Trú.is

Óvissuþol og æðruleysi

Vetur kemur og vetur fer. Bylgjur kófsins hafa verið nokkuð margar. Veröldin er síbreytileg. Lífsháskinn er mis nálægt okkur en aldrei alveg fjarri. Við getum þjálfað okkur í að hvíla í trausti til þess að allt muni fara vel. Við getum æft okkur í seiglu og þrautsegju þegar erfiðleikar virðast ætla að raska ró okkar. Og við megum vissulega biðja til Guðs í stóru og smáu og treysta á hjálp Guðs og nærveru í öllum aðstæðum.
Predikun

Endað á himnum

Andspænis stærstu spurningunum, viðfangsefnum tilvistar okkar og mestu umhyggju stöndum við öll í sporum heiðingjans, höfðingjans sem guðspjallið segir frá. Á sumum sviðum þurfum við að játa takmörk okkar og leggja vanda okkar og vonir í hendur Guðs sem gefur okkur lífið og tekur það aftur.
Pistill

Dýrð Guðs í upphæðum er einnig á jörðu.

Ef frumtexti guðspjallsins er brotinn til mergjar og við hættum að líta á englakórinn sem klappstýrur Guðs en rifjum upp, að hlutverk englanna er að bera okkur skilaboð frá Drottni; þá kemur aðeins annar vinkill á boðskap þeirra: sem er: Dýrð Guðs í upphæðum er einnig á jörðu.
Predikun

Gleði er ekkert gamanmál

Gleðin kemur ekki eftir pöntun. Við vitum, að til þess að geta brosað þarf ákveðið hugarþel ef brosið á að vera ekta og það sem að baki því býr. Þórarinn Eldjárn, sem þykir flestum öðrum skáldum fyndari, sagði eitt sinn: „grín er ekkert gamanmál“. Við getum sagt það sama um gleðina. Ef hún er einlæg þá er hún þarf hún að byggja á einhverju traustu og öruggu rétt eins og allt það annað sem einhvers virði er í okkar lífi. Yfirborðslegt bros er ekki gleði og jól sem hvíla á slíku eru ekki gleðileg.
Predikun

Smitandi

Það er nefnilega þannig að hvar sem við erum og hvert sem við förum erum við smitandi. Við smitum út frá okkur því sem innra býr, til góðs og ills.
Pistill

Í húsi föðurins - í skugga Drottins

Yfir jóladagana skoðum við atburði sem snerta fæðingu og bernsku Jesú. Jesús fæddist í skugga yfirvalds sem sat um líf hans. Jólin eru ekki öll einn lofsöngur og gleði í kirkjunni. Stutt er í myrkrið, ofsóknir og erfiðleika. Öll heimsbyggðin hefur lifað síðast liðið ár í skugga sameiginlegs óvinar, sem er bæði ósýnilegur og skæður. Við lifum í mismunandi skugga. Við höfum það gott Íslendingar. Hjá okkur er trúfrelsi, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi. Við höfum tækifæri til þess að taka sömu afstöðu og Jesús tólf ára. Það er mikilvægt að þekkja stöðu sína sem Guðs barn.
Predikun

Sælir eru

Sælir eru…. Þannig byrjar sjálfsagt ein þekktasta ræða heims. Jesús hafði tekið sér stöðu á fjallinu. Þær þúsundir sem fylgdu honum biðu eftir orðum hans. Strax þarna, í fyrstu köflum guðspjallsins, þegar Jesús er rétt að hefja starf sitt, er mikill fjöldi fólks sem fylgir honum.
Pistill

Mynd úr starfi sjúkrahúsprests

Í þessari hugvekju ætla ég að varpa fram myndum úr starfi mínu sem sjúkrahúsprestur við Landspítalann. Þessar myndir eru að vissu leiti steyptar saman úr mörgum minningarbrotum. Engin nöfn en minningar sem því miður allt of margir geta tengt við í dag. Allt sem sjúkrahúsprestur heyrir og sér er bundið trúnaði.
Pistill

Vopnahús

Vopnahúsin geyma minningar um tíma sem við vildum ekki lifa að nýju.
Predikun

Þolgæði

Þrengningar geta verið verkfæri, leið fyrir okkur að vakna upp úr svefndrunga daglegs lífs, skoða líf okkar í ljósi reynslunnar og finna hvernig þolgæðið getur vaxið við hverja raun. Við getum byggt upp þolgæði á öllum sviðum lífsins. Og í því erum við ekki ein. Við erum saman í þessu og við erum umvafin elsku Guðs sem gefur okkur styrk og þol í aðstæðunum.
Predikun

Ilmurinn

Vonin brýtur sér alltaf leið úr myrkrinu. Úr öskunni, brjótast græn grasstráin, laufin sem þrá frelsi laufgast á greinum tjránna.
Pistill

Hæfileg fjarlægð og nauðsynleg nálægð

Nú er kjörið tækifæri til að prófa bænina og láta á það reyna hvort hún breyti einhverju.
Pistill