Helgisiðir aðventunnar
Er ekki vert að skoða þetta allt nánar? Finnum fyrst nýja texta sem túlka betur eftirvæntinguna. Af nógu er að taka í guðspjöllunum og þá ekki síður í gamlatestamentinu. Þar eru fyrirheitin í bragðmiklum textum spámannanna. Það er afar góður undirbúningur fyrir jólin að lesa þá og ekki síður vegna þess að þeir færa okkur svo vel heim sanninn um að koma Krists í heim var vel undirbúin og þáttur í ráðsályktun Guðs um endurlausn mannsins og endursköpun alls lífsins á jörðunni.
Jakob Ágúst Hjálmarsson
18.11.2015
18.11.2015
Pistill
Hvað á að aðskilja?
Krafan um aðskilnað ríkis og kirkju er því aumkunarverð tímaskekkja og kæfir alla skynsamlega umræðu um skipan trúmála í landinu.
Gunnlaugur S Stefánsson
17.11.2015
17.11.2015
Pistill
Aldrei aftur París
Við þurfum hugrekki til að ræða trú og sið, menningu og ómenningu opinskátt og í almannarými samfélagsins. Við þurfum að ræða málin í skólum, fjölmiðlum, samfélagsmiðlunum og í almenningnum. Við megum gjarnan vera eins og Jesús Kristur og horfa á alla með augum ástarinnar, með hlýju en fullkomnu raunsæi og einbeittri skynsemi.
Sigurður Árni Þórðarson
16.11.2015
16.11.2015
Predikun
Að reiðast rétt
Við skulum með sama hætti ganga fram í bæn og góðu fordæmi fyrir bættum heimi. Við skulum leita réttlætis og verja samfélag okkar fyrir ódæðisfólki. Og munum það í þeirri sístæðu viðleitni okkar, að allar góðar dáðir hefjast á sama stað: Í hjarta hvers og eins okkar. Þar sem við þeytumst um í endaleysum tíma og rúms býr engu að síður í okkur það afl sem kærleikurinn er. Vel má vera að hann eigi sér enga hliðstæðu í öllum alheiminum.
Skúli Sigurður Ólafsson
15.11.2015
15.11.2015
Predikun
Að endurnýja traustið
Við horfum fram til þess tíma þegar „öll jörðin nýtur hvíldar og friðar, fagnaðaróp kveða við“ svo að enn sé vitnað í Jesaja (14.7). Sá tími er augljóslega ekki runninn upp. Hryðjuverkin í Beirút á fimmtudag og í París á föstudagskvöld eru hræðileg áminning um það. Við finnum til og neyðumst til að horfast í augu við hvað jarðneskur veruleiki, lífið okkar hér og nú, er viðkvæmt.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
15.11.2015
15.11.2015
Predikun
Self-contradiction, dilemma and prayer
In that reality, a prayer is like a GPS navigator for us. It helps us to confirm where we stand now, what direction we want to go, what direction we have to avoid.
Toshiki Toma
8.11.2015
8.11.2015
Predikun
Þitt framlag skiptir máli
„Það er lærdómsríkt að sjá að svo margt annað en peningar geta skilað okkur aftur ríkidæmi, bæði fjármagni og öðru eins og velvild, virðingu, traust o.s.frv. Hvað átt þú verðmætt í þínum fórum? Við þurfum að spyrja okkur öll að þessu; og munum að ekkjan virtist ekki gera sér grein fyrir því sem hún bjó yfir.
Í „krukku“ þinni getur verið viðmót sem lyftir upp huga vinar í þunglyndi. Það er dýrmætt.
Í krúsinni þinni getur verið vinnan sem kennir barninu sem fær Nóbelsverðlaunin að lesa, hvað vitum við um það?
Í „krukku“ þinni er kannski viskan og tíminn sem gefur barnabarni stuðning og skjól.“
Bára Friðriksdóttir
8.11.2015
8.11.2015
Predikun
Hversdagsleiki illskunnar og einelti
Krafa Jesú um starf í þágu þeirra sem standa á jarðinum brennur á okkur sem viljum fylgja honum og samfélag okkar þarf sárlega að heyra af þeim fagnaðarboðskap. Í dag munu kirkjur landsins sameinast í bæn í samstöðu með þeim sem sæta ofbeldi og mæta einelti og baráttu gegn þeirri ofbeldismenningu sem fylgt hefur samfélagi okkar frá því fyrir daga Jesú.
Sigurvin Lárus Jónsson
8.11.2015
8.11.2015
Predikun
,,Farið því...," segir hann.
Að kirkjan gleymi ekki þessari köllun og að henni sé sinnt af einlægu hjarta. Hjarta sem Guð faðir, sonur og heilagur andi hefur fengið að snerta og tala til. Hjarta sem Guð fær að knýja áfram til að bera sér vitni í orði og verki á svo margvíslegan hátt í heimi örra breytinga.
Ragnar Gunnarsson
8.11.2015
8.11.2015
Predikun
Guð er þar
En samt er hún svo krefjandi vonin um hið fagra, góða og fullkomna í nánd, þar sem innsta þrá er friður, bænin sem beinist upp í himininn hjá Guði og fann sér áþreifanlegan stað í heilögu altari á jörðinni
Gunnlaugur S Stefánsson
5.11.2015
5.11.2015
Predikun
Konur og kristniboð
„Konurnar stíga fram af virðingu, ekki sem fórnarlömb. Þær segja frá reynslu sinni og sögu á yfirvegaðan hátt, án þess að hafa alltaf lausnina. En það breytir miklu að geta tjáð sig á þennan hátt um það sem hefur heft þær.“ Kristniboðið hefur breytt mörgu fyrir fjölmargar konur – og gerir það enn.
Ragnar Gunnarsson
5.11.2015
5.11.2015
Pistill
Saga Von - #viðþegjumekkiyfirheimilisofbeldi
Hvernig stendur á því að saga sem endar jafn hörmulega, og saga Sögu Vonar, fær að vera með í Biblíunni? Kannski er hún með þar sem hún á yfirborðinu fjallar um pólitík þar sem ættkvíslir Ísraels berjast fyrir tilvist sinni. Kannski er hún með vegna þess að sagan er ekkert einsdæmi og á sér stað á hverjum degi um allan heim. Á síðustu 12 árum hafa t.d. í það minnsta 11 konur dáið vegna heimilisofbeldis á hinu friðsama Íslandi.

Guðrún Karls Helgudóttir
1.11.2015
1.11.2015
Predikun
Færslur samtals: 5859