Trú.is

Samþykktir Lúterska Heimssambandsins varðandi prestsvígslu kvenna

Því köllum við eftir jafnrétti og fullri þátttöku kvenna í öllum meðlimakirkjum Heimssambandsins
Pistill

Manneskjur eru ekki til sölu

Kirkjan verður að leggja sitt af mörkum til þess að gera heiminn betri. Hún verður að vinna að því að allir njóti mannlegrar virðingar og hún verður að stunda kærleiksþjónustu. Allt kristið fólk er kallað til að taka þátt í sköpun Guðs, boða réttlæti, frið og gleði.
Pistill

Boðskapur Kvennaþings Lúterska Heimssambandsins.

Boðskapur Kvennaþingsins var samþykktur af Heimsþinginu á fyrsta degi þingsins
Pistill

Safnaðarferð og messa í Reading

Þetta var góð og fróðleg ferð og mikilvægt að fara á nýjar slóðir og kynnast kirkjustarfi í öðrum löndum.
Pistill

Hraðnámskeið í bæn á almennum bænadegi

Prédikað var út frá Davíðssálmi 121: "Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni skapara himins og jarðar." Það tekur ekki langan tíma að kenna bæn en það er ævilöng þjálfun að biðja. Hvað er líkt með Guðmundi Jónssyni óperusöngvara og Salvador Sobral sigurvegara Eurovision? Hvernig er bænin og traustið til Guðs lausn á mótsögnum lífsins? Ræðan gæti kannski alveg eins heitið Út og suður eða Úti og inni.
Predikun

Kirkjan okkar – kirkja komandi kynslóða Svalbarðskirkja í 60 ár

Sérstaklega hefur mér þótt dýrmætt af öllu dýrmætu að verða vitni að jólahelgileiknum í Svalbarðskirkju í gegnum árin, sagan af Jesúbarninu flutt á hverju einasta ári af skólabörnum í u.þ.b. fjóra áratugi
Pistill

Mamma, pabbi og Eurovision

Ég held að best sé að lýsa Guði sem kærleik. Kærleik sem er skapandi afl, og birtist í rauninni alls staðar í kringum okkur og í okkur. Hann birtist í náttúrunni, í öllu sem vex og sprettur, öllu sem lifir og hrærist og er fagurt og gott. Hann birtist, hvar sem móðir eða faðir elskar barnið sitt eða börnin sín, hvar sem einhver fórnar sér fyrir vini sína, hvort sem þeir eru honum kunnugir eða ekki, hann birtist í augnaráði elskenda, og í samveru fjölskyldna, hann birtist við dánarbeð þegar ástvinur er kvaddur og hann birtist kannski ekki síst í sorginni, því að þar söknum við þess sem við elskuðum og er ekki lengur.
Predikun

Fjölbreytni og eining á heimsþingi Lúterska heimssambandsins

Styrkur Lúterska heimssambandsins liggur m.a. í nánd og sterkum tengslum við samfélög í fjölda landa en 145 lúterskar kirkjur í 98 löndum eru aðilar að sambandinu. Enda er fjölbreytnin áberandi á þessu þingi. Mikil fjölbreytni en algjör eining um að standa saman um að gera heiminn betri fyrir ALLA.
Pistill

Hraunbæjarkarlinn

Trúin er þessi innri glóð, sem hvetur þig að verki og skapar lífsins list sem er samansafn tilfinninga þinna og vitsmuna. Draumheimur svefns og vöku, morgunroðans og næturinnar, dauðans og upprisunnar, þar sem raunveruleikinn verður til.
Predikun

You only live twice

Jesus is not trying to avoid death. He dies himself, and brings more new life out of death. And this new life is the life that makes us alive as Christians today.
Predikun

Upprisan gegn hryðjuverkum

Ef hefndin og hatrið eru samofin skynseminni, þá er upprisa Jesú Krists afar óskynsamleg á mannamáli nútímans. En ekki samkvæmt viðbrögðum almennings í Svíþjóð við hryðjuverkum, þar sem fólkið tók bókstaflega höndum saman um að elska hvert annað og rækta vonina í stað þess að hata með hefndinni og heimta heilagt stríð
Predikun

Traust, von og gleði

Páskaboðskapurinn gefur okkur kraft og kjark til að vinna gegn hinu illa í öllum þess myndum. Hann sýnir okkur að böl og pína hefur ekki síðasta orðið heldur lífið og gleðin sem því fylgir.
Predikun