Trú.is

Vertu nú hér minn kæri

„Vertu nú hér minn kæri“ kvað skáldið. Ég nefndi þessa konu hér í upphafi, henni fannst fokið í flest skjól í lífi sínu og hjartað hennar, þessi kjarni sálarinnar, svo tætt og kámugt. Hún hugleiddi þessa frásögn og hugur hennar nam staðar við stallinn lága, jötuna. Já, þarna lá Jesúbarnið og kallaði á hlýju okkar og umhyggju. Henni varð ljóst að jatan var í eins og hjartað, úfið og óhreint, en þar hafði frelsarinn tekið sér bólfestu. Hann gerði ekki kröfur um fullkomnun. Nei, hann tók sér stöðu með þeim sjálf höfðu verið utangarðs og útilokuð.
Predikun

Stjarna og englar

Jólin fjalla meðal annars um stjörnu og englaher. Þar tala þau inn í hjarta okkar, þótt við sjálf höfum ef til vill aðrar hugmyndir um himintunglin og himneska sendiboða. Þau höfða til sömu þátta sálarinnar og listin gerir enda hafa allar greinar hennar gert þeim rækileg skil. Þau miðla til okkar sannleika sem stendur algjörlega fyrir sínu þótt hann sé ekki af sama toga og upptalningar á staðreyndum. Þau minna okkur á gildi þess að hafa leiðarljós í lífinu og að miðla áfram af því góða sem við eigum í hjartanu og trúum á.
Predikun

Eitt ljós, eitt ljós við kveikjum!

Hugsanlega er lausnina að finna í nándinni sem þú þráir að finna, öryggi um stundakorn til að hvíla lúinn hugann sem gefur aldrei þér aldrei frið.
Predikun

Augljós

Já, gluggar eru merkileg fyrirbæri. Þeir marka eins konar skil á milli innanrýmisins og umhverfisins. Og þeir eru fyrir augum okkar öllum stundum. Hversu margar vökustundir sólarhringsins mænum við jú á „skjáinn“. Rannsóknir sýna að þessi þunna, gagnsæja filma hefur mikil áhrif á það hvernig við komum fram hvert við annað, í umferðinni, í samskiptum á netinu. Það er eins og glugginn skapi fjarlægð, geri samskiptin ópersónulegri og eykur líkurnar á að við sýnum framkomu sem við myndum annars ekki bjóða fólki upp á, augliti til auglitis.
Predikun

Þér eruð meira virði en margir spörvar

Einn er sá farvegur miðlunar sem er kannski sá flóknasti, þ.e. hvernig við komum fram í okkar hversdagslífi. Það er auðvelt að tala um kærleika, frið og mildi, en kannski erfiðara að lifa þannig að kærleikur, friður og mildi sé einkenni á framgangi okkar í hversdagslífinu, úti í búð, í umferðinni, vinnu, skóla og fjölskyldulífi. Þar reynir kannski mest á, og sérstaklega þegar áskoranir lífsins sækja okkur heim. En þá er það einmitt þessi boðskapur sem Jesús miðlar okkur í dag, sem getur skipt miklu máli: Óttist ekki, þið eruð meira virði en margir spörvar.
Predikun

Ljótasta orðið

Þetta gæti verið eitt af þeim orðum sem okkur fellur síst í geð. En reyndar er hér ekki flagð undir fögru skinni. Nei „hræsnin“ kemur til dyranna eins og hún er klædd, getum við sagt – sem er þó auðvitað ekki í eðli þeirra sem eru með hana á vörum sínum.
Predikun

Sæl/l

Komdu nú sæll og margblessaður sagði eldri maður jafnan við mig sem vann með mér í Slippnum í Reykjavík á unglingsárum mínum. Ég svaraði honum jafnan með því að segja ,,Sæll vertu” án þess að vita hvað ég var að segja, eða þannig. En mér fannst alltaf eitthvað notalegt við þessa kveðju á morgnana þegar ég mætti í vinnuna. Stundum velti ég fyrir mér hver þessi sæla væri.
Predikun

Heimur þverstæðna

Það að leita hamingjunnar hennar sjálfrar vegna, væri eins og að lið fagnaði marki í fótboltaleik án þess að boltinn hafi nokkurn tímann snert netið. Ef við gefum því gaum er líf nútímamannsins uppfullt af slíkum fagnaðarlátum: Myndskeið á netinu, áfengi, já alls kyns lyf og sætindi sem við setjum ofan í okkur, hafa ekki annan tilgang en að framkalla þessa tilfinningu, án þess þó að hún eigi sér rætur í raunverulegum áföngum sem við höfum náð. Þá verður hún líka innantóm og við eigum það á hættu að ánetjast því sem gefur okkur hina fölsku hamingjukennd. Víst eru dæmin mörg um slíkt.
Predikun

Að láta ljósið skína

Jesús, ljós heimsins, biður okkur um að vera með sér í því að færa ljós Guðs inn í heim sem oft virðist svo fullur af myrkri, flytja frið inn í ófriðinn, sátt inn í sundrunguna. Og ekki bara flytja ljósið heldur vera ljósið, vera ljós heimsins eins og Jesús Kristur. Hvílík köllun, hvílík ábyrgð! Og hversu oft mistekst okkur ekki að lifa þessa áskorun Jesú, ef við þá yfirleitt þorum að reyna.
Pistill

Lífsjátningar

Við flytjum trúarjátningar – þær hefjast á orðunum „Ég trúi“. Sálmur Hallgríms er í því samhengi ákveðin ,,lífsjátning“. Hann segir: „Ég lifi“. Og sálmurinn verður óður til æðruleysis, að býsnast ekki yfir því hlutskipti sem öllu lífi er búið. En að sama skapi er þetta einhvers konar tilvistarþrungið siguróp. „Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey.“ Og raunamaðurinn Job sem sjálfur horfði framan í grimmd heimsins fær sinn sess í þessum óð. Job flutti sína játningu með þessum orðum: „Ég veit minn lausnari lifir“ Hallgrímur rær á sömu mið þegar hann yrkir í miðjum sálmi: „Ég veit minn ljúfur lifir, lausnarinn himnum á“.
Predikun

Hundrað dagar

Eitt hundrað dagar. Hundrað dagar af hlátri og gráti, lasleika og lækningu, fæðingum og dauða, dansi, söng og hljóðum stundum, dálitlum skammti af nöldri og óþolinmæði en vonandi meira af umhyggju og uppbyggjandi samtölum og tengslum. Og alls konar næringu fyrir sál og líkama.
Predikun

Takk, heilbrigðisstarfsfólk!

Á Degi heilbrigðisþjónustunnar viljum við þakka öllu því góða fólki sem vinnur hörðum að því að hjálpa okkur og ástvinum okkar þegar heilsan bregst eða slys verða. Temjum okkur að tala af virðingu um störf þeirra. Þó gagnrýnin í heita pottinum og kommentakerfunum snúi sjaldnast að þeim einstaklingum sem vinna innan heilbrigðisþjónustunnar heldur kerfi sem mörg telja að þurfi að bæta, hlýtur að vera sárt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að hlusta í sífellu á neikvæða umræðu um sitt vinnuumhverfi.
Predikun