Lífið er helgileikur
Við höfum einmitt litið stundarkorn frá tíðindum hversdagsins, að styttu Einars Jónssonar sem einhver furðufuglinn málaði gylltum lit nú á dögunum. Í anda þess næma raunsæis sem einkennir verk listamannsins er dregin upp mynd af hlutskipti hinna jaðarsettu og brottræku úr samfélagi fólks hér forðum. Útlaginn ber látna konu sína á bakinu, með barnið í fanginu og á undan gengur hundurinn.
Skúli Sigurður Ólafsson
27.4.2024
27.4.2024
Predikun
Gefum kölska frí í kosningunum
Einhver okkar geta kosið biskup, fleiri geta kosið forseta en öll getum við kosið að vanda okkur í því hvernig við tölum um náungann, um þau sem gefa kost á sér. Öll getum við kosið að sjá að við erum greinar á sama tré, þiggjum næringu af sama stofni. Við getum öll kosið að sjá Krist í þeim sem við mætum og þeim sem við tölum við og um, í raunheimum sem í netheimum.
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
21.4.2024
21.4.2024
Predikun
Setning prestastefnu 2024
Fjöldahreyfing - sem sækir einmitt styrkinn í það að þar fara margir saman; en sá styrkur hefði aldrei orðið til ef kirkjan hefði ekki fengið það erindi sem hún er send með. Að boða Jesúm Krist, krossfestan og upprisinn.
Sveinn Valgeirsson
16.4.2024
16.4.2024
Predikun
Presta- og djáknastefna haldin í Stykkishólmi
Setningarræða
Agnes M. Sigurðardóttir
16.4.2024
16.4.2024
Pistill
Vondi hirðirinn
Vondi hirðirinn í útvarpsþáttunum vann vissulega engin fólskuverk. Eigendur hlutanna höfðu í einhverri fljótfærni losað sig við þá og voru fremur sáttir við að fá þá aftur í hendurnar. Ádeilan beinist ekki að honum sjálfum, heldur snýr vonskan í titlinum fremur að því samfélagi sem flýr ábyrgð sína og ákvarðanir.
Skúli Sigurður Ólafsson
14.4.2024
14.4.2024
Predikun
Af hverju trúir þú á Guð?
Fólk spyr oft: „Af hverju trúir þú á Guð? Af hverju trúir þú á Jesú? Svo þurfum við að réttlæta trú okkar. Ég hef fengið þessar spurningar oft og mörgum sinnum, bæði þegar ég var í guðfræði og eftir að ég vígðist til prests hér í Vík. Ég trúi vegna þess að ég er fullviss um að eitthvað stórkostlegt hafi átt sér stað fyrir um 2000 árum síðan. Ég trúi að Jesús Kristur hafi risið upp frá dauðum. Án upprisunnar værum við ekki hér saman komin. Án hennar væri engin kirkja og engin trú.
Árni Þór Þórsson
1.4.2024
1.4.2024
Predikun
Við komum saman til að fagna upprisu frelsara okkar.
Gleðilega hátíð. Við komum saman hér í Dómkirkjunni í Reykjavík á þessum páskadagsmorgni til að fagna upprisu frelsara okkar. Fagna því að dauðinn dó, en lífið lifir.
Agnes M. Sigurðardóttir
31.3.2024
31.3.2024
Predikun
Hið blíða varir lengi
,,Það bága varir oft stutta stund
en hið blíða lengi."
Skúli Sigurður Ólafsson
28.3.2024
28.3.2024
Predikun
Áhugasviðið
Öðrum megin við múrinn grær allt í garðinum, hinum megin drottnar dauðinn. Og til marks það hversu náið sambandið er þar á milli þá lærir áhorfandinn að húsfreyjan klæðist ekki aðeins flíkunum sem áður tilheyrðu hinum myrtu gyðingum. Hún nýtir öskuna af þeim sem áburð. Leikur barnanna er við nánari aðgát ekki eins saklaus og í fyrstu kann að virðast. Þau handfjalla gulltennur sem hafa ratað inn á heimilið. Eldra systkinið lokar hið yngra inni í garðhýsinu og hvæsir eins og þegar hylkin sem tæmd eru ofan í gasklefana. Og Höss, sá sem stýrir búðunum glímir við þráláta kviðverki sem kalla fram uppköst.
Skúli Sigurður Ólafsson
28.3.2024
28.3.2024
Predikun
Kumpánar
Máltíðin á að vera heilög stund, í þeirri merkingu að við tökum hana frá. Við ættum að einbeita okkur að því að verja tímanum saman við borðið, vera alvöru kumpánar, hver sem annars tengsl okkar eru. Það er eitthvað nöturlegt við þá tilhugsun að fjöldi fólks æði eftir hraðbrautinni með einhvern skyndibita og að hluti þess fólks hendi umbúðunum svo út um gluggann. Hversu kúlturlaus er hægt að vera?
Skúli Sigurður Ólafsson
28.3.2024
28.3.2024
Predikun
Páskar í háska?
Eru páskar í háska? Það held ég ekki, heldur þvert á móti. Um leið og við gefum því gaum hvernig við getum lagt okkar minnstu systkinum lið þá erum við fólk upprisunnar. Og, já þegar við fyllumst lotningu þegar páskasólin skín við okkur þá erum við fólk upprisunnar. Það getur verið í skíðabrekkum, í fallegri íslenskri sveit þar sem náttúran vaknar af vetrarblundi, í hópi ástvina á hlýrri slóðum. Og vitanlega í helgidóminum þar sem við lesum og hugleiðum söguna sem öllu breytti.
Skúli Sigurður Ólafsson
26.3.2024
26.3.2024
Pistill
Vigdís
Söngurinn sem þeir sungu í kosningasjónvarpinu er kostulegur og hefur reyndar ekki elst mjög vel. Hvað á það annars að þýða að „allir þrái“ einu konuna sem þarna býður fram krafta sína? En við getum gefið þeim orðum eðlilegri blæ og lýst því yfir að öll þráum við forystumanneskju eins og hana Vigdísi. Þar hafa frambjóðendur verðuga fyrirmynd sem við getum svo sótt lengra aftur, í sjóði frásagna ritningarinnar.
Skúli Sigurður Ólafsson
24.3.2024
24.3.2024
Predikun
Færslur samtals: 5863