Er hin kristna fyrirgefning óraunhæf í mannlegu samfélagi?
Hin kristna fyrirgefning virðist því koma á undan því skrefi að misgjörðarmennirnir taki ábyrgð á gjörðum sínum. Þ.e. Jesús biður Guð að fyrirgefa þeim, þótt þeir viti ekki hvað þeir hafi gert rangt. Skömmin þarf vitanlega að búa á réttum stað og ljóst hver er gerandinn og hver er þolandinn.
Þorvaldur Víðisson
14.7.2024
14.7.2024
Predikun
Trúin er ávallt leitandi
Við finnum það á svona textum hve rangt það er þegar manneskjan setur sig á háan hest á grundvelli trúar sinnar. Einkenni trúarinnar hjá hinum nýja manni, ef við vísum í orðalag postulans, þá er hún ávallt leitandi, auðmjúk, mild, gæskurík og þjónandi.
Þorvaldur Víðisson
12.5.2024
12.5.2024
Predikun
Af hverju trúir þú á Guð?
Fólk spyr oft: „Af hverju trúir þú á Guð? Af hverju trúir þú á Jesú? Svo þurfum við að réttlæta trú okkar. Ég hef fengið þessar spurningar oft og mörgum sinnum, bæði þegar ég var í guðfræði og eftir að ég vígðist til prests hér í Vík. Ég trúi vegna þess að ég er fullviss um að eitthvað stórkostlegt hafi átt sér stað fyrir um 2000 árum síðan. Ég trúi að Jesús Kristur hafi risið upp frá dauðum. Án upprisunnar værum við ekki hér saman komin. Án hennar væri engin kirkja og engin trú.
Árni Þór Þórsson
1.4.2024
1.4.2024
Predikun
Stundum er bænin eina leiðin
Þetta gætu verið skilaboð frá Lýðheilsustöð eða Landlækni, skilaboð frá skólayfirvöldum eða skátunum. Biblían er uppfull af slíkum hvatningarorðum, sístæðum sannleika um það sem mikilvægt er í mannlífinu, mikilvægt er fyrir mann og heim.
Þorvaldur Víðisson
25.2.2024
25.2.2024
Predikun
Er okkur eitthvað heilagt?
Og jú, vissulega á hið heilaga undir högg að sækja á þessum tímum sem mörgum öðrum. En boðskapur helginnar gegnsýrir engu að síður menningu okkar. Hann sækjum við í Biblíuna. Þaðan kemur sú vitund þegar við finnum til með þeim sem eiga erfitt, reynum að setja okkur í spor fólks sem er á flótta, horfir á sína nánustu deyja í sprengjuregni eða eigur sínar liðast í sundur í náttúruhamförum.
Skúli Sigurður Ólafsson
21.1.2024
21.1.2024
Predikun
Hinir djúpu og himnesku glitþræðir
Glitþræðirnir ljóma þegar kærleikurinn er ræktaður og tengslin sem gera lífið fagurt, þegar við hlúum hvert að öðru, gefum öðrum gaum, gefum af okkur, ekki bara eitthvað sem rúmast í kassa, heldur einnig það sem ekki er hægt að pakka inn.
Þorvaldur Víðisson
24.12.2023
24.12.2023
Predikun
Orð og gerðir
Guð skapar með Orði sínu; með því að tala.
Er þá nokkuð svo fráleitt að segja, að Guð yrki heiminn? Heimurinn sé hans ljóð?
Sveinn Valgeirsson
24.12.2023
24.12.2023
Predikun
Enginn hroki er í elskunni
Spekingar og hyggindamenn eru líklega samnefnarar yfir okkur manneskjurnar þegar við teljum okkur vita allt, þegar við teljum okkur hafa rétt fyrir okkur, þegar við teljum okkur hafa höndlað sannleikann. Elskan og hrokinn fara nefnilega illa saman.
Þorvaldur Víðisson
19.11.2023
19.11.2023
Predikun
Hvar varst þú þegar bróðir minn þurfti á þér að halda? Heimsókn í Auschwitz og Birkenau
Turski var fangi í útrýmingarbúðunum í Auschwitz og Birkenau og sagði hann okkur: „Í Auschwitz átti ég ekki neitt, ég hafði ekkert nafn heldur aðeins húðflúr, töluna B-940.“ Hann hélt áfram og sagði: „Fólk spyr mig oft hvað var það versta sem ég upplifði í Auschwitz?“
Árni Þór Þórsson
2.11.2023
2.11.2023
Predikun
Vegferðin með Jesú getur fyllt lífið tilgangi og merkingu
Stundum finnst mér eins og ein helsta áskorun nútímans sé fólgin í því að börn, unglingar og fólk almennt fái ekki að bera almennilega ábyrgð, eða hafa hlutverki að gegna, hlutverki sem skiptir máli. Á þessum akri, sem Jesús vísar til, er ávallt þörf fyrir fleiri verkamenn. Ef þú ert tilbúinn að fá hlutverk og axla ábyrgð, þá vill Jesús nýta krafta þína til góðs.
Þorvaldur Víðisson
29.10.2023
29.10.2023
Predikun
Hvíld og fasta
Hann leit á mig og spurði: „Hva, ertu ekki presturinn okkar hérna?“ „Jú, jú, ég er það.“ svaraði ég. „Nú, fastar þú ekki núna fyrir jólin?“
Þorvaldur Víðisson
28.8.2023
28.8.2023
Predikun
Sá sem tortímir heimum
Þegar glóandi skýið reis til himins var nýr kafli skráður í mannkynssöguna og í orðum vísindamannsins Oppenheimers hafði þessi kafli guðfræðilega skírskotun. Hann vísaði til þess hvernig mannkyn tekst á við hverfulleikann, horfir upp á lífverur deyja, byggingar hrynja, heimsveldi eyðast og mögulega það mikilvægasta af því öllu – heimsmyndir hverfa. Og á síðustu áratugum hefur líf og framtíð lífsins stundum hangið á bláþræði eins og sagan um Petrov ber vott um.
Skúli Sigurður Ólafsson
13.8.2023
13.8.2023
Predikun
Færslur samtals: 59