Trú.is

Við og þau

Raunin er líka sú að kristin trú hefur breytt heiminum. En hún gerir það ekki með því að telja okkur trú um það að við séum alltaf óvart búin að velja rétta hlutskiptið, að okkar hópur sé betri öðrum hópum. „Við“ við séum betri en „þau“.
Predikun

Í baráttunni

„Ég held að ég tali fyrir munn flestra, að í daglegu lífi hugsum við lítið um óvininn, Satan, og setjum hann ekki í samband við daglegt líf okkar…. Í guðspjalli dagsins segir frá viðbrögðum lærisveinanna. Svo koma þeir blaðskellandi og í skýjunum yfir því sem þeir fengu að upplifa…. Kristin trú gerir ráð fyrir því að Guð sé skapari alls. Þess vegna gerir trúin ekki ráð fyrir, að hið illa hafi jafnt vald og Guð. Illskan er hluti af hinni föllnu veröld og Guð hefur sett illskunni mörk. Þegar Jesús segist hafa séð Satan hrapa af himni sem eldingu, er hann að vísa til þeirra hugmynda, að vald Satans sé ekki meira en eins af föllnu englunum…. Hreykjum okkur ekki upp og treystum ekki eigin kröftum í baráttunni við lesti og hugarangur. Verum frekar auðmjúk og játum þörf okkar. Við vitum að þrátt fyrir ófullkomleika eru í okkur öll þau góðu gildi og dyggðir, sem við eigum að byggja á, þroska og æfa. Gerum það með hjálp Heilags anda í bæn og af auðmýkt. En umfram allt gerum við það með Jesú okkur við hönd.“
Predikun

Hið rétta og gagnlega

Adam og Eva sáu ávöxtinn. Þeim var talin trú um að þau þyrftu að eta hann til að fylla upp í tómarúmið í sínu lífi. Það er ekki hægt að fylla upp í þessa holu nema í gegnum sanband okkar við Guð. Kirkjufaðirinn Ágústínus sagði að mennirnir yrðu ætíð eirðarlausir þar til þeir hvíldust í Guði.
Predikun

Séð með augum annarra

Þegar við stöndum andspænis listaverki – þá fáum við einstakt tækifæri til að víkka út okkar eigin vitund og sjónsvið.
Predikun

Við höfum bara 17 ár! #fastafyrirumhverfið

Í dag er fyrsti sunnudagur í föstu. Hvað þýðir það? Hvað gerist þá? Við höldum uppá bolludag og sprengidag, en erum búin að gleyma hvað kemur svo. Ég held að mín kynslóð hafi enga tengingu við föstun nema kannski 5-2 eða 16/8. Rannsóknir hafa sýnt að það er hollt að fasta, bæði fyrir líkama og anda. En kannski eru vísindin aðeins að staðfesta eitthvað sem við vissum nú þegar. Fastan á sér mun lengri sögu og í trúarhefðum heims hefur hún öðlast mikilvægan sess. Núna þurfum við að dusta rykið af þessum góða sið. Snúa frá villu vegar, eins og Símon Pétur, af því að neysla okkar er að stofna lífinu á jörðinni eins og við þekkjum það í hættu.
Predikun

“Shogun” and Jesus

Jesus didn’t show his power and honor in the way that Yoshimune does in the drama, namely in the way anyone cannot resist the power and everyone has no other choice than to bow down in front of his authority as the shogun.
Predikun

Crux

Hið ofureinfalda snið verka Vissers, er allt annað en það sem skóp gömlu meisturunum orðspor sitt. Þar mætir okkur hið algera tóm þar sem áður var ýtarleg myndgerð. Verk hans verða eins og goðsagnirnar sem við lesum og við finnum það í framhaldi hversu vekjandi og skapandi þær eru. Krossinn hefur líka það eðli að hann spyr spurninga.
Predikun

Ein leið til frelsis?

Óttinn við að vera ein án félagslegra tengsla lætur okkur oftar en ekki fallast á mun minna í lífinu en við eigum í raun og veru skilið. Það aftur á móti skilar okkur engri lífshamingju, að minnka okkur til að aðrir í kringum okkur stækki. Innst inni í hjartanu vitum við betur en að fallast á slík skipti.
Predikun

Fólk á flótta

Aldingarðurinn er réttlátt samfélag, þar sem við miðlum öðrum af þeim gæðum sem við höfum svo mikið af. Hann er hluttekningin með hröktum systkinum okkar sem þurfa á okkur að halda. Hann er umhyggjan sem býr í brjósti okkar og meinar okkur að snúa bakinu við þeim sem þurfa á okkur að halda.
Predikun

Rómans og rof

Í dag getum við tekið ákvörðun um að ganga með Jesú á föstunni, skoða líf okkar í ljósi hans, láta ekki tilfinningarnar hlaupa með okkur í gönur en halda fast í hönd Jesú sem styður okkur og styrkir til allra góðra verka. Munum að kærleikur Guðs bregst okkur ekki. Hann byggir ekki á tilfinningum. Og þó andstæðingur ástarinnar, óvinurinn sem vill klofning og rof í mannlegum tengslum, reyni að fella okkur, jafnvel með því að taka sér orð Guðs í munn, látum við ekki undan.
Predikun

Ég trúi ekki heldur á þann Guð

Stephen Fry trúir ekki á valdagírugan Guð. Ég ekki heldur. Jesús var ekki í neinu sambandi við slíkan Guð. Hann er ekki til, var ekki til og verður aldrei til – nema í hugum þeirra sem sækja í vald og hafa eigingjarna þörf fyrir slíkan valdsguð.
Predikun