Trú.is

Týndur og fundinn

EF enginn kemst í ríki Guðs nema fyrir trúna á Jesú… þá eru í raun ALLIR, hver einasti maður ,,týndur” Sagan um týnda soninn fullvissar okkur um að sá sem leitar Guðs er tekið fagnandi og með opnum örmum.
Predikun

"Kristin gildi"?

Þess vegna er líka nauðsynlegt að allar kirkjudeildir sem byggja trú sína og boðun á skynsamlegum og hófsömum ritningarskilningi – og það á við um flestallar mótmælendakirkjur í Norður-Evrópu – láti nú í sér heyra og mótmæli harðlega þeirri aðför gegn mannréttindum sem nú á sér stað í Bandaríkjunum undir yfirskini „kristinna gilda“, sem eru þó í raun aðeins gildi lítils hluta bandarísks samfélags, gildi sem byggja á þröngri bókstafstúlkun Biblíunnar en hafa fyrst og fremst þann tilgang að þröngva siðferðisviðmiðum viðkomandi þjóðfélagshóps upp á samfélagið allt með tilheyrandi kúgun og ofbeldi eins og einkennir allt alræði, ekki síst það sem skilgreina má sem guðræði. Og það sama má segja um skammarlegan stuðning patríarkans í Moskvu við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu, sem er að hans viti sönnum kristindómi til varnar, að það er nauðsynlegt að aðrar kirkjudeildir haldi áfram á lofti gagnrýni á stefnu hans og þjónkun við stríðsherrann í Kreml.
Predikun

Finnum gleðina flæða

Og svo tökum við á móti þessu augnabliki núna, þessum andardrætti sem er lífið sjálf og finnum gleðina flæða fram því við erum hér með Guði og hvert öðru, alls ekkert týnd heldur hólpin í trausti til elsku Guðs sem vakir yfir okkur og verndar.
Predikun

Predikun á Hrafnseyrarhátíð, 16. júní 2018

Orr dagsins er úr skilnaðarræðu Jesú, er hann kvaddi vini sína fyrir krossinn og hjet þeim að senda þeim Heilagan Anda sinn: “ Þetta hefi eg talað til yðar til þess að fögnuður minn sje í yður og fögnuður yðar sje fullkominn. Þetta er mitt boðorð, að þjer elskið hver annan eins og eg hefi elskað yður,” segir Frelsarinn þar.
Predikun

Mark

Leiðin liggur aftur á völlinn, þar sem tilfinningarnar eru svo augljósar. Leikmenn ýmist tapa sér í hamingju eða beygja höfuðið í þjáningarfullri sorg og áhorfendur deila þessum tilfinningum með þeim.
Predikun

Móðirin jörð með sárin sín

Sennilega er fátt sem sameinar fólk almennt, þvert á trúar- og lífsskoðun, eins og umhyggja fyrir umhverfinu. Því við erum hvert öðru háð og sannarlega skiptir það okkur öll gríðarlegu máli að umhverfið sé lífvænlegt.
Predikun

Dans, bræður í vanda og hrútar

Systur, bræður, systkin, foreldrar, fjölskyldur í Palestínu, Bárðardal, Drammen og Þingholtunum geta klúðrað lífi sínu. En þá er komið að undri hins guðlega.
Predikun

Paradísarmissir og paradísarheimt

Það er eins og atburðarrás dæmisögnnar hafi verið stöðvuð. Andartökin sem eldri sonurinn vill ekki yrða á bróður sinn, verða að fjörutíu ára þögn. Við erum stödd einmitt á þeim stað í frásögninni af hinum íslensku bræðrum. Það er jú paradísarmissirinn sem myndar bakgrunn myndarinnar.
Predikun

Þjóðsöngur á Laugardals- og Austurvelli

Á Austurvelli mættust tveir hópar þann 17. júní sl. og á milli þeirra var gjá ekki ósvipuð þeirri sem lýst er í dæmisögu Jesú. Báðir höfðu hóparnir sitthvað til síns máls og þeir voru fulltrúar fylkinga sem ég held að séu staðreynd í íslensku samfélagi í dag. Fylkinga sem eiga það sameiginlegt að líta hvor á aðra úr skilningsvana fjarlægð.
Predikun

Það er ekki of seint

Forsvarsmaður umhverfisstofnunarinnar í Newsroom var ómyrkur í máli og hann var líka vonlaus. Frans páfi er ómyrkur í máli en hann á von. Hún byggir á skýrri sýn á vandamálin og kallar á samstöðu við lausn þeirra. Hún krefst kerfisbreytingar. Ég held við eigum að fylgja honum að máli í þessum efnum.
Predikun

Arfurinn og draumalandið

Það er engin bindandi endurtekning í heimi Guðs heldur fyrirgefning, endurnýjun og frelsi til að láta gott af okkur leiða. Ekki ónýt sýn þegar við horfum til arfsins okkar sem þjóðar í nálægð þjóðhátíðardags. Arfurinn, landið sem er okkar draumaland, sem við eigum að vaka yfir og vernda.
Predikun

Guðshús, sem gestum opnar dyr

Skýrasta einkenni hins kristna safnaðar er samfélagið. Trúin er samfélagsmótandi. Samfélagið við Guð kallar á samfélag við trúsystkin. Samfélag við Guð og við trúsystkin í nafni Jesú Krists er skjól og vörn. Þess vegna var þessi kirkja byggð, þess vegna er enn komið saman í henni til að lofa Guð og ákalla. Þess vegna er haldið upp á 150 ára afmæli hennar.
Predikun