Trú.is

Kirkjugrið

Hér á Íslandi hefur kirkjan öðlast dýrmæta reynslu eftir atburðina í Laugarneskirkju og af þeim getum við öll dregið lærdóm. Áfram þarf að sinna þeim sem standa höllum fæti og mæta fordómum. Um leið þurfum við að gæta þess að valda ekki skaða og hugleiða að kirkjugrið snúa ekki eingöngu að þeim sem standa utan kirkjudyranna og leita inngöngu. Þau eiga ekki síður við um okkur sem stöndum inni í hinu helga rými. Kirkjugrið gera ríkar kröfur um varkárni, alúð og vandvirkni sem á að einkenna allt kristið hjálparstarf.
Predikun

Skjól við altarið

Jesús biður okkur ekki að leysa hungur heimsins. Hann biður okkur ekki að koma í veg fyrir stríð og styrjaldir. Hann spyr aðeins: Hvað hafið þið að gefa? Hann krefst ekki meira af okkur. Og fólkið í Laugarneskirkju, sem sá neyð vina sinna, ótta og angist yfir því að þurfa að fara aftur í óbærilegar aðstæður, það gat gefið þeim þetta: Samstöðu, stuðning, skjól. Atburðurinn í Laugarneskirkju var vanmáttug tilraun til að benda á ömurlega framkomu íslenskra stjórnvalda við hælisleitendur, tilraun til að verja vini sína fyrir armi laganna, sem var vissulega í lagalegum rétti, en, að því er við teljum mörg: í siðferðilegum órétti.
Predikun

Veisluhöld í víðum skilningi

Veislur eru dásamlegar. Það er fátt betra en að eiga gott samfélag með góðu fólki yfir góðum mat. Eiga uppbyggilegar og skemmtilegar samræður sem geta verið jafn mikil veisla fyrir sálina eins og maturinn er fyrir líkamann. Segja má að sumarið í ár sé algjör veisla fyrir íþróttaáhugamanninn. Nú undanfarin mánuð hefur Evrópumótið í knattspyrnu verið í Frakklandi þar sem veisluborðið hefur verið hlaðið góðgæti í skilningi knattspyrnunnar. Veisluborðið mun svo svigna í ágúst þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Ríó....
Predikun

Áfram Ísland

Þegar fólk þorir getur allt gerst. Magnea er kölluð til að þora að lifa, foreldrarnir einnig, afarnir og ömmurnar. Við sem einstaklingar og þjóð erum kölluð til að láta ekki ósigra og vonbrigði fortíðar og nútíðar hefta okkur heldur láta vaða.
Predikun

Var þetta þá kanski lífið?

Og svo birtist það manni löngu síðar eins og andartak liðins sumars og við spyrjum okkur eins og skáldið – var þetta þá kanski lífið?
Predikun

Það liggur eftirvænting í loftinu á Íslandi

Forsetakosningar afstaðnar, úrslitin liggja fyrir, nýr forseti flytur senn að Bessastöðum. Kosningabaráttu er lokið, og nú sameinumst við um niðurstöðuna. Brátt fáum við, betur og betur, að kynnast nýrri rödd, nýju andliti, nýjum sjónarmiðum í forsetanum okkar. Það eru spennandi tímar framundan...
Predikun

Enn ein fréttin

Gleymum því ekki að sumar og líklega margar af þeim konum sem látið hafa lífið á flótta sínum til Evrópu hafa lagt af stað í þá för í leit að betra lífi fyrir sig og börn sín, ekki síst dæturnar; ekki bara efnahagslega heldur lífi sem leyfir hæfileikum hvers og eins að blómstra án lögmáls og kúgunar. Hver getur láð þeim það?
Predikun

Þakklæti, ábyrgð, auðmýkt

Ég er þakklát Guði fyrir að fá að búa í frjálsu landi þar sem konur og karlar eru metin jafnt og hvert barn getur átt möguleika á að nýta hæfileika sína, óháð uppruna og kyni.
Predikun

Grace – love without being asked

Baptism is not a reward for saying the Moses’ Ten Commandments from memory. Baptism is not a reward for the preparation class we take. First of all, it is grace from God.
Predikun

Mark

Leiðin liggur aftur á völlinn, þar sem tilfinningarnar eru svo augljósar. Leikmenn ýmist tapa sér í hamingju eða beygja höfuðið í þjáningarfullri sorg og áhorfendur deila þessum tilfinningum með þeim.
Predikun

Móðirin jörð með sárin sín

Sennilega er fátt sem sameinar fólk almennt, þvert á trúar- og lífsskoðun, eins og umhyggja fyrir umhverfinu. Því við erum hvert öðru háð og sannarlega skiptir það okkur öll gríðarlegu máli að umhverfið sé lífvænlegt.
Predikun

Hrópandi hrædd í rússíbana

Mér finnst það góð tilhugsun að Guð sé með okkur hvort sem við séum með guðsorð á vörum allar stundir eða ekki og þrátt fyrir að við gleymum stundum að biðja bænirnar okkar.
Predikun