Foreldri – lífstíðardómur ábyrgðar
„Hvers vegna neytir manneskja fíkniefna?“ Ég var spurður þessarar spurningar um daginn og það var fátt um svör hjá mér. Það er heldur ekki til einhlítt svar. Eitt svarið er að það ætlar sér engin að vera fíkniefnaneytandi. Neyslan byrjar á saklausu fikti sem síðan oftar en ekki leiðir af sér meira.
Þór Hauksson
6.8.2006
6.8.2006
Pistill
„Meðlagsgreiðsla“ orða
Um daginn var það mér “ný” sannindi að Guð er allstaðar. Eða kannski er réttara að segja að þau sannindi hafi gengið í gegnum endurnýjaða uppgvötun í mínum huga. Það er nefnilega stundum gott að vera gleyminn. Því sannindinn ganga reglulega í endurnýjaða lífdaga. Þeir dagar þegar það gerist eru gleðidagar fylltir af sól svo gæta verður að brenna ekki á eigin skinni.
Þór Hauksson
6.8.2006
6.8.2006
Predikun
Spámenn Guðs
Falsspámenn benda á og segja að til séu aðrir hlutir en Guð sem hæfa betur sem grunnur í lífinu og vinna þannig gegn jafnvæginu. Margt getur leitt okkur frá Guði og þannig skapað ójafnvægi í lífinu. Böl eins og áfengissýki og eiturlyfjaneysla. Þar verður efnið að miðpunkti lífsins og eins og við vitum hentar það engan vegin sem bjarg til að byggja á. En það geta einnig verið hlutir eins og peningar, útlitið, líkaminn, og svo maður sjálfur.
Ingólfur Hartvigsson
6.8.2006
6.8.2006
Predikun
Veganestið góða
Sögur guðspjallanna eru margskonar. Þær eiga það sameiginlegt að allar benda þær á þann milda mátt og góða vilja sem er Guð. Við höfum þegið þessar helgu frásagnir sem nesti, þær eru arfur okkar sem mótað hafa menningu og sið okkar heimshluta um aldir. Sagan um Guð og mann, líf og heim, sagan um miskunnsemina, fyrirgefninguna, um krossinn og upprisuna, um það sem er uppspretta vonar og framtíðar.
Karl Sigurbjörnsson
30.7.2006
30.7.2006
Predikun
Í dag mettar Jesús
Jesús mettar. Jesús læknar. Jesús lífgar. Um það tala guðspjöllin. Í dag mettar Jesús. Manni finnst að svona kraftaverk geti ekki gerst. Ef þau hafa gerst eins og segir hér í Markúsarguðspjalli, þá hlýtur það að vera bundið stað og stund. Síðan er ekki meir um það að segja. Frásögnin lifir þrátt fyrir það og því getum við ekki mótmælt.
Birgir Ásgeirsson
30.7.2006
30.7.2006
Predikun
Hælbítur fortíðar
Sú vitneskja að ákveðin fjöldi jarðarbúa skuli ganga til náða svöng, vannærð er stjórntæki í höndum þeirra sem stjórna sem hafa áhrif og ráðskast með lýð allan. Það er ekki hagstætt valdalega og stjórnunarlega að allir jarðarbúar gangi vel mettir til náða. Sú manneskja sem er vel mett líkamlega hefur meiri tíma til að gera eitthvað annað en sinna grunnþörfum sínum að afla matar.
Þór Hauksson
30.7.2006
30.7.2006
Predikun
Út úr sortanum kom Jesús
Tóm ímyndun? Ný Biblíusaga? Nei, þetta er hvorugt. En samt meira en hugrenning um daginn og veginn. Sögur Biblíunnar tala til okkar á skýran hátt. Orð Drottins er sterkt. Það boðar framhald lífsins, vitnar um von, kærleika sem ber okkur í gegnum sortann og út úr sortanum. Ljós við enda svartnættisins.
Pétur Björgvin Þorsteinsson
27.7.2006
27.7.2006
Pistill
Kynlífið og hvíldardagurinn
Þessi litla saga er lýsandi dæmi um það hvernig blind bókstafstrú getur leitt menn í öngstræti. Hún sýnir hvað gerist þegar trúaðir menn verða svo uppteknir af forminu að þeir gleyma innihaldinu og tilgangnum með boðun trúarinnar. Menn sjá ekki skóginn fyrir trjánum.
Magnús Erlingsson
23.7.2006
23.7.2006
Predikun
Gerilsneydd orð í fernu
Aðeins ég og fjallið, ég svo smár undir tæru himinhvolfinu að mér fannst ég vera boðflenna-því engin talaði við mig. Það tók mig nokkra tugi metra þegar halla fór undir fæti og huga varð að hverju skrefi upp í mót og andardráttur minn var það eina sem rauf kyrrðina að nema staðar.
Þór Hauksson
23.7.2006
23.7.2006
Predikun
Lánþegi eða skuldunautur
Kannski skiptir það okkur sem neytendur á Íslandi ekki máli, hvaða hugtak er notað um skuldastöðu okkar, en hver er munurinn? Sá er munurinn að orðið lánþegi tekur með sér hugtakið lánsali í þessum texta, en orðið skuldunautur tekur með sér hugtakið okrari. Og önnur spurning vaknar: Eru lánveitendur á Íslandi lánsalar eða okrarar?”
Þorvaldur Víðisson
23.7.2006
23.7.2006
Predikun
Allt vald er mér gefið
“Allt vald er mér gefið” eru upphafsorð guðsspjallsins í dag. Hér talar valdsmaður. Hvers konar valdsmaður er hann? Hvert er hans vald? Fljótt á litið virðist hann segja meir, en almennt má reikna með að einhver standi við, en hann gerir það blátt áfram og kinnroðalaust, að því er virðist. “Allt vald er mér gefið.” Einhverjum þætti líklegast gott að hafa slíkt vald.
Birgir Ásgeirsson
23.7.2006
23.7.2006
Predikun
Asasótt
Ég þjáist af asasótt. Stundum er hún slæm, en ég á líka daga þegar ég er laus við þessa sótt sem rænir frá mér tækifærinu að gefa öðrum kærleiksstund. Hvers virði eru orð á jólakorti eða afmæliskveðja í tölvupósti ef ég hef ekki tök á því að taka mér tíma til þess að vera til staðar fyrir viðkomandi? En sem betur fer er hægt að lækna flest okkar (ef ekki öll) af þessari asasótt.
Pétur Björgvin Þorsteinsson
17.7.2006
17.7.2006
Pistill
Færslur samtals: 5883