Trú.is

Hátíðarfólk

Þá sigldu kaupmenn til fjarlægra heimshorna fyrir nokkra bauka af negul og kanil. Saltnámur skiluðu miklum auði. Jesús talar um konunga í guðspjallinu, en hvaða hirð gat notið þeirrar tónistar og leiklistar sem íslenskur grunnskólanemi hefur aðgang að? Já, að fara í heita sturtu – það þótti nýlunda fyrir kynslóð afa míns og ömmu. Svona mætti áfram telja, klæðaskápar, ferðalög, leikir, svo ekki sé nú talað um heilsugæslu og læknisþjónustu. Hvaða sólkonungar áttu roð í okkur þegar kemur að því úrvali öllu? Er það von að við þykjumst tróna yfir öllu og öllum og geta valið á milli kostanna þegar kemur að sjálfum eilífðarmálunum? Munaðurinn hefur þrátt fyrir allt fengið guðlegan sess.
Predikun

Um veglyndi

„..fundust í þessi meðferð Jósefs þrír mannkostir og dýrlegir lutir, það er: Réttlæti, mildi og vitzka"
Predikun

Einhvern tíma er núna: Draumur Martins Lúthers Kings

Hér er spurt um forgangsröðun og gildismat. Hvort er mikilvægara: að viðhalda ofgnóttarlífsstíl minnihluta jarðarbúa sem þrífst á áþján heimsins, lífsstíl sem meira að segja hin góða sköpun Guðs er byrjuð að kikna undan eða að bregðast nú þegar við jafnvel þótt það kosti það að lífskjör hinna velmegandi í heiminum skerðist?
Predikun

Hvíld og fasta

Hann leit á mig og spurði: „Hva, ertu ekki presturinn okkar hérna?“ „Jú, jú, ég er það.“ svaraði ég. „Nú, fastar þú ekki núna fyrir jólin?“
Predikun

Skýrar og skýrar

Í þessum heimi eigum við í höggi við erfiða og grimma sjúkdóma. En Guð er miskunnsamur; sá Guð sem í Jesú Kristi gekk sjálfur inn í þjáningarnar okkar.
Predikun

Vaknaðu!

Mættum við, eins og Jesús, sjá þau sem eru kreppt og ófær um að rétta sig upp af sjálfsdáðum. Mættum við hafa kjarkinn til að tala inn í þeirra líf, hvort sem er með fjárframlögum, fyrirbæn eða beinum hætti. Mættum við vera þessi Guðs útrétta hönd sem hjálpar fólki á fætur eða fyrirbyggir að það falli. Mættum við láta okkur annað fólk varða, í þolinmæði og trausti til Guðs sem styrkinn gefur.
Predikun

Hvað er ófyrirgefanlegt?

Af hverju þurfa slíkar hreyfingar að kenna sig við Krist? Vitna meðlimir þeirra í orð Jesú sem sagði: „Gestur var ég og þér hýstuð mig”, rifja þau upp sögur af því þar sem samverjar og aðrir minnihlutahópar á tímum Jesú, töldust hafa valið góða hlutann, gert það sem rétt var og göfugt?
Predikun

Af hverju kirkja?

Það er ekki nema rúm hálf öld síðan að birtust fyrirsagnir í íslenskum fjölmiðlum þar sem stóð að kirkjan væri dauð. Það hefur sannarlega reynst ekki réttur spádómur.
Predikun

Að gefa rödd

Að gefa hópum rödd, er eitt verðugasta verkefni hvers samfélags. Við erum öll hinsegin, sagði forsetinn, og fyrir okkur ljúkast um orð ritningarinnar um að við erum svo óendanlega dýrmæt í augum Guðs, ekki fyrir það að vera fullkomin – vera öll eins í útliti og háttum – heldur einmitt fyrir hitt, að vera margbreytileg, vera í litum regnbogans sem Biblían notar sem tákn um sáttmála manns og Guðs.
Predikun

Sjáið þið mig?

Hún teygir sig eftir nýja snjallsímanum sem hún fékk í fermingargjöf. Hún er búin að sitja drjúga stund við spegilinn og snyrta sig og nú er kominn tími til að leita viðurkenningar umheimsins. Hún tekur hverja sjálfsmyndina á fætur annarri á símann og velur svo úr þær bestu...
Predikun

Sjálfusótt

…varðar sjálfusótt einstaklinga og ég-menninguna. Sjálfusóttin getur verið jafn skefjalaus og fíkn og hefur líka skelfilegar afleiðingar í fjölskyldum þeirra sem eru kengbogin inn í sjálf sig. Engin bót verður nema fólk breytist, fái nýtt líf.
Predikun

Lofsöngvar Lilju

Lilja samdi „Stjörnur og sól“ og „Ég kveiki einu kerti á.“ Engin kona á fleiri sálma í sálmabókum þjóðkirkjunnar. Í Liljuguðsþjónustu á Grund voru undur himins og Liljuljóðin íhuguð.
Predikun