Trú.is

10 ára afmæli Alþjóðlega safnaðarins (10th Anniversary of the International Congregation)

Ég trúi því að Guð sé almáttugur, alvitur og fullur af kærleika, en ég trúi því líka að Drottinn hafi húmor. Því á þessum sunnudegi, af öllum sunnudögum, ákveður Guð að kenna okkur auðmýkt. Allir ritningarlestrar dagsins leggja áherslu á auðmýkt og fordæma hroka eða stolt. Höfundur Orðskviðanna varar við stolti og segir að það geti orðið okkur að falli. Páll hvetur söfnuðinn í Efesus til að vera algerlega auðmjúkur. Loks segir Jesús í Lúkasarguðspjalli að sá sem upphefur sjálfan sig verði auðmýktur.
Predikun

Þegar kvíði skellur á (When Anxiety Strikes)

Kvíði er raunveruleg ógn við geðheilsu okkar. Þegar hann vex og tekur of mikið pláss í huga okkar og hjörtum getum við ekki fundið frið innra með okkur. Án friðar getum við ekki hvílst og upplifum svefnlausar nætur. Svefnleysi setur allt annað í lífi okkar í hættu þar sem við erum ólíklegri til að hugsa um okkur sjálf. Við erum líklegri til að sækjast í auðveldar lausnir sem endast ekki.
Predikun

Að vera rödd hinna raddlausu (Voice for the Voiceless)

Hvernig lifir maður án þess að heyra og tala? Eyrun og munnurinn eru bæði verkfæri sem eru lífsnauðsynleg fyrir samskipti, til að tilheyra samfélagi. En þessi maður var ósýnilegur í samfélaginu og tilheyrði engum.
Predikun

Mótuð af skorti og háska

Þannig getum við séð kraftaverkafrásögn Markúsar í öðru ljósi. Hún talar inn í aðstæður sem allt lífríkið þekkir og hefur mótað það fólk sem við erum, þótt aðstæður okkar séu blessunarlega betri en nokkurn tímann fyrr. Og hún mætir þeirri vitund að eitthvað annað búi að baki heiminum en takmörkuð skynjun okkar og rökhugsun leyfir. Já, ef við föllumst á þær forsendur þá er hún tímalaus og sígild. Hún á ekki síður erindi við fólk allsnægta en hin sem þekktu skortinn af eigin raun.
Predikun

Þið fáið þetta bara í hnakkann, strákar

Það er einmitt það sem Jesús segir hér við viðmælendur sína og lærisveina, með orðum gamla þjálfara míns: „Þið fáið það bara í hnakkann, strákar, ef þið eruð dómhörð í annarra garð.“
Predikun

Ert þú bænasvar?

Því við erum öll samtengd – og oftar en ekki erum við bænasvar Guðs inn í aðstæður annarra. Hversu oft hef ég ekki misst af því að gera öðrum gott, eitthvað sem ég hefði haft tök á að gera, en skorti hugrekki eða hugmyndaflug eða tíma? Við þörfnumst hvers annars. Við getum verið samferðafólki okkar bænasvar Guðs.
Predikun

Ljósastikan

Við getum lagt okkur fram um að auka á ljósmagnið með bænum okkar, til að myrkrið hopi
Pistill

Heimur skorts eða gnægða

Hin kristna sýn á heiminn er sú að heimurinn sé góð sköpun kærleiksríks Guðs, sem elskar alla menn. Á þeim grunni eru allir menn elskaðir og jafnir. Á þeim grunni ber okkur að lifa. Á þeim grunni ber okkur að lifa, svo aðrir fái einnig að lifa.
Pistill

Samfylgd á jörðu sem og á himni

Jesús býður okkur samfylgd í gegnum allt hið þekkta, þ.e. það sem mætir okkur hér á jörðinni, en einnig í gegnum allt hið óþekkta, þess sem er handan mannlegrar reynslu, reynslu sem bíður okkur hugsanlega síðar. Þangað liggur einnig leið Jesú og hann býður okkur að slást með í för. Og með Jesú í för, þá þurfum við ekki að óttast, ekki heldur hið óþekkta.
Predikun

Vonarrík framtíð

Heimurinn birtir okkur stundum andhverfu þessa. Ófriður er tíður, atburðir verða sem vekja okkur ótta og jafnvel viðbjóð, þar sem mannleg illska virðist svo botnlaus, börn eru drepin og fólki vísvitandi stefnt í hættu á hungurmorði. Kannski er það þess vegna sem textar Biblíunnar miðla von.
Predikun

Talnalásinn, 17 - 4 - 22

Það þýddi ekki að reyna neitt annað, ef ég vildi komast í gögnin, upplýsingarnar, bækurnar og þekkinguna, þá var það þessi talnaruna, sem þurfti til að skápurinn opnaðist.
Predikun

Kraftaverk trúarinnar

Þess háttar kraftaverk er ekki hægt að hlutgera í heiminum þannig að heimspekingar geti notað það sem grundvöll rökræðu eða vísindamenn grandskoðað það, öðru nær, kraftaverkið breytir því hvernig við sjáum alla hluti í heiminum.
Predikun