Áhugasviðið
Öðrum megin við múrinn grær allt í garðinum, hinum megin drottnar dauðinn. Og til marks það hversu náið sambandið er þar á milli þá lærir áhorfandinn að húsfreyjan klæðist ekki aðeins flíkunum sem áður tilheyrðu hinum myrtu gyðingum. Hún nýtir öskuna af þeim sem áburð. Leikur barnanna er við nánari aðgát ekki eins saklaus og í fyrstu kann að virðast. Þau handfjalla gulltennur sem hafa ratað inn á heimilið. Eldra systkinið lokar hið yngra inni í garðhýsinu og hvæsir eins og þegar hylkin sem tæmd eru ofan í gasklefana. Og Höss, sá sem stýrir búðunum glímir við þráláta kviðverki sem kalla fram uppköst.
Skúli Sigurður Ólafsson
28.3.2024
28.3.2024
Predikun
Samtal við illvirkja
Mitt í öllu því líkamlega, siðferðilega, pólitíska og tilvistarlega hruni sem krossfestingin lýsir – segir Lúkas sögu af tveimur illvirkjum. Já, hann færir út sjónarsviðið og Jesús er ekki einn þolandi þessarar grimmilegu refsingar. Af öllum þeim samskiptum sem hann hafði átt við fólk – áttu þessi eftir að verða hans síðustu, samtal við illvirkja.
Skúli Sigurður Ólafsson
7.4.2023
7.4.2023
Predikun
Hvað var fullkomnað?
Í því ljósi virðast orðin „Það er fullkomnað“ enn fjarstæðukenndari. Hvað er fullkomið við þessa atburðarrás – er hún ekki einmitt lýsandi dæmi um brotinn heim, brotin samfélög og brotnar sálir?
Skúli Sigurður Ólafsson
16.4.2022
16.4.2022
Predikun
Að gleyma
Frægasta ræða bandaríska prédikarans Tony Campolo samanstendur af orðunum “Það er föstudagur og bráðum kemur sunnudagur”
Í veröldinni verður alltaf þetta þrungna hik milli gleði og sorgar – milli föstudagins langa og páska. Einn daginn er það krossinnn og þjáning en svo birtir til, upprisa í lífinu. Stundum týnum við tímanum, missum sjónar á þessu samspili og gleymum okkur.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir
10.4.2020
10.4.2020
Predikun
Sjö orð Krists á krossinum og Passíusálmar Hallgríms
Inngangsorð að lestri sjö orða Krists á krossinum og útlegging Hallgríms í Passíusálmunum. Flutt í Munkaþverárkirkju á föstu daginn langa 2019. Kór Laugalandsprestakalla flutti sálmana og söng hluta þeirra og aðra passíusálma. Um Passíusálma Hallgríms hefur verið sagt: "Þekktasta verk Hallgríms er Passíusálmarnir. Þeir eru í samtalsformi, innilegt samtal manns við sál sína og við Guð".
Guðmundur Guðmundsson
19.4.2019
19.4.2019
Predikun
Helgidómar
Steinhvelfing gotneskrar dómkirkju skapar þau hughrif og það gera íslenskir fjallasalir líka. Maðurinn finnur fyrir helginni þegar hann fær að vera hluti af einhverju sem er dýpra og breiðara en tilvist hans sjálfs.
Skúli Sigurður Ólafsson
19.4.2019
19.4.2019
Predikun
Vald í varnarleysi
Í dag verðum við vitni að því hvernig vald mannanna leiðir af sér klofning, ofbeldi og dauða. Í dag sjáum við hvernig vald Jesú færir lækningu, endurreisn, frelsi og líf. Í dag skynjum við valdið í valdaleysinu, heilindin sem felast í því að vera brotin og berskjölduð, styrk Guðs sem tæmir sjálfan sig krafti til að fylla okkur kærleika.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
19.4.2019
19.4.2019
Predikun
Gleymskan er náðarmeðal hugans.
Sorgin og missirinn og þjáningin varð að eiga sitt rými sínar hugsanir, sem leita farvegs skilnings, sem þegar upp er staðið frá þjáningunni er óskiljanleg. Framandi eins og að heyra að maður hafi verið krossfestur í fjarlægu landi löngu áður en afi og amma fæddust og af því tilefni skyldi ekki vera með neinn galsa. Það væri ekki tilhlýðilegt.
Þór Hauksson
19.4.2019
19.4.2019
Predikun
Von í krossi
Forrit sem hefur þrek til að horfast í augu við aðstæður án þess að kenna öðrum um ófarir sínar og biðja um vorkun frá hinum…..Ef þetta er sett í samhengi hagfræðinnar, sem stjórnmálamenn skilja best, þá eru AA samtökin líklega afkastamesta sparnaðaraðgerð sem nú á sér stað í íslensku heilbrigðiskerfi.
Gunnlaugur S Stefánsson
30.3.2018
30.3.2018
Predikun
Fórnin
Ef við erum ekki tilbúin að færa eina einustu fórn fyrir kærleikann, höfum við alls ekki skilið út á hvað kærleikur gengur. Sagan um krossfestinguna sýnir okkur þetta vel.
Þorgeir Arason
30.3.2018
30.3.2018
Predikun
María við krossinn
Ég veit ekki hvaða hugmyndir gjörningakonur höfðu um þær viðtökur sem Neskirkja myndi sýna óði þeirra til Maríu. Sannleikurinn er sá að túlkunarsaga Biblíunnar einkennist af því að birta ný sjónarhorn á þekkta atburði.
Skúli Sigurður Ólafsson
30.3.2018
30.3.2018
Predikun
Með innri augum
Með þjáningu komum við í þennan heim og brottförin er ekki auðveld heldur. Þar á milli mæta okkur ýmsar þrautir og prófraunir. Stundum horfum við úti í tómið og hrópum inn í þögnina.
Skúli Sigurður Ólafsson
14.4.2017
14.4.2017
Predikun
F�rslur samtals: 50