Trú.is

Spurt í þrígang

Kristur felur Símoni Pétri að leiða hjörð sína og þar spyr hann lykilspurningarinnar – á hverju hann byggir forystu sína. Svo þýðingarmikil er spurningin að hann endurtekur hana í þrígang. Og svo sígild er spurningin að hún opinberar okkur eðli þeirra þeirrar forystu sem er við lýði á hverjum tíma. Hvar slær hjarta leiðtogans? Enn spyrjum við okkur þeirrar spurningar. Setur hann sjálfan sig í öndvegi, er það hégóminn sem ræður, valdafíknin, bónusarnir? Illa fer fyrir því samfélagi sem á sér slíkan hirði.
Predikun

Kvöldin og morgnarnir

Ný dagrenning bíður þín
Pistill

Að gera allt vitlaust

Og upprisuhátíð kristinna manna átti sannarlega eftir að gera allt vitlaust. Krossinn er ekki hinn algeri ósigur. Dauðinn er ekki lengur inn endanlegi dómur. Dauðinn dó en lífið lifði. Kristur eru upprisinn.
Predikun

Sælir eru

Sælir eru…. Þannig byrjar sjálfsagt ein þekktasta ræða heims. Jesús hafði tekið sér stöðu á fjallinu. Þær þúsundir sem fylgdu honum biðu eftir orðum hans. Strax þarna, í fyrstu köflum guðspjallsins, þegar Jesús er rétt að hefja starf sitt, er mikill fjöldi fólks sem fylgir honum.
Pistill

Ég elska þig, gleymdu því aldrei!

Jesús vill að við getum tekið á móti og þegið lífið sem hann vill gefa, mitt í ölduróti tilverunnar, mitt í mótlæti, þjáningu, veikindum og sorg.
Pistill

Samtal um dauðann

Mikilvægt að við tölum um dauðann áður en hann kemur. Áður en við verðum of gömul. Áður en sjúkdómurinn hvolfist yfir. Það fær okkur til að skoða eigið líf og langanir. Fortíð, nútíð og framtíð skoðast þá í einu samhengi.
Pistill

Huggarinn

„Þess vegna mæli ég hiklaust með því að fólk nýti sér sálgæsluþjónustu kirkjunnar því þó þú hafir þá skoðun að reynsla þín af lífinu sé eitthvað sem þú getir bara haft fyrir þig og komi ekki öðrum við þá er ekkert víst að þú sért að gera sjálfum þér gagn með því."
Pistill

Vaknaðu!

Mættum við, eins og Jesús, sjá þau sem eru kreppt og ófær um að rétta sig upp af sjálfsdáðum. Mættum við hafa kjarkinn til að tala inn í þeirra líf, hvort sem er með fjárframlögum, fyrirbæn eða beinum hætti. Mættum við vera þessi Guðs útrétta hönd sem hjálpar fólki á fætur eða fyrirbyggir að það falli. Mættum við láta okkur annað fólk varða, í þolinmæði og trausti til Guðs sem styrkinn gefur.
Predikun

Talar þú við látinn ástvin?

Sorgin fer ekki en þú getur lifað með henni. Það er góð vísa sem er síst of oft kveðin. Við höfum meiri aðlögunarhæfni en okkur grunar. Það hefur mörg sorgarsagan sannað. Jafnvel þótt okkur líði þannig núna að geta með engu móti lifað án ástvinar þá gerist það engu að síður.
Pistill

Gleymskan er náðarmeðal hugans.

Sorgin og missirinn og þjáningin varð að eiga sitt rými sínar hugsanir, sem leita farvegs skilnings, sem þegar upp er staðið frá þjáningunni er óskiljanleg. Framandi eins og að heyra að maður hafi verið krossfestur í fjarlægu landi löngu áður en afi og amma fæddust og af því tilefni skyldi ekki vera með neinn galsa. Það væri ekki tilhlýðilegt.
Predikun

Jól án kvíða

Að einbeita sér að einu í einu af því sem er mikilvægt, búta verkefnin niður og gefa sér frelsi gagnvart hinu, það má sleppa. Þetta snýst nefnilega svo mikið um kröfurnar sem við setjum á okkur sjálf. Minnkaðu innri kröfurnar á þig, gerðu fátt en vel, þá finnur þú til smá léttis og gleðin er handan við horn þess að sleppa vondu innri kröfunum frá sér.
Pistill