Að vera rödd hinna raddlausu (Voice for the voiceless)
Hvernig lifir maður án þess að heyra og tala? Eyrun og munnurinn eru bæði verkfæri sem eru lífsnauðsynleg fyrir samskipti, til að tilheyra samfélagi. En þessi maður var ósýnilegur í samfélaginu og tilheyrði engum.
Árni Þór Þórsson
9.9.2025
9.9.2025
Predikun
Mótuð af skorti og háska
Þannig getum við séð kraftaverkafrásögn Markúsar í öðru ljósi. Hún talar inn í aðstæður sem allt lífríkið þekkir og hefur mótað það fólk sem við erum, þótt aðstæður okkar séu blessunarlega betri en nokkurn tímann fyrr. Og hún mætir þeirri vitund að eitthvað annað búi að baki heiminum en takmörkuð skynjun okkar og rökhugsun leyfir. Já, ef við föllumst á þær forsendur þá er hún tímalaus og sígild. Hún á ekki síður erindi við fólk allsnægta en hin sem þekktu skortinn af eigin raun.
Skúli Sigurður Ólafsson
1.8.2025
1.8.2025
Predikun
Þið fáið þetta bara í hnakkann, strákar
Það er einmitt það sem Jesús segir hér við viðmælendur sína og lærisveina, með orðum gamla þjálfara míns: „Þið fáið það bara í hnakkann, strákar, ef þið eruð dómhörð í annarra garð.“
Þorvaldur Víðisson
13.7.2025
13.7.2025
Predikun
Ert þú bænasvar?
Því við erum öll samtengd – og oftar en ekki erum við bænasvar Guðs inn í aðstæður annarra. Hversu oft hef ég ekki misst af því að gera öðrum gott, eitthvað sem ég hefði haft tök á að gera, en skorti hugrekki eða hugmyndaflug eða tíma? Við þörfnumst hvers annars. Við getum verið samferðafólki okkar bænasvar Guðs.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
17.6.2025
17.6.2025
Predikun
Ljósastikan
Við getum lagt okkur fram um að auka á ljósmagnið með bænum okkar, til að myrkrið hopi
Þorvaldur Víðisson
7.6.2025
7.6.2025
Pistill
Heimur skorts eða gnægða
Hin kristna sýn á heiminn er sú að heimurinn sé góð sköpun kærleiksríks Guðs, sem elskar alla menn. Á þeim grunni eru allir menn elskaðir og jafnir. Á þeim grunni ber okkur að lifa. Á þeim grunni ber okkur að lifa, svo aðrir fái einnig að lifa.
Þorvaldur Víðisson
18.5.2025
18.5.2025
Pistill
Samfylgd á jörðu sem og á himni
Jesús býður okkur samfylgd í gegnum allt hið þekkta, þ.e. það sem mætir okkur hér á jörðinni, en einnig í gegnum allt hið óþekkta, þess sem er handan mannlegrar reynslu, reynslu sem bíður okkur hugsanlega síðar. Þangað liggur einnig leið Jesú og hann býður okkur að slást með í för. Og með Jesú í för, þá þurfum við ekki að óttast, ekki heldur hið óþekkta.
Þorvaldur Víðisson
29.5.2025
29.5.2025
Predikun
Vonarrík framtíð
Heimurinn birtir okkur stundum andhverfu þessa. Ófriður er tíður, atburðir verða sem vekja okkur ótta og jafnvel viðbjóð, þar sem mannleg illska virðist svo botnlaus, börn eru drepin og fólki vísvitandi stefnt í hættu á hungurmorði. Kannski er það þess vegna sem textar Biblíunnar miðla von.
Þorvaldur Víðisson
25.5.2025
25.5.2025
Predikun
Talnalásinn, 17 - 4 - 22
Það þýddi ekki að reyna neitt annað, ef ég vildi komast í gögnin, upplýsingarnar, bækurnar og þekkinguna, þá var það þessi talnaruna, sem þurfti til að skápurinn opnaðist.
Þorvaldur Víðisson
11.5.2025
11.5.2025
Predikun
Kraftaverk trúarinnar
Þess háttar kraftaverk er ekki hægt að hlutgera í heiminum þannig að heimspekingar geti notað það sem grundvöll rökræðu eða vísindamenn grandskoðað það, öðru nær, kraftaverkið breytir því hvernig við sjáum alla hluti í heiminum.
Þorvaldur Víðisson
2.2.2025
2.2.2025
Predikun
Kærleikurinn stuðar
Þegar Jesús talar til okkar að þá snertir hann gjarnan innsta kjarnann sem í okkur býr. Hann stuðar okkur oft með orðum sínum og hann ætlast til mikils af okkur. Jesús biður okkur um að elska óvini okkar, þá sem ofsækja okkur og vilja okkur illt. Við eigum að biðja fyrir öllum, réttlátum sem og ranglátum. Við eigum að vera miskunnsöm eins og Guð er miskunnsamur. Við erum kölluð til að vera hjartahreinir friðflytjendur og þannig sýna heiminum, að það eina sem stuðar syndina og illskuna er kærleikur Guðs í Jesú Kristi.
Árni Þór Þórsson
27.1.2025
27.1.2025
Pistill
Þér eruð meira virði en margir spörvar
Einn er sá farvegur miðlunar sem er kannski sá flóknasti, þ.e. hvernig við komum fram í okkar hversdagslífi. Það er auðvelt að tala um kærleika, frið og mildi, en kannski erfiðara að lifa þannig að kærleikur, friður og mildi sé einkenni á framgangi okkar í hversdagslífinu, úti í búð, í umferðinni, vinnu, skóla og fjölskyldulífi. Þar reynir kannski mest á, og sérstaklega þegar áskoranir lífsins sækja okkur heim. En þá er það einmitt þessi boðskapur sem Jesús miðlar okkur í dag, sem getur skipt miklu máli: Óttist ekki, þið eruð meira virði en margir spörvar.
Þorvaldur Víðisson
17.11.2024
17.11.2024
Predikun
Færslur samtals: 73