Trú.is

Healing and liberation/Lækning eða frelsun

Jesus performed this miracle not just to release this one woman from her sickness, but to show a sign of liberation for everyone who is oppressed. He was declaring, "I am here to release all who are bound." /Jesús framkvæmdi þetta kraftaverk ekki bara til að leysa þessa einu konu frá veikindum sínum, heldur til að sýna tákn um frelsun fyrir alla sem eru undir kúgun. Hann var að lýsa því yfir: ,,Ég er kominn til að leysa alla sem eru fjötraðir.”
Predikun

Mannauður

Ráðsmaðurinn ráðasnjalli eða óheiðarlegi, eftir því hvernig við metum hann, fann leið út úr sínum vanda. Hann var vissulega að huga að eigin hagsmunum en hann tók engu að síður stjórnina í þeim ógöngum sem hann hafði ratað í. Í stað þess að fórna höndum í ráðaleysi, játa uppgjöf, vera fórnarlamb aðstæðna og auðvitað sjálfs sín, umbreytti hann vandamálinu og skapaði aðstæður sem bæði nýttust honum og öðrum. Tilgangurinn var jú að móta ný samskipti, skapa sér vinsældir og jafnvel traust. Þau samskipti hvíldu ekki á lóðréttum tengslum lánadrottins og skuldara, heldur láréttu samtali jafningja sem áttu sameiginlega hagsmuni.
Pistill

Puzzle of the Kingdom of God/Gáta um Guðs ríki

In the end, God picks us up and brings us back to the puzzle, back to the Kingdom of God. Because we are pieces of the puzzle, we belong to the puzzle of the Kingdom of God./Að lokum velur Guð okkur og færir okkur aftur í púsluspilið, aftur til Guðs ríkis. Vegna þess að við erum bitar af púsluspilinu tilheyrum við púsluspili Guðs ríkis.
Predikun

Vald vonarinnar

Við, sem nú lifum, eigum hlutdeild í þessu trausti sem veitir von. Við þiggjum það sem okkur hefur verið miðlað fyrir uppbyggjandi áhrifavald kristinnar kirkju, hér í Reykholti sem annars staðar, við þiggjum vonina og göngum inn í það líf sem við erum kölluð til: Að miðla von inn í vonleysið, vongleði inn í örvæntinguna, að auka og efla traustið til Guðs í okkar nærumhverfi, því við erum elskuð og dýrmæt Guðs börn, öll sem eitt.
Predikun

Mótuð af skorti og háska

Þannig getum við séð kraftaverkafrásögn Markúsar í öðru ljósi. Hún talar inn í aðstæður sem allt lífríkið þekkir og hefur mótað það fólk sem við erum, þótt aðstæður okkar séu blessunarlega betri en nokkurn tímann fyrr. Og hún mætir þeirri vitund að eitthvað annað búi að baki heiminum en takmörkuð skynjun okkar og rökhugsun leyfir. Já, ef við föllumst á þær forsendur þá er hún tímalaus og sígild. Hún á ekki síður erindi við fólk allsnægta en hin sem þekktu skortinn af eigin raun.
Predikun

Alla daga

Trúin segir: Þú mátt þora að lifa því þú ert ekki ein(n). Þú mátt þora að finna til því tilfinningar þínar eru ekki óvinir þínir, heldur hluti af því að vera heilbrigð manneskja!
Predikun

Í alltof síðum kjól

Þetta hafði ég ætlað að segja við skírnina en litli fjörkálfurinn hljóp um allt í síða kjólnum sínum. Eins og við bendum fermingarbörnum á, er slíkur fatnaður óvenjulegur einkum fyrir þá sök hversu síður hann er. Skýringin liggur í því að með þessu erum við að undirstrika að einstaklingurinn á eftir að vaxa í það hlutverk sem skírninni fylgir. Þótt ungabarnið viti fátt og kunni lítið, erum við með þessu að minna okkur á að eftir því sem hann þroskast að visku og náð hefur hann meira frelsi, meiri ábyrgð og þar með er mikilvægara að miðla honum af boðskap Jesú Krists um kærleika, fyrirgefningu og umburðarlyndi.
Predikun

Martha and Mary / Marta og María

In this congregation, there are relatively many new people in church life. In the beginning, it's okay, you're just guests, but after a while, you're no longer guests; you're on the side of the host, welcoming people. You are on the side to proclaim the Gospel. / Í þessum söfnuði er tiltölulega mikið af nýju fólki í kirkjulífinu. Í upphafi er það í lagi, þið eruð bara gestir, en eftir smá stund eruð þið ekki lengur gestir, heldur eruð þið hluti af gestgjafanum, sem tekur á móti fólki. Þið eruð hliðin sem boðar fagnaðarerindið.
Predikun

Meistaratök

Undantekningarnar eru einstaklingarnir sem fóru sínar leiðir og mótuðu með sér opinn og skapandi huga sem ruddi þeim brautina til þess að ná meistaratökum í lífinu. Jafnvel gerðist það á einhverju tilteknu andartaki þar sem lífið hnippti í þá og opnaði augu þeirra fyrir því hversu einstakir þeir eru. Um það fjallar köllunarfrásögnin sem við hlýddum hér á, þar sem hin ungi Jeremía var hrifinn í burtu fyrir hversdeginum og ætlað æðra hlutverk.
Predikun

Eining og samhugur

Að játa trú á þríeinan Guð, föður, son og heilagan anda, svo sem sameiginlegar trúarjátningar kristinnar kirkju lýsa, er slíkt grundvallaratriði að félag fólks getur ekki kallast kirkja ef það er tekið í burtu.
Predikun

Þið fáið þetta bara í hnakkann, strákar

Það er einmitt það sem Jesús segir hér við viðmælendur sína og lærisveina, með orðum gamla þjálfara míns: „Þið fáið það bara í hnakkann, strákar, ef þið eruð dómhörð í annarra garð.“
Predikun

Að finna til með ókunnugum

Þekktur íþróttamaður fellur frá í blóma lífsins. Uppi á Íslandi ræða feðgar örlög hans og finna til með fólkinu hans. Þó hafa þeir aldrei átt við hann önnur samskipti en að fylgjast með honum leika listir sínar á skjánum. Er það kjánalegt? Nei tilfinningar eru það sjaldan. Textar dagsins hampa samlíðuninni og skora jafnframt á hólm hið rökrétta, viðbúna og skilvirka. Þeir minna okkur á að sýna tilfinningar okkar, jafnt sorg sem gleði. Þar blundar jú neistinn í hjörtum okkar og upp úr þeim jarðvegi vex svo trúin.
Predikun