Verði mér eftir orðum þínum
Þessum frásögnum hafa margir trúað og margir trúa þeim enn. Þær eru þó ekki studdar línuritum eða myndum frá hárfínum linsum gervihnattanna sem sveima yfir höfðum okkar. Nei, við þurfum ekki á slíku að halda enda sýna dæmin það að jafnvel slíkar upplýsingar virðast hrekjanlegar hvort sem dagurinn heitir fyrsti apríl eða eitthvað annað.
Skúli Sigurður Ólafsson
2.4.2006
2.4.2006
Predikun
Boðunardagur Maríu
Umræða samtímans ber með sér að fólk hefur áhyggjur af ofveiði fisktegunda í sjónum og ofnýtingu fallvatna til rafmagnsframleiðslu. En hefur enginn áhyggjur af þurrð andlegra verðmæta, að við göngum of hratt á þau með því að vilja endalaust þiggja náð Guðs án þess að taka trúna alvarlega og helga líf okkar Jesú Kristi í raun og veru?
Ólafur Jóhannsson
2.4.2006
2.4.2006
Predikun
María
María er móðir trúarinnar. Hjartað er akur Guðs í brjósti hennar. En hún spyr samt, já hún spyr eins og annað fólk. Hvernig getur það átt sér stað? Hún fær svar, sem aðeins hrein barnssál getur meðtekið. Þegar hún spyr: “Hvernig má þetta verða?” segir erkiengillinn Gabríel: “Guði eru engir hlutir um megn”, (Lk. 1:37).
Birgir Ásgeirsson
2.4.2006
2.4.2006
Predikun
Er Ísland orðið kaldara?
Hvað er sársauki í sálu manns? Skiptir það einhverju máli fyrir samfélag okkar að þekkja og geta samsamað sig sársaukanum í sálu náungans? Það er ekki auðvelt að skilgreina það með orðum en ef til vill má segja að sársaukinn verði til í ferli þar sem manneskja reynir að komast yfir erfiða reynslu eins og sorg, slys, sjúkdóm, skilnað eða einelti svo einhver dæmi séu tekin.
Toshiki Toma
31.3.2006
31.3.2006
Pistill
„Ég er sko ekki mjög munin ...“
Lítil vinkona mín svaraði í símann, þegar ég hringdi til mömmu hennar um daginn. Mamman reyndist ekki heima, svo ég bað fyrir skilaboð til hennar. Það varð þögn á hinum enda línunnar. Eftir nokkra bið spurði ég hvort hún gæti ekki komið skilaboðum til mömmu sinnar. Trítlan svaraði að bragði; ,,Hmm, sko, ég veit það ekki, ég er sko ekki mjög munin”.
Guðný Hallgrímsdóttir
29.3.2006
29.3.2006
Pistill
Jesús í fókus á föstu
Kvikmyndir eru um margt ágengari en önnur túlkunarform og sitt sýnist hverjum þegar kemur að túlkun á frásögum guðspjallanna. Kannski er ekki tilviljun að oft þykir fólki „að bókin hafi verið betri“ þegar metið er hve vel hafi tekist til við að færa frásögur guðspjallanna upp á hvíta tjaldið.
Arnfríður Guðmundsdóttir
27.3.2006
27.3.2006
Pistill
Hveitikornið og brauð lífsins
Að vera eins og illa gerður hlutur er í málvenjunni ekki fyrst og fremst ástand eða ásigkomulag heldur tilfinning þess sem er hvorki á réttum stað né á réttri stundu.
Þetta er óþægileg tilfinning. Vísast má reikna með því að enginn sækist eftir henni. Viðbragðið er þetta: að láta fara lítið fyrir sér og reyna að láta sig hverfa sem fyrst.
Kristján Valur Ingólfsson
26.3.2006
26.3.2006
Predikun
Brauðbónus 5 + 2 = 12+
Það er hægt að horfa en sjá þó ekki. Það er hægt að lifa en þó aðeins skrimta. Það er hægt að eiga en hafa litla eða enga gleði af. Það er hægt að hafa aðgang að lífsins mestu gæðum en meta þó lítils.
Sigurður Árni Þórðarson
26.3.2006
26.3.2006
Predikun
Einstefnugata númer 56
Vissir þú til að gera kraftaverk þarf maður ekki vera sterkur. Í æsku hélt ég að maður þyrfti að vera rosalega sterkur. Þetta kom upp í hugan þegar ég rýndi í orðið – krafta-verk- það verður að segjast að orðið sem slíkt löðrar af krafti og styrk – einhverju sem alls ekki öllum er gefið að hafa þ.e.a.s. krafta. Sumum er það meðfætt að vera líkamlega sterkir og öðrum ekki. Það er eitt að vera likamlega sterk/ur og hitt að vera sterk/ur á andlega sviðinu.
Þór Hauksson
26.3.2006
26.3.2006
Predikun
Heimafengin hamingja
Flestir Íslendingar eiga eitthvert skyldmenni, sem gengur að altarinu og fermist á þessu vori. Hvað skyldi þetta unga fólk þrá mest? Hluti, umbúðir eða eitthvað annað? Eitt af verkefnum fermingarbarna í Neskirkju var að vitja innri manns og skrifa niður langanir og máttu skrifa niður allt að fimm atriði. Sitthvað kúnstugt kom fram.
Sigurður Árni Þórðarson
24.3.2006
24.3.2006
Pistill
Lúxus að vera trúaður
Svo virðist sem enginn komist í gegnum lífið án þess að fá sinn skammt af sorg, kvíða, úrræðaleysi, vonleysi og áhyggjum. Stundum geta vandamálin verið þess eðlis að þau séu fyrir löngu vaxin okkur yfir höfuð og engin leið fyrir venjulega manneskju að greiða úr þeim öllum. Hvað gerum við þá?
Elín Elísabet Jóhannsdóttir Löve
22.3.2006
22.3.2006
Pistill
Máltaka og menningarheimar
Átt þú mynd af Jesú? Þegar ég var drengur átti ég mynd sem hékk yfir rúmi mínu. Hún var af Jesú þar sem hann sat álútur að næturlagi, með hendur í skauti og bað. Í fjarska sáust ljós í gluggum. Hugljúf minning af friðsælum Jesú sem biður fyrir fólkinu heima sem sefur. Jesús vakir og biður.
Örn Bárður Jónsson
19.3.2006
19.3.2006
Predikun
Færslur samtals: 5884