Trú.is

Kuldastrá í veröldinni

Það eru víst margar mannsálirnar í henni veröld sem þurfa að hrekjast af einum staðnum á annan. Oft er fólk að leita að betri íverustað. Stundum að fá hvíld frá dagsins önn, tilbreytingunni sem veitir okkur öllum svo mikla endurnæringu. Hún fæst nú ekki alltaf mikil á flugvöllum heimsins þegar nýjasta váin, hryðjuverk, vofir yfir.
Predikun

Bara Guð má vekja mig

„Kæri Guð. Ég fékk algert áfall þegar ég sá styttuna af þér, eða þegar ég sá í hvaða ásigkomulagi þú varst, svona nakinn og horaður á krossinum þínum, helsærður og blóðið lak undan þyrnikórónunni og það var einsog höfuðið væri að detta af hálsinum. Ég gat ekki varist því að hugsa um sjálfan mig. ... Nei, í alvöru, Amma bleika, ekki treystir þú á hann þennan?“
Predikun

Hann finnur til

Líkt og grátandi ekkjunni við borgarhliðin í Nain, vitjar Kristur sjúkra og sorgmæddra, í anda sínum til að styrkja og hugga og til að líkna. „Grátið þið eigi", segir hann, því ég er ávallt við hlið ykkar og ekkert mun gera ykkur viðskila við mig. Vonið og trúið, segir hann. Hann mætir þeim sem eru ósjálfbjarga fyrir æsku eða elli sakir eða vegna sjúkdóma, á þann hátt að blása okkur hinum, sem önnumst þau, kærleika og miskunn í brjóst.
Predikun

Líf og dauði í Hringsdal

Við gröf heiðins manns í Hringsdal vakna spurningar um lífið og tilveruna. Hver var von manna fyrir þúsund árum og hvers vona menn nú á dögum? Upprisa og eilíft líf, líkfylgd í Nain og í Reykjavík. Er útför okkar hafin? Er lífið allt ein samfelld líkfylgd?
Predikun

Gílead

Ég mæli eindregið með Gilead. Lesturinn er ekkert minna en trúarreynsla. Sjaldan hefur ég upplifað slíka skáldsögu. Undursamlegar persónulýsingar, áhrifarík frásögn, glögg innsýn í umbrotatíma og átök, og veru kirkjunnar og prestsþjónustunnar, og djúp og íhugul guðfræði.
Pistill

Hugleiðing um heillaráð

„Unglingar sem stunda reglulega íþróttir eða annað skipulagt æskulýðsstarf eru síður líkleg til neyslu fíkniefna,“ er eitt heillaráðið sem haldið er á lofti í tengslum við Forvarnardaginn 2006. Þessa fullyrðingu geta eflaust flestir tekið undir og þeim sem eiga unglinga er án efa mjög mikið í mun að þeir taki þátt í einhverju slíku.
Pistill

Litla kúlan og sú stóra

Einhvern tímann heyrði ég haft eftir Churchill gamla fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands að hann hefði skilgreint golfíþróttina sem leik að tveimur kúlum - lítilli og stórri - og að kylfingurinn ætti að slá þá litlu. Skemmtileg túlkun á frábærum leik.
Pistill

Já, ég er djákni ...

Það eru margar skemmtilegar athugasemdir sem koma upp þegar við djáknar erum spurðir út í starf okkar. Uppáhalds athugasemdin mín er þessi ,,Leiðinlegt að þú skulir ekki hafa ráðið við grískuna, þú sem hefðir getað orðið góður prestur? Ég er djákni, ekki prestur, ég hef enga köllun til að verða prestur og hef aldrei lært grísku.
Pistill

Giftingar samkynhneigðra – þjóðarpúls og kirkja

Gallup tekur öðru hvoru púlsinn hjá þjóðinni í nokkrum málum. Úrtak í slíkum könnunum er fólk á aldrinum 18 -75 ára, valið af tilviljun úr þjóðskrá. Dæmi um um mál í "þjóðarpúlsi" er viðhorf fólks til giftinga samkynhneigðra.
Pistill

Ég hef rist þig í lófa mína

Markmiðið er ekki að losna algjörlega við áhyggjur heldur að hafa góða kjölfestu og rétta stefnu. Þá bíta ekki áhyggjurnar á manni og setja mann ekki úr skorðum í lífinu. Áhyggjurnar verða viðráðanlegar ef við erum viss um það að bjargið sem líf okkar hvílir á hreyfist ekki.
Predikun

Sátt

Kristin trú byggir á því að við þurfum að öðlast sátt við okkur sjálf og skapara okkar. Öðru vísi getum við ekki unnið góð verk af heilum hug, óskipt í þágu skapara okkar og náunga. Hvert sem verkefnið er, hvort heldur menn leggja sig í hættu á ófriðarslóðum, hvort menn vekja athygli á mannslífum þeim sem við fórnum fyrir hraða og ofsa í umferðinni.
Predikun

Þörf eða græðgi?

Þegar við verðum hrædd þá týnum við réttlætinu, óttinn vekur í okkur frummennsku, þegar við verðum hrædd þá skerðist sjónsvið okkar, við hættum að sjá aðrar manneskjur nema við getum grætt á þeim, við hættum að sjá náttúruna nema að geta grætt á henni. Við breytumst eiginlega í teiknimyndafígúrur með dollaramerki í augunum og skyndilega tekur siðfræði efnishyggjunnar völdin.
Predikun