Trú.is

Játningar

Játningin greiðir úr tilfinningaflækjum og gerir okkur kleift að hefja nýtt upphaf.
Predikun

Praesens historicum

Stærsta sagan sem er til er saga Guðs. Hún er erkisaga - lykilsaga. Trúmenn sjá í þeirri sögu túlkun á eigin smásögu. Hver ertu? Aðeins fortíðarsnauð nútíð - eða nútíð sem sagan litar og er til framtíðar? Jesús Kristur er í sögu, en er einnig söguleg samtíð og á erindi við þína sögu - við þig. Þess vegna er praesens historicum við og í Hallgrímskirkju - öllum kirkjum - ekki dautt grjót heldur erindi um líf og fögnuð.
Pistill

Fegurðin æðsta, list og trú

Ræðan var flutt við barokkmessu 17. október 2015 sem var á vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar. Nemendur fluttu þar verk frá Barokktímanum og sungu. Ræðan er hér nokkuð aukinn og andar af hugðarefni mínu þennan októbermánuð um trú og list. Því miður heyrir þú ekki tónlistina lesandi góður en nokkrar myndir getur þú skoðað þar sem eru steindu gluggar Akureyrarkirkju þar sem messan var í viðeigandi umgjörð. Ég valdi að mér fannst viðeigandi texta og lagði út frá þeim: Lexía – Sálm. 146, pistill – Róm. 12, 1-2, 
guðspjall – Lúk. 2, 29-32.
Predikun

Um bókina Kveikjur

Nafnið Kveikjur vísar í markmið höfundar um notagildi þessara sagna til að kveikja hjá okkur hugrenningartengsl. Umfjöllunarefnin eru margvísleg. Má þar nefna fátækt, ofbeldi í ýmsum myndum, einsemd, siðferðisleg álitamál, tilvistar-og tilgangsspurningar, sorgina, gleðina, kærleikann, samskipti fólks og á milli kynslóða, tímann og endalokin.
Pistill

Þjóðkirkjan, hvar er hún stödd?

Þjóðkirkjan hefur alla kosti og burði til þess að ná vel til almennings. Boðskapur kirkjunnar á ekki síður erindi nú en áður ekki síst þegar tekið er tillit til þess fjölmenningarlega samfélags sem nú er í mótun. Þjóðkirkjan gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki og er opin öllum almenningi.
Pistill

Kraftaverk á hverju ári

Haldi því einhver fram að kirkja Krists sé úreld og eigi ekki erindi við framtíðarkynslóð þessa lands, skora ég á hann að kynna sér og koma á Landsmót ÆSKÞ. Framtíðin er björt og fagnaðarerindið lifir í hjörtum þeirra sem gefa sig að þeim boðskap að Guðs er til staðar fyrir þig, hverjar sem aðstæður þínar eru eða heilsa.
Predikun

75 ára afmæli Hallgrímssafnaðar

Þegar ég stend hér nú á merkum tímamótum í sögu Hallgrímssafnaðar er mér efst í huga þakklæti fyrir þau ár sem ég átti hér, já frá barnæsku og svo um næstum aldarfjórðung sem prestur. Þar naut ég þess að skera upp það sem aðrir sáðu til og erfiðis hinna ótal, ótal mörgu. Guð launi það og blessi.
Predikun

Baráttan um vatnið - djáknaþjónustan í kirkjunni

Kærleiksþjónusta djákna og annarra getur verið aflið sem hrærir í lífsvatni kirkjunnar þar sem áhrif og ávextir verkanna vekja von og byggja samfélag fólks. Kirkjan á erindi og fólkið sem sinnir því í hennar nafni leggur sig fram af bestu getu til að sinna því vel.
Pistill

100 djáknar?

Ef viljinn væri fyrir hendi ætti þriðja hver sókn að geta verið með djákna í 50 til 100% starfi. Er það draumur, falleg hugsun eða markmið? Hvað finnst þér?
Pistill

Djáknaþjónustan – Eitt í Kristi

Ég skil djáknaþjónustuna ekki sem þjónustu fyrir aðra, heldur í félagi við aðra: Við tökum höndum saman, svo bæði geti gengið. Díakonían snýst um samfélag jafningja, samfélag fólks sem er eitt í Kristi. Þar sem slík hugsun fær að ríkja vex hin kristna kirkja.
Pistill

Liverpool, Klopp og lífsviskan

Hvað kemur knattspyrna og Klopp kirkju við? En af hverju þessar íþróttafréttir í messu? Er fótboltaguðinn sinnar eigin tegundar og ótengdur kristni?
Predikun

Biblía flóttafólksins

Ef flóttafólk eru jaðarhópur samfélagsins á okkar tímum, þá getum við líka sagt að Biblían sé rit um jaðarhópa hvers tíma. Taktu eftir því hvað oft hópar eins og útlendingar, fatlaðir, sjúkir, skækjur, óhreinir, eru nefnd til sögunnar, ekki síst til að varpa ljósi á hvers eðlis samfélagið er.
Predikun