Trú.is

Ár og tár

Ytri rammi lífsins verður að vera traustur til að smáblóm lífsins geri meira en að undirbúa dauðann. Lífið er til unaðar en ekki til dauða.
Predikun

Hugleiðingar á tímamótum

Ef þú leyfir þér að opna dyrnar og hleypa Guði inn í líf þitt, inn í hjarta þitt og hugsun, og ef þú endurspeglar líf þitt í ljósi þeirra fyrirætlana sem Guð hefur um þig en ekki í ljósi þeirra fyrirætlana sem þú hefur um Guð, þá upplifir þú nýja og vonarríka tíma á hverjum degi.
Predikun

Helgi mannlegs lífs

Þekktu sjálfan þig. Enginn gerþekkir sjálfan sig. En því betur sem við þekkjum sjálf okkur, því betur vitum við hversu lítið við vitum og skiljum, vitum hversu skammt okkar eigin geta nær, hversu mikið okkur er áfátt. Hversu mikið við þurfum að leggja á okkur til að vaxa og um leið hversu mikið við þörfnumst Guðs og náðar hans til að geta vaxið. Það að þekkja sjálfan sig er að vita, að við þörfnumst handleiðslu Guðs.
Predikun

Hingað til hefur Drottinn blessað

Við kveðjum nú ár sem hefur verið okkur Íslendingum gott og hefur lagt sitt að mörkum til þess að við megum teljast farsælasta fólk á jarðarkringlunni. Aldrei hefur hróður okkar borist eins víða né fjárafli okkar staðið fleiri fótum. Við höfum margt frumlegt byggt en jafnframt borið gæfa til þess að hyggja að mörgu fornu og gert okkur not af því einnig.
Predikun

Blaktandi tilfinningar á snúru

Við endirinn skal upphafið skoða enda er ástæða til og leyfilegt að snúa öllu við hvort heldur það eru málshættir eða annað það sem snýr að okkur á tímum sem þessum. Andvarp tímans sem við vorum farin að kynnast og kannski að sættast við er að enda komið þreytt og tilbúið að byrja upp á nýtt.
Predikun

Rannsökum breytni vora!

Vélar eru prófaðar, þar er hægt að gera kröfur og búa til reglur og staðla. Stjórnun fyrirtækja er prófuð og þar eru einnig settir fram gæðastaðlar, sem farið er eftir. En þegar kemur að breytninni, samskiftum okkar við annað fólk, tjáskiptum við okkar nánustu ástvini, við samstarfsfólk á vinnustað og almennt í þjóðfélaginu, - hvaða staðla höfum við þar? - Á hverju byggir siðferðið?
Predikun

Athvarf

Á tíma vaxandi einstaklingshyggju hljómar boðskapurinn: Þú ert ekki einn eða ein, þú ert í stóru samhengi, hlekkur í risakeðju kynslóðanna. Ofurfang alls er Guð, sem fangar alla, týndan tíma og brot fortíðar. Guð leiðréttir allt, þessi sem er athvarf frá kyni til kyns. Hugleiðing gamlárskvölds er hér á eftir og er tilbrigði við stef 90. sálmsins í Saltaranum.
Predikun

Náttúruhamfarir og nálægð Krists

Síðast þegar við komum hér saman í kirkjunni, sem var á öðrum degi jóla, höfðu hinar gífurlegu náttúruhamfarir á Indlandshafi nýlega riðið yfir, og þó á þeirri stundu væri ljóst að afleiðingarnar væru alvarlegar og víðtækar, renndi fáa í grun að svo margir hefðu týnt lífi og raun hefur orðið á.
Predikun
Predikun