Trú.is

Kross í bjarma upprisunnar

Þýski presturinn og listamaðurinn Sieger Köder er einn af þeim á þá náðargáfu að segja hið ósegjanlega með list sinni. Hann hefur gert óvenulega mynd af Kristi sem ber krossinn. Myndin var gerð fyrir fjölskylduföður sem mætti dauða sínum í trú en háði mjög langt og mjög hart dauðastríð. Listamaðurinn gerði myndina honum til huggunar og hjálpar.
Predikun

„Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra“

Við vitum öll að kross og upprisa Krists hefur ekki einungis miðlægt vægi í kristinni trú, heldur er kjarni hennar. Sá kjarni er útlagður í öllu lífi, boðun, starfi og dauða Jesú og er umfram allt opinberaður af Guði í upprisu Jesú Krist frá dauðum.
Predikun

Gangan

Það er eins og göngunni hafi aldrei lokið og við stöndum við veginn, leggjum greinar okkar á götuna og fögnum konungi lífsins. Kirkjan á ferð með fólkinu sínu ætti enn að ganga til að kalla á réttindi. mannréttindi, lausn. Þúsundir manna leita enn réttar sins og reyna að reisa sig undan drunga kúgunar og niðurbrots. Réttinda til að vera manneskjur, í ljósi elsku Guðs
Predikun

Að afklæðast fermingarkyrtlinum

Fermingarmessan var afstaðin - hópmyndatakan - og við prestarnir gengum í fararbroddi á undan björtum og myndarlegum í fyllstu orðsins merkingu fermingarbörnunum. Svona eins og þið eruð núna.
Predikun

Höfuð, fætur, hendur, hjarta - líka magi

Sagan minnir okkur á að menn geta tapað lífi ef aðstæður eru rangt metnar. Hvað verður okkur til góðs? Hvers þörfnumst við með til að lifa vel?
Predikun

Þögnin, iðrunin og fyrirgefningin

Sálin er ekki markaðstorg, hversu mjög sem reynt er þó að gera hana að einhverju þess háttar. Sál okkar er þögull garður, öruggur virkisturn, læst herbergi eða hirsla.
Predikun

Kraftaverkið og ranghverfan

Jesús horfir á þau sem hungrar í heiminum í dag og segir: Hvar eigum við að finna mat handa þessu fólki? Og við svörum: “Það er ekki hægt að deila gæðum heims þannig að allir fái.”
Predikun

Maríukvæðin mörgu

Hefurðu hugsað út í það að ef við förum yfir sögu kvenna frá morgni tímans að þá er fátt ef nokkuð í þeirri sögu sem er hulið eins mikilli þögn og jafnvel skömm og meðganga og fæðing. Þetta hlutverk kvenna frá náttúrunnar hendi hefur á tíðum verið notað til að halda þeim niðri og kúga þær og samt væri ekkert að gerast á þessari plánetu ef við fengjumst ekki til þess að sinna því
Predikun

Að fylla góðmennsku á mal sinn

Þegar ég byrjaði hugleiða texta guðspjalls þessa þriðja sunnudags í föstu þá vissi ég hreint ekki hvað ég ætti við hann að gera. Þessi orðræða sem dregur fram efaraddir þeirra sem upplifa eitthvað gott, sem glíma við að skilja og túlka framandi veruleika máttarverks.
Predikun

Verum varkár

Að fenginni reynslu þá höfum við fengið fólk inn í líf okkar sem hefur dvalið hjá okkur um stund og skilið eftir fótspor í hjörtum okkar, okkur til gagns og gæfu.
Predikun

Ljóssins megin

Þú getur ekki rofið vítahring ofbeldis með ofbeldi. Allt virðist það virka sem spírall niður á við. Það dregur úr lífsánægjunni. Í rauninni er samtími okkar töluvert upptekinn af neikvæðni. Stundum finnst mér líka tilfinnanlegur ruglingur með hugtök. Niðurrifsstarfsemi og illkvittni er stundum sögð vera gagnrýni, jafnvel heilbrigð gagnrýni.
Predikun

Hinn hæsti í hlutverki hins lægsta

Jesús þvær allt burtu. Hann þvær fætur þeirra. Ekkert orð og engin skýring fer á undan. Hann gengur til verks. Á eftir segir hann: Skiljið þið hvað ég hefi gert. Ég hef gefið ykkur eftirdæmi.
Predikun