Á veiðilendu með frelsaranum
Hver ert þú? Hvaðan kemur þú? Hvert ert þú að fara? Ert þú leitandi manneskja, stríðandi, áveðra fyrir ágjöfum mannlífsins? Hér hefur þú fundið griðastað þar sem bænin vakir og trúartraustið. Blaktandi kertaljósin á altarinu vitna um nærveru Jesú Krist sem sagði um sjálfan sig: “Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu heldur hafa ljós lífsins”.
Sighvatur Karlsson
16.7.2006
16.7.2006
Predikun
Köllun og eftirfylgd
Köllunin til eftirfylgdar við Krist gerist ekki með útskýranlegum rökum um grundvöll kristnilífsins og með sannfæringarkrafti, heldur fyrst og fremst með því að það gerist eitthvað, sem er gjarna ekki í neinu samhengi við það sem vænst er eða líkindi eru til, eða getur með nokkrum hætti verið skilgreint sem árangur mannlegs erfiðis.
Kristján Valur Ingólfsson
16.7.2006
16.7.2006
Predikun
Legg þú út á djúpið
“Legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiskjar”, sagði Jesús við Símon Pétur. Hvergi á Íslandi á þessi setning betur við en einmitt hérna við Ísafjarðardjúpið þar sem menn hafa öld fram að öld ýtt báti úr vör til að sækja sér fisk í soðið. Djúpið hefur verið lífæð byggðanna hér í kring. Það hefur bæði verið gjöful matarkista en líka þjóðvegurinn því hér um slóðir er maður flótari sjóleiðina heldur en landleiðina.
Magnús Erlingsson
16.7.2006
16.7.2006
Predikun
Hvenær verðum við með?
Ég hef lesið með miklum áhuga fréttir af heimsráðstefnu trúarleiðtoga, sem æðsti yfirmaður rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Alexy patriarki Moskvu og alls Rússlands, bauð til í Moskvu 3.-5. júlí sl. Til ráðstefnunnar voru boðnir leiðtogar helstu kristinna kirkna heims, Islam, Gyðinga, Búddista, auk fulltrúa Hindúa, Síka og Shintó.
Kristín Þórunn Tómasdóttir
13.7.2006
13.7.2006
Pistill
Að láta leiðast og leiða
Í gegnum ævina hefur mér gengið misvel að skilja ýmislegt varðandi kristindóminn og er víst ekki einn um það. Öðrum þræði er fólk hvatt, í Nýja testamentinu, til að haga sér vel á allan hátt en á hinn bóginn er það ávítað harðlega fyrir að vera upptekið af hegðun sinni og að reyna að gera betur en samferðafólkið.
Vigfús Ingvar Ingvarsson
9.7.2006
9.7.2006
Predikun
Fótboltinn og lífið
Í boltanum eru línurnar skýrðar – búningarnir greina að samherja og andstæðinga, leikreglurnar eru einfaldar og allar blekkingar, allt ofbeldi og látalætin öll sem við sjáum kempurnar sýna á vellinum eru vegin og metin eftir því hver árangurinn er. Að endingu er það sigurinn sem skilur á milli feigs og ófeigs.
Skúli Sigurður Ólafsson
9.7.2006
9.7.2006
Predikun
Miskunnsemi Guðs og manna
Lærisveinar Jesú Krists áttu forðum ekki aðeins það sem þjónaði líkamlegri heilsu þeirra og velferð sameiginlegt, heldur var hið sameiginlega fyrst og fremst hið nýja réttlæti þeirra sem játast Kristi. Og það höfum við flest eða öll gert í fermingunni. Að taka við þessu réttlæti þýðir að komast til skilnings á því að tengslin milli manna, milli einstaklinga, það er sambandið milli fólks inbyrðis sé þar með komið á annað og æðra stig.
Kristján Valur Ingólfsson
9.7.2006
9.7.2006
Predikun
Trú og vísindi
Í reynd verð ég að segja að Dawkins hafi farið offari í málflutningi sínum, talað með fordómafullum og meiðandi hætti og gengið afar langt í fullyrðingum sem hann ýmist rökstuddi ekki eða byggði á röngum forsendum að mínu mati.
Gunnar Jóhannesson
8.7.2006
8.7.2006
Pistill
Unun af því að vera miskunnsamur
Ein af fallegustu setningum Biblíunnar, að mínu mati, er að finna í lexíu þessa dags, en þar segir, - að Guð hafi unun af því að vera miskunnsamur.
Það er vart hægt að lýsa gæsku Guðs á fallegri hátt. Guð hefur unun af því að vera miskunnsamur.
Jón D Hróbjartsson
2.7.2006
2.7.2006
Predikun
Tapað-fundið
Kirkjan okkar þarf stöðugt að taka þessa sögu til sín um týnda sauðinn. Kirkjan okkar gerir margt gott og þarft, en hún er langt frá því að vera yfir gagnrýni hafin. Kirkjan er jú við, sem henni tilheyrum, hún er þorri íslensku þjóðarinnar, hér er starfandi þjóðkirkja. Til kirkjunnar eru allir velkomnir eins og við vitum, stórir sem smáir.
Bolli Pétur Bollason
2.7.2006
2.7.2006
Predikun
Gleðin í himnunum
Segðu mér yfir hverju þú gleðst og ég veit, hver þú ert. Hjartað birtist í brosi þínu, sálin í hlátri þínum, innrætið í nautn þinni. Orð geta logið, orð geta hulið það, sem innifyrir býr. En augun koma upp um ánægju þína og segja til þín. Hvað vekur þér gleði, af hverju hefurðu yndi?
Sigurbjörn Einarsson
30.6.2006
30.6.2006
Predikun
Hefurðu gleymt lykilorðinu?
Sumarið er makalaus tími og skiptir engu þó gangi á með þykkum regnskúrum né heldur þótt grár og þéttur suddinn faðmi allt um stund. Það er sumar og allt mannlíf tekur mið af gróandanum sem lætur ekkert stöðva sig. Túnfífill lyftir gulum kolli mót himni og gleður augað. Grámjúk og viðkvæm biðukollan er ekki aðeins merkisberi liðinnar kynslóðar heldur ósigrandi boðberi framtíðarinnar.
Hreinn Hákonarson
30.6.2006
30.6.2006
Pistill
Færslur samtals: 5883