10.2006
Pistill
Fagnaðarerindið í orði og verki
Að sjá kristindóminn sem máltíðarsamfélag gefur okkur færi á að sjá bæði Guð og heiminn frá nýju sjónarhorni, sitjandi við sama borð, deilandi matnum. Gordon Lathrop bendir á að kristindómurinn hafi orðið að raunveruleika við borð og bendir máli sínu til stuðnings á að fyrstu söfnuðurnir hafi haldið í máltíðarhefð Jesú.
Pétur Björgvin Þorsteinsson
24.10.2006
24.10.2006
Pistill
Færslur samtals: 5885