Trú.is

Á refilsstigum lífsins

Við kristið fólk höfum kosið að tileiinka okkur jákvæð og heilnæm kristileg gildi sem við höfum numið frá einni kynslóð til annarrar. Við gerum það vegna þess að við viljum vera merkisberar ljóssins í lífsins ólgjusjó. Við viljum t.a.m. beina börnum okkar á friðarbraut, benda þeim á það sem til heilla horfir en ekki til óhamingju.
Predikun

Andi samúðar og tilbeiðslu

Guðs andi er andi líknar, samúðar, miskunnar, óverðskuldaður velvilji í okkar garð. Til að við séum á réttum stað, andlega talað, til að taka á móti þeim velvilja gefur Guð okkur anda tilbeiðslu, bænaranda. Andi Guðs virkar inn í okkar anda, gerir okkur móttækileg fyrir ást sinni og umhyggju sem aftur hvetur okkur til að sýna öðrum slíkt hið sama. Versið sem hér um ræðir lýsir því andlegri endurlausn sem öllum stendur til boða
Predikun

Af illu augu

Okkur er gefið ungum að hugsa um orsök og afleiðingar gjörða okkar. Í djúpvitund mannsins býr vitneskjan um illskuna. Tungumálið tjáir það sem hjartað veit. En með því er aðeins hálf sagan sögð. Flest lesum við um og heyrum vonandi aðeins um líkamsmeiðingar og „tilefnislaust ofbeldi“ eins og það er orðað.
Predikun

Elsku stelpur!

Krafan að fá að láta rödd sína heyrast hefur ekki fengið ríkan hljómgrunn í gegnum tíðina, það er öðru nær. Og enn í dag heyrum við sams konar ákall þar sem við erum minnt á það hversu langt er í land með að konur sitji við sama borð og karlar. Nærtækt er að rifja upp framlag sigurvegaranna á Skrekk nú í haust, hópnum ,,Elsku stelpur” úr Hagaskóla.
Predikun

Fólk á flótta

Aldingarðurinn er réttlátt samfélag, þar sem við miðlum öðrum af þeim gæðum sem við höfum svo mikið af. Hann er hluttekningin með hröktum systkinum okkar sem þurfa á okkur að halda. Hann er umhyggjan sem býr í brjósti okkar og meinar okkur að snúa bakinu við þeim sem þurfa á okkur að halda.
Predikun

Temptation vs Force of the Lord

When you stand up and speak from your battle against temptation, from human weakness, your voice has strength. Your words have force to move things into love and justice, through the name of Jesus Christ.
Predikun

Rómans og rof

Í dag getum við tekið ákvörðun um að ganga með Jesú á föstunni, skoða líf okkar í ljósi hans, láta ekki tilfinningarnar hlaupa með okkur í gönur en halda fast í hönd Jesú sem styður okkur og styrkir til allra góðra verka. Munum að kærleikur Guðs bregst okkur ekki. Hann byggir ekki á tilfinningum. Og þó andstæðingur ástarinnar, óvinurinn sem vill klofning og rof í mannlegum tengslum, reyni að fella okkur, jafnvel með því að taka sér orð Guðs í munn, látum við ekki undan.
Predikun

Heilbrigt, frjálst, hæft og sjálfstætt

Hvar finnum við röddina í samfélagi okkar sem talar af persónulegri auðmýkt en er drifin áfram í leit að æðri verðmætum og gildum? Hvar er fólkið sem er tilbúið að taka slaginn, mæta mótlæti og sitja undir gagnrýni, jafnvel svívirðingum í nafni þess sem það trúir á og treystir að leiði af sér réttlátara samfélag?
Predikun

Að troða trú í kassa

Það er mikil einföldun fólgin í því að reyna að setja trú og lífsskoðanir einstaklinga í ákveðna kassa. En það er einmitt það sem við gerum þegar þessi innstu mál manneskjunnar verða að pólitík sem snýst um völd og peninga. Þá reynum við að troða hvert öðru ofan í kassa, sem eru búnir til eftir okkar höfði og oftar en ekki út frá okkar fordómum og með lítil tengsl við raunveruleikann. Og því miður rúma þessir kassar oft aðeins öfgarnar sem fæst okkar vilja kannast við.
Predikun

Hæðir og lægðir - og allt þar á milli

Gleði, sorg. Ljós, myrkur. Lán, ólán. Meiri háttar, minni máttar. Veglegur, vesæll. Hátt upp hafin, lítils metin. Andstæðurnar eru margar sem við mætum í lífinu. Ein og sama manneskjan getur orðið fyrir mjög mismunandi lífsreynslu á ólíkum tímabilum lífs síns og stundum er stutt á milli hláturs og gráturs, hæða og lægða mannlífsins. Þetta þekkjum við sjálfsagt flest af eigin raun.
Predikun

Litrík uppskera

Útlegging hins unga skálds, Óttars Norðfjörð á guðspjalli Jóhannesar reyndist standa traustum fótum í einni af mörgum túlkunarhefðum ritningarinnar.
Predikun