Trú.is

Trú og tónlist

Af öllum listgreinunum er tónlistin óhlutbundnasta og fjölbreyttasta listformið. Það kemur vel fram ef við hugum bara að helstu gerðum tónlistar eins og kammertónlist, óperum, mörsum, dægurlagatónlist, jassi, poppi, klassík, rokki, blús, kirkjutónlist o.s.frv. Og við bætast svo ótal stefnur og straumar innan hvers flokks...
Pistill

Boðin og búin með Ban Ki-moon gegn Trumpi allra Hitlera

„Komið, öll sem þyrst eruð, komið til vatnsins.“ Þegar Jesaja spámaður talar þannig er gaman að vera í Eyrarbakkakirkju og horfa upp til myndarinnar hér eftir Louise drottningu okkar sem þá var og sjá annað sjónarhorn á það að þiggja vatnssopa...
Predikun

Pólitískt brúðkaup...

Úff! Þetta er nú meiri textinn! Þetta er með því ofbeldisfyllra sem Jesús segir, og ef Guð er svona eins og konungurinn í sögunni, viljum við þá trúa á þannig Guð? Er Guð virkilega bara eins og einhver fornkóngur í mið-austurlöndum, sem refsar þegnum sínum með harðri hendi fyrir mótþróa? Hvað er það annars með þessa tilhneigingu að samsama Guð alltaf við valdamesta karlinn í dæmisögum Jesú? Getum við kannski lesið þessa sögu öðruvísi? Er Guð kannski einhvers staðar annars staðar í sögunni?
Predikun

Þegar enginn mætir

Ég sat þarna og beið, og ekkert varð úr messuhaldi. Það var ekki annað að gera en að slökkva á kertum og ganga frá eftir sig, læsa svo kyrfilega dyrunum og keyra í burtu, daufur í dálkinn.
Predikun

Grace in paradox

So when the church tries to support the refugees, indeed it could be that the refugees are supporting the church. This is also a paradox of Jesus, grace in paradox.
Predikun

Hvaðan kemur mönnum vit?

Hlutverk kirkjueignanefndar var að kanna hverjar kirkjueignir væru og hefðu verið frá 1550, gefa álit um rjettarstöðu þeirra eigna og gera grein fyrir hvernig ráðstöfun á þeim hefði verið háttað. Eftirfarandi eru helztu niðurstöður skýrslunnar, sem vitnað er til í greinargerð Pírata...
Pistill

Gott er að þurfa ekki að vita

Píratar hafa lagt til lagafrumvarp á Alþingi um að afnema 5. grein laga um Kristnisjóð, ákvæðið sem tryggt hefur sóknum Þjóðkirkjunnar “ókeypis lóðir undir kirkjur “sínar og safnaðarheimili í þjettbýli. Þar sem einungis er talað um kirkjur í ákvæðinu gildi ekki um þetta atriði ákvæði stjórnarskrár um stuðning við Þjóðkirkjuna...
Pistill

Orðasóðar og frelsið

Guðlast er það að virða ekki hinn elskandi, leysandi og styðjandi Guð. Að Guð elskunnar sé ekki elskaður.
Predikun

Umsóknir og ofsóknir

Fyrr í sumar kom upp umræða um hvers vegna fólk snýst til kristni eftir að það flytur til Íslands eða annars lands þar sem það leitar hælis. Jafnvel var gefið var í skyn að í flestum tilfellum væri um að ræða blekkingu til að eiga meiri möguleika á að fá landvistarleyfi....
Pistill

Leikreglur á völlunum

Þó eiga boðorðin tíu margt sameiginlegt með leikreglum á völlunum við Melaskólann. Þau byggja á þeirri sýn að frelsi er er ekki það sama og hömluleysi.
Predikun

Við erum líkamar

Þegar öllu er á botninn hvolft höfum við ekkert annað en einmitt líkamann okkar til þess að geta elskað Guð og náungann.
Predikun

Að sjá okkar eigin ljós

Við sjáum sjaldnast það sem er að gerast hér og nú, í miðjum vanmætti og ótta. Fólk sem er heiðarlega að basla við það að vera manneskja í dag, en myrkrið er bara of mikið og þess vegna er betra að draga sig í hlé frá öllu, beygja sig í álúta stöðu en að mæta varnarleysinu með tvær hendur tómar.
Predikun