Trú.is

Fortíðin eins og jólaskraut

Umhverfið allt þessa stundina er mettað af eftirvæntingu. Eftirvæntingu sem hefur verið boðið til samsætis við okkur. Ilmur alls er sætur og spenntur og sækir okkur öll heim. Ungir sem aldnir hrífast með. Meira að segja fortíðin er sveipuð ljúfum minningum liðinna jóla – hún fær sitt sæti í huga okkar við jólaborðið.
Predikun

Sjá himins opnast hlið

Sjá himins opnast hlið, heilagt englalið- Sálmurinn hefst á þeim gleðitíðindum sem himneskar englaverur boða þessum heimi okkar: Yður er í dag frelsari fæddur. Með þeirri fæðingu hefur opnast hlið til himins og við fáum að kíkja inn fyrir, himinn og jörð mætast og því fylgir blessun okkur til handa.
Predikun

En það bar til um þessar mundir...í þér

Það er steikarilmur af jólaguðspjallinu! Jólin eru ekki aðeins minningaratferli um horfinn atburð, heldur varðar fæðingu nýs lífs í þér. Öll erum við á ferðlagi í lífinu. Jólin tengjast svo sannarlega þeirri ferð. Einu sinni á Floridaströnd, þegar lyktin af jólunum var fjarri, foreldrahúsin líka, og allt heldur önugt komu jólin með nýjum hætti. Hver eru þín jól? Hvernig væri að innlifast þeim að nýju?
Predikun

Að jötunni

Skrýtið! Hér erum við saman komin, öll í okkar fínasta pússi. Og það eru margar vikur frá því að við flest skipulögðum þetta kvöld. Hvert við færum, hvar við værum og með hverjum, og hvernig við ætluðm að næra okkur. Allt í skipulagi, allt undirbúið.
Predikun

Ljós Guðs hjá þér

Það er byrjað besta og fegursta kvöldið á árinu. Söguþjóðin norður í höfum hefur heyrt söguna um fæðingu frelsarans. Hversu oft höfum við heyrt hana? Hversu mörg jól höfum við átt? Og alltaf er jólaguðspjallið jafn sjálfsagt og kærkomið eins og jólin sjálf. Ljósið vitjar mannanna í raun og veru. Heimurinn breytist, batnar meira en við nokkurn annan atburð eða dagamun. Lestur helgra texta, sálmasöngur, allt sem heyrir til komu jólanna er á sínum stað - og stund.
Predikun

Að allir megi heyra og þiggja

Guð gefi þér gleðileg jól! Bessastaðakirkja er umgjörð jólamessu sjónvarpsins að þessu sinni. Ég þakka þeim sem hér halda uppi söng og helgri iðkun í kvöld og endranær, og eins þeim fjölmörgu um land allt sem leggja fram góða krafta að til að bera ljós og orð og hljóma helgra jóla inn í hjörtu landsins barna.
Predikun

Jól

Nú er heilög jólanótt og við fáum að hugleiða saman frásögn jólaguðspjallsins. Við þekkjum hana öll frá barnæsku, kunnum, og elskum. Hún er svo einföld og látlaus að hvert barn fær skilið, og svo djúp er hún og há að enn og aftur getum við heyrt og skynjað nýjar víddir og greint nýja hljóma í henni. Svona er Guðs orð. Það er orð frá hjarta til hjarta. Og jólin eru sannarlega sú hátíð sem hjartanu er skyldust, eins og Steinn Steinarr orðaði það.
Predikun
Predikun

Jólagjöf til þín

Mörgum er á jólahátíð tamt að hugsa til fyrri jóla. Ég er engin undantekning. Mér verður gjarnan hugsað til fyrstu jólanna, sem ég hélt utan foreldrahúsa. Við héldum heilagt saman, ég, konan mín, þá verðandi nú fyrrverandi, og fjögurra mánaða gömul dóttir okkar. Sú litla var fyrsta barnabarn í báðum ættum og fjöldi ættingja hafði komið til hennar jólagjöfum.
Predikun

Ástarsaga Jósefs

Allt var tilbúið. En svo kom þetta boð frá keisaranum, um skrásetninguna. María var að því komin að eiga. Hún var með bjúg og grindargliðnun og átti erfitt með að ganga langar vegalengdir. Hann hafði gert sitt til þess að létta undir með henni, þó hann gæti ekki gert allt. Hann þurfti líka að sinna sínu starfi.
Predikun