Trú.is

Ástarsaga Jósefs

Allt var tilbúið. En svo kom þetta boð frá keisaranum, um skrásetninguna. María var að því komin að eiga. Hún var með bjúg og grindargliðnun og átti erfitt með að ganga langar vegalengdir. Hann hafði gert sitt til þess að létta undir með henni, þó hann gæti ekki gert allt. Hann þurfti líka að sinna sínu starfi.
Predikun

Fold og himnar, menn og englar, barn í jötu

Margslunginn og viðkvæmur er sá guðvefur lífsins sem við erum öll ofin í, menn og dýr um lög og láð, já, lífið allt. Móðir jörð er gjafmild, full af gæðum. Það er helst skortur á fólki sem sér út yfir eigin stundarhagsmuni, það er skortur á fólki sem lætur umhyggju, trú og von stýra skrefum sínum, viðbrögðum, huga og hönd.
Predikun

Flóttavegurinn

Þannig hafa hóparnir farið flóttaveginn, milljónir og aftur milljónir. Fólk á flótta. Saklaust fólk. Fórnarlömb hins illa. Til að bjarga lífi og limum, til að forða börnum sínum frá hungurdauða eða óðum morðhundum. Fólk sem hrakið er af heimilium sínum - sleppur á burt, ef til vill með með fátæklegar föggur í pokaskjatta.
Predikun

Komdu og vertu ljós mitt

Um þessar mundir eru þessi orð móður Teresu mér hugleikin. Við þekkjum vel hvernig hún tileinkaði líf sitt þjónustunni við náungann. Nánast alla sína ævi þjónaði hún þeim fátækustu þar sem neyðin er mest og sárust.
Predikun

Að springa af gleði

Meistari Marteinn Lúther komst svo að orði um fagnaðarboðskapinn: “Ef ég gæti trúað þessu þá myndi hjarta mitt springa af fögnuði og ég stæði á haus af gleði.” Honum reyndist erfitt að trúa vegna þess að boðskapur englanna er of góður til að vera sannur finnst okkur mönnum. En í því er Guð okkur algjörlega ósammála. Þetta var hans hugsun, orð og verk fyrir okkur, til þess að við öðluðumst, fengjum, gætum tileinkað okkur, gleðina: „Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós!“
Predikun

Innar og nær

Þrír vitringar tóku áskorun um að finna stað sem í hugum fólks var hellir visku og lífs. Þeir undirbjuggu sig vandlega fyrir krefjandi og erfiða ferð. Þegar þeir loks fundu hellinn sáu þeir að hans var gætt af varðmanni. Þeir fengu ekki að fara inn fyrr en þeir höfðu rætt við hann.
Predikun

Já, hjá mér er nóg pláss

Jólasagan er grunnsaga, helgisaga, með ýmsum einkennum yfirnáttúrusögu. Helgisögur á ekki að taka bókstaflega heldur alvarlega. Þær eru ekki á yfirborðinu - heldur dýptina. Þær eiga sér ábót, sem birtist þegar… Íhugun á jólanótt.
Predikun

Augnhæð

Jólaguðspjallið ber okkur áleitinn boðskap. Sjaldan áleitnari, sjaldan rómsterkari en einmitt nú í hljóðlátum vitnisburði sínum. Á óvissutímum og kvíða þurfum við virkilega að heyra og skynja og þiggja hin raunverulegu verðmæti og endurheimta hinn sanna auð, sem Guð býður okkur sem gjöf.
Predikun

Maður og kona á leið til Betlehem

Við skulum ekki láta hugfallast. Það koma tímar og koma ráð, en munum að við göngum ekki ein í gegnum dagana. Frelsarinn sem fæddist á jólanótt kom til að mæta þörfum manneskjunnar. Hann er frelsari úr nauðum, Undraráðgjafi, Guðhetja, munum það.
Predikun

Samheldni og samfélag

Þegar þú tekur ábyrgð á öðru lífi verður til samábyrgð og samheldni, sem verndar og styður og það er sú kennd, sem boðskapur jóla kallar á, það er sú kennd sem verður enn dýpri og sterkari í því samfélagi, sem Jesús Kristur hefur stofnað til og heitir kirkja, slíkt samfélag eigum við hér og nú á helgu jólakvöldi og við getum hugsað um þegar við tökumst saman á við hrun, flot og gjaldeyrissjóð.
Predikun

Hvor frelsar í dag, mammon eða Jesús?

Á tímabili vorum við í frjálsu falli. Þá leið okkur afar illa. Þá virtist enginn mannlegur máttur geta hjálpað. Þá urðum við að treysta á Guð opinberlega og í leyndum. Þá kom vel í ljós að það sem átti að hafa vald og geta ráðið mestu, peningarnir, urðu verðlausir og ónýtir á svipstundu. Keisari heimsbyggðarinnar, fjármálavélin, mammon, hökti og hikstaði, ekki aðeins hér á landi heldur um víða veröld.
Predikun

Verum!

Þau voru kölluð til skrásetningar, til að fá kennitölu þess tíma, svo hægt væri að leggja á þau skatta. Fátækt fólk sem kallað var til að bera byrðar samfélagsins, greiða keisaranum skatt svo hægt væri að halda uppi innviðum samfélagsins, yfirbyggingu, skrauti og skarti ...
Predikun