Trú.is

Listaverkið

Viðbrögð Jesú við hneykslunarorðum nærstaddra getum við með sama hætti tekið lengra og spurt: Hvers virði er samfélag sem gaukar ölmusu að fátækum en tekur ekki á grunnatriðum í skiptingu auðs og verðmæta? Er hún ekki ein birtingarmynd þess böls sem hvílir á heiminum? Það er sístætt verkefni okkar að vinna gegn henni. Í þeim efnum þarf líka að spyrja stórra spurninga, ögra ríkjandi gildum, setja fram staðhæfingar sem framkalla hneykslunarsvip á fólki.
Predikun

Trítlandi tár

Að hætti postulans Jóhannesar í pistli dagsins þá tók Tómas vitnisburð lærisveinanna gildan um að Jesú væri upprisinn en vitnisburður Guðs í Jesú Kristi reyndist honum meiri sem leyfði honum að kanna sáramerki sín.
Predikun

Gagnrýnin hugsun í fyrirrúmi hjá lærisveininum Tómasi

Gagnrýnin hugsun er hluti af trúarlífinu, það vissi Tómas lærisveinn. Stundum er það svo að við þurfum að fá að reyna hlutina á okkar eigin skinni. Stundum er ekki nóg að læra af reynslu annarra. Stundum þurfum við að eiga reynsluna sjálf, til þess að einhver lærdómur eða viska sitji eftir hjá okkur og hafi áhrif á líf okkar.
Predikun

Beinin í dalnum

Að tæma sig á þennan hátt er ekki vegferðin að einhverju öðru marki, heldur markið sjálft. Þar opinberast kærleikurinn að fullu.
Predikun

Að gera allt vitlaust

Og upprisuhátíð kristinna manna átti sannarlega eftir að gera allt vitlaust. Krossinn er ekki hinn algeri ósigur. Dauðinn er ekki lengur inn endanlegi dómur. Dauðinn dó en lífið lifði. Kristur eru upprisinn.
Predikun

Dauðasvefninn

Í einni frægustu ræðu bókmenntanna spyr danski prinsinn Hamlet sig að slíku: „Því hvaða draumar dauðasvefnsins vitja þá holdins fjötrafargi er af oss létt?“
Predikun

Í baráttunni

„Ég held að ég tali fyrir munn flestra, að í daglegu lífi hugsum við lítið um óvininn, Satan, og setjum hann ekki í samband við daglegt líf okkar…. Í guðspjalli dagsins segir frá viðbrögðum lærisveinanna. Svo koma þeir blaðskellandi og í skýjunum yfir því sem þeir fengu að upplifa…. Kristin trú gerir ráð fyrir því að Guð sé skapari alls. Þess vegna gerir trúin ekki ráð fyrir, að hið illa hafi jafnt vald og Guð. Illskan er hluti af hinni föllnu veröld og Guð hefur sett illskunni mörk. Þegar Jesús segist hafa séð Satan hrapa af himni sem eldingu, er hann að vísa til þeirra hugmynda, að vald Satans sé ekki meira en eins af föllnu englunum…. Hreykjum okkur ekki upp og treystum ekki eigin kröftum í baráttunni við lesti og hugarangur. Verum frekar auðmjúk og játum þörf okkar. Við vitum að þrátt fyrir ófullkomleika eru í okkur öll þau góðu gildi og dyggðir, sem við eigum að byggja á, þroska og æfa. Gerum það með hjálp Heilags anda í bæn og af auðmýkt. En umfram allt gerum við það með Jesú okkur við hönd.“
Predikun

Hvað verður um mig?

Mörg erum við svo lánsöm að eiga vini eða fjölskyldu að leita til. Fagfólk á sviði virkrar hlustunar, svo sem sálfræðingar og prestar, geta líka ljáð eyra þegar á reynir. Trúað fólk á sér þar að auki ómetanlega hjálp í traustinu til Guðs, að Guð muni endurnýja lífið.
Predikun

Ríkidæmi mýktar

Auðmjúk manneskja er eins og frjósöm moldin - það fer vissulega ekki mikið fyrir henni en upp úr henni vex gróskan í ótal litbrigðum.
Predikun

Innilifurnaríhugun 6: Eftirvænting

Við leyfum orðunum að síast inn, tökum við þeim með öllu sem í okkur býr, hver fruma líkamans, hvert skúmaskot sálarinnar, hvert andans andvarp þiggur þessi orð, að Jesús sem hefur allt í hendi sér er með okkur alla okkar daga.
Pistill

Innilifunaríhugun 1: Á göngu með Jesú

Ignatíusaraðferðin er leið til þess að virkja okkar innri sýn og skynjun, að lesa um það sem gerist í guðspjöllunum eins og það væri að gerast núna. Við leitumst við að vera viðstödd það sem sagt er og gert; við sjáum, heyrum, finnum ilm og snertingu eins og við værum þarna á staðnum með Jesú.
Pistill

Innlifunaríhugun 3: Grillað á ströndinni

Ilmurinn er indæll, við erum svöng eftir langa nótt við vatnið og erfiðið að draga inn fiskinn, finnum þennan ilm af grilluðum fiski og nýbökuðu brauði, dásamlegt. Jesús vill næra okkur, þjóna okkur, gefa okkur að borða til að endurnýja krafta okkar.
Pistill