Trú.is

Óvissuþol og æðruleysi

Vetur kemur og vetur fer. Bylgjur kófsins hafa verið nokkuð margar. Veröldin er síbreytileg. Lífsháskinn er mis nálægt okkur en aldrei alveg fjarri. Við getum þjálfað okkur í að hvíla í trausti til þess að allt muni fara vel. Við getum æft okkur í seiglu og þrautsegju þegar erfiðleikar virðast ætla að raska ró okkar. Og við megum vissulega biðja til Guðs í stóru og smáu og treysta á hjálp Guðs og nærveru í öllum aðstæðum.
Predikun

Endað á himnum

Andspænis stærstu spurningunum, viðfangsefnum tilvistar okkar og mestu umhyggju stöndum við öll í sporum heiðingjans, höfðingjans sem guðspjallið segir frá. Á sumum sviðum þurfum við að játa takmörk okkar og leggja vanda okkar og vonir í hendur Guðs sem gefur okkur lífið og tekur það aftur.
Pistill

Nýárspredikun í Dómkirkjunni

Nýja árið, árið 2022 heilsar okkur á áttunda degi jóla. Birtan frá ljósi jólanna lýsir enn og daginn er tekið að lengja þar sem vetrarsólhvörf urðu fyrir um 10 dögum þegar sólin var lægst á lofti á norðurhveli jarðar og dagurinn stystur.
Predikun

Dýrmætustu frásögurnar

Að segja frá, segja sögur, það er eitt af því sem við gerum og markmið okkar er kannski það að miðla áfram okkar bestu frásögum til komandi kynslóða.
Predikun

Dýrð Guðs í upphæðum er einnig á jörðu.

Ef frumtexti guðspjallsins er brotinn til mergjar og við hættum að líta á englakórinn sem klappstýrur Guðs en rifjum upp, að hlutverk englanna er að bera okkur skilaboð frá Drottni; þá kemur aðeins annar vinkill á boðskap þeirra: sem er: Dýrð Guðs í upphæðum er einnig á jörðu.
Predikun

Umbúðir og innihald

Við leggjum það vissulega á okkur að pakka þessum gjöfum inn, alveg eins og kirkjan umvefur trúna orðræðu og hefðum. Að endingu er það þó innihaldið sem skiptir máli. Það er þetta sem guðspjallamennirnir túlka með sterkustu táknum sem við mennirnir þekkjum – hvítvoðungnum og ljósinu.
Predikun

Gleði er ekkert gamanmál

Gleðin kemur ekki eftir pöntun. Við vitum, að til þess að geta brosað þarf ákveðið hugarþel ef brosið á að vera ekta og það sem að baki því býr. Þórarinn Eldjárn, sem þykir flestum öðrum skáldum fyndari, sagði eitt sinn: „grín er ekkert gamanmál“. Við getum sagt það sama um gleðina. Ef hún er einlæg þá er hún þarf hún að byggja á einhverju traustu og öruggu rétt eins og allt það annað sem einhvers virði er í okkar lífi. Yfirborðslegt bros er ekki gleði og jól sem hvíla á slíku eru ekki gleðileg.
Predikun

Prédikun flutt á jóladag 2021 í RUV2 og Rás 1

Þegar ég var barn var stríð í Víetman. Yfir hádegismatnum var hlustað á fréttirnar í ríkisútvarpinu og daglega voru fluttar fréttir af stríðinu. Mér er sérstaklega minnisstætt að á jóladag var sérstaklega tekið fram að hlé hefði verið gert á stríðsátökunum. Þessi eini dagur var svo heilagur að vopnin voru lögð niður.
Predikun

Prédikun flutt í sjónvarpi á aðfangadagskvöld 2021

Hið heilaga kvöld, aðfangadagskvöld jóla árið 2021 er upp runnið. Fjölskyldur hafa komið saman og hin fullorðnu leggja sig fram um að skapa góðar minningar fyrir börnin.
Predikun

Verið glöð

Orð postulans: „Verið glöð!“ fá aðra merkingu. Hvatning hans snýr að því að gleðin sé afleiðing þess að eiga sér tilgangsríkt líf, inntak og merkingu sem gefur dögunum aukið gildi og á nóttinni fær sálin frið og hvíld. Það er nefnilega fegurð í trúnni. Hún ávarpar okkur, hvert og eitt sem einstakar sálir, ómetanleg verðmæti sem höfum gildi þrátt fyrir veikleika okkar og vankanta.
Predikun

Hamingjuleit

Hamingjuleitendur grípa gjarnan í tómt, því hamingjan stendur ekki ein, hún er afleiðing. Viðleitni okkar til að gleðja aðra er þess vegna líklegri til að veita okkur hamingju en þegar við eltumst við hana í eigin þágu.
Pistill

Dagatöl

Dagatöl eru samspil neyslu og aðhalds. Það að þurfa að neita sér um að opna öll súkkulaðifylltu hólfin krefst sjálfsaga. Þetta eina sem barnið hefur aðgang að (að því gefnu að dagatölin séu ekki mörg) eykur fljótt á löngunina í að frelsa alla hina molana, en það er auðvitað bannað. Það þarf að halda aftur af sér.
Pistill