Trú.is

I see the shine around your face

Thus we receive the glory of Jesus and act as his servants. And this happens to any of us. And at that time, we are shining, even though we don’t notice it by ourselves. This is a part of the manifestation of the kingdom of God.
Predikun

Klám

Við tökum heilshugar undir þessa bæn, bæn um endurnýjun, hreinsun, helgun. Og við biðjum þess að við mættum, hvert á okkar hátt sem einstaklingar, fjölskyldur og kristin trúfélög, standa vörð um rétt hverrar manneskju til að lifa með reisn og njóta virðingar.
Predikun

Alþjóðleg og samkirkjuleg bænavika - hugvekja

Alþjóðleg og samkirkjuleg bænavika byrjaði þennan dag 18. janúar 2018. Nokkur hvatningaorð að taka þátt í bænavikunni, íhuga efnið og biðja saman í einrúmi og saman um einingu og samstöðu.
Predikun

Upplifun kvenna og innflytjenda

Því held ég að sérhver karlmaður eigi ekki að telja sig of góða í umræðu um kynbundið ofbeldi o.fl. með því að segjast: ,,Ah, en ég er slíkur maður að ég beiti konur ekki ofbeldi eða fyrirlitningu,” heldur fremur að íhuga: ,,Gæti þetta átt við um mig? Við karlmenn þurfum að líta í eigin barm.
Pistill

Mamma veit best

Kannski var María vinkona eða systir móður brúðarinnar eða brúðgumans. Alla vega finnst henni miður þegar vínið klárast og tekur á sig ábyrgð á heiðri gestgjafanna. Og henni finnst að sonur hennar, Jesús, eigi að gera eitthvað í málinu.
Predikun

Kona segir frá

Þessum orðum er ekki ætlað að vera ritdómur um æviminningabækur Guðrúnar Láru Ásgeirsdóttur. Þetta eru fyrst og fremst þakkarorð fyrir þriggja binda frásögn sem geymir merka sögu kirkju og samfélags þar sem prestskonan er annars vegar, sögu sem ekki má gleymast.
Pistill

Himnesk jörð

Sögur Biblíunnar eru ekki ósvipaðar listaverkum sem hvetja okkur til að spyrja og leita sjálf svara. Sú leit er sístæð og það er mikilvægt að við bindum ekki enda á hana með yfirborðslegum svörum eða einhverjum sleggjudómum.
Predikun

Samtakamáttur er lykilorð í umhverfis- og jafnréttismálum

Ég og fleiri konur innan kirkjunnar getum vitnað um kynbundið ofbeldi sem við höfum ekki þorað að orða fyrr en nú þegar við vitum að margar konur hafa sömu sögu að segja. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann á hvaða sviði sem er. Loftslagsbreytingarnar eru staðreynd. Kynbundið ofbeldi er staðreynd.”
Predikun

Friður til þúfu eða þurftar

Jóh. 14.27 Náð sé með yður og friður frá Guði, föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Á alþjóðavettvangi er þess að vænta að ársins 2017 verði minnst sem óróaárs eða jafnvel óttaárs. Að vísu er það ekkert nýtt að heimsbyggðinni stafi ógn, til að mynda af samtökum sem nota trúarbrögð sem skálkaskjól fyrir ofbeldisverk, eða þá af […]
Predikun

Fern kærleikstengsl

Enn eitt árið er að kveðja, fyrir okkur sem eldri erum, eitt af mörgum í langri keðju ára sem horfin eru á braut þó að þau hafi vissulega skilið eftir sig minningar og ýmis varanleg áhrif í lífi okkar og samfélagi. Við mennirnir virðumst hafa vissa þörf fyrir að afmarka tímann, gera okkur dagamun á tímamótum þar sem við kveðjum hið liðna og horfum fram til nýs tíma.
Predikun

1918

Ætli enginn hafi velt þeirri spurningu fyrir sér hvort landið væri ekki bara fyrir norðan mörk hins byggilega heims? Var ekki tímabært að endurvekja þá spurningu sem vaknaði í lok 18. aldar eftir Móðuharðindin, hvort ekki ætti að flytja þjóðina eins og hún lagði sig á jósku heiðarnar?
Predikun

Dagur ókomins tíma

Við sem erum hér samankomin lifum í dag enn einn nýársdag. Dag sem í huga okkar er dagur upphafs og birtu, dagur ókomins tíma, dagur samveru með vinum og fjölskyldu og dagur ráðagerða og nýs lífs.
Pistill