Trú.is

Óskirnar

Alls staðar þar sem hetjuhugur, fórnarlund og mannkærleikur eru að verki, þá er verið að framkvæma óskir þessa barns sem fæddist í jötunni og átt hefur fylgjendur og aðdáendur á jörðunni í 2000 ár.
Predikun

Friður á jörðu

Jólin bera manninum vitni um það hvernig hann getur verið, þau sýna okkur hvað getur orðið þegar maður og Guð mætast og þegar við leyfum Guði að ráða för hjarta okkar. Það er erindi jólanna, boðskapur þeirra í sinni tærustu mynd, boðskapur um frið og kærleika milli manns og Guðs og manna á meðal. Og ef þetta erindi nær til þín, þá getur hið ómögulega gerst, rétt eins og á stríðsvöllum fyrri heimstyrjaldarinnar á aðfangadegi árið 1914.
Predikun

Jólagjöfin

Jólagjöfin sem Guð gefur, frelsarinn Kristur, Drottinn, er gjöf sem ekki verður frá þér tekin. Það er návist sem aldrei bregst. Í þeirri návist, umhyggju og ást eru þau sem við elskum, og eru hér hjá okkur nú, eða horfin inn í jólagleðina eilífu í birtunni hans, sem engan skugga ber á. Og sorgin og sársaukinn yfir brostnum vonum, svikum, sárindum og beiskju, vill hann líka umlykja friði sínum og fyrirgefningu. Reynum líka að koma auga á það.
Predikun

Löngu liðinn atburður sem er enn að gerast!

Enn er þörf fyrir boðskap barnsins frá Betlehem og börn samtímans þarfnast elsku okkar sem nærist af elsku Jesú Krists. Það erum blikur í á lofti í samtímanum. Börnin okkar eru að mörgu leyti berskjölduð fyrir andelgum hroða og eitri sem ausið er yfir þau af markaðsöflum sem hafa fá eða engin siðferðisviðmið. Og fjölmiðlarnir, svo góðir og nytsamir sem þeir annars eru, eru burðardýr.
Predikun

Fjölskylda

Jólin boða okkur trú. Trú á að allt sé í hendi Guðs, stórt og smátt. Litla jólabarnið óx úr grasi sjálfu sér og öðrum til gleði, gaf tilverunni allt sitt fegursta en var líflátinn af vonskunni og endaði dag sinn einn og yfirgefinn á krossinum. En svo reis hann upp frá dauðum og leiddi í ljós líf og ódauðleika. Guð yfirgaf hann ekki og hann yfirgefur okkur ekki heldur.
Predikun

Veruleiki himnanna

"En það bar til um þessar mundir". Með þessum orðum erum við leidd út úr hversdagslegum veruleika okkar og inn í annan veruleika. Veruleika, þar sem himnarnir standa opnir. Veruleika, þar sem tíminn hættir að vera til. Veruleika þar sem kraftaverkin gerast. Veruleika, þar sem allt það, sem okkur veittist svo erfitt að skilja, fær tilgang, innihald og merkingu.
Predikun

Veröldin og börnin

Maður og náttúra tengjast órjúfanlegum böndum. Ég veit að náttúran skartaði sínu fegursta á Betlehemsvöllum þegar Guð kom til okkar sem lítið barn. Í varnarleysi lítils barns og vanmætti. Inn í þær aðstæður sendi Guð son sinn. Í því felst mikið traust og mikill kærleikur. Vanmátturinn og varnarleysið gerir ábyrgð okkar enn skýrari.
Predikun

Þér, Guð, sé lof fyrir gleðileg jól

Já, Guði sé lof fyrir gleðileg jól! Þetta er svo satt sem jólasálmurinn segir um sól lífsins sem ljómar í myrkrinu. Myrkrið er margskonar. En birtan á sér eina og sömu uppsprettu. Jólin benda á hana. Gegn skammdegismyrkri lýsa jólaljós. Inn í sorta jólasorgar og saknaðar berast orð huggunar og vonar, í myrkrum ljómar lífsins sól.
Predikun

Heilög jól

Við getum ekki kallað fram jólin heldur koma þau til okkar. Gleðin sem jólin vekur með okkur, sá friður og sú blessun, sem er sest að í hjarta okkar núna er djúpstæðari en allt það sem við getum sjálf veitt okkur í kvöld eða á nokkrum öðrum tíma. Það kemur annars staðar frá.
Predikun

Er rangt að skipta byrðunum aðeins jafnar?

Lærum það að öll erum við jöfn, öll megum við leggja okkar lóð á vogaskálarnar, öll megum við láta til okkar taka. Við erum öll meðábyrg um líðan hvers annars. Á meðan að velferð mín og neysla veldur öðrum fátækt eða ýtir undir ófrið, get ég ekki verið réttlátur eða heill. Ég verð ekki heill fyrr en að friðurinn, sem ég lifi við sé til handa bróður mínum og systur hin megin á hnettinum ... eða hinu megin við götuna sem ég bý við.
Predikun

Verndum bernskuna

Það eru mörg börn, hér heima og um allan heim, sem búa við báðar þessar aðstæður, von og vonleysi. Bernskan er viðkvæmt æviskeið, bernskan er mótunartími, þar byrjar sjálfsmyndin að mótast og lengi býr að fyrstu gerð. Það er hlutverk okkar að hlúa að bernskunni, búa þannig að henni að öll börn fái notið kærleika og virðingar því þar er uppspretta vonarinnar.
Predikun

Höfum jól allt árið

Ég er með tillögu, dálítið djarfa tillögu! Og hún er þessi: Höfum jól allt árið. Kristur er hérna hvort sem er, með okkur alla daga. Hann stígur út úr jólamyndinni inn í heiminn okkar. Svo elskaði Guð heiminn að hann sendi Krist til að vera hér. Það sem vantar á stöðug jól er það að við þurfum að hafa opið fyrir honum, fyrir trúnni, voninni, kærleikanum.
Predikun