Trú.is

Listaverkið

Viðbrögð Jesú við hneykslunarorðum nærstaddra getum við með sama hætti tekið lengra og spurt: Hvers virði er samfélag sem gaukar ölmusu að fátækum en tekur ekki á grunnatriðum í skiptingu auðs og verðmæta? Er hún ekki ein birtingarmynd þess böls sem hvílir á heiminum? Það er sístætt verkefni okkar að vinna gegn henni. Í þeim efnum þarf líka að spyrja stórra spurninga, ögra ríkjandi gildum, setja fram staðhæfingar sem framkalla hneykslunarsvip á fólki.
Predikun

Minningarkirkjan

Og Minningarkirkjan hefur eins og vegghleðslur Áslaugar, tvíbenta merkingu. Boðskapurinn hennar vísar ekki aðeins til vonsku heimsins. Rústirnar fela líka í sér von um að þrátt fyrir eyðingu og eld þá taki við tímar endurreisnar. Klukkurnar í kirkjuturninum þykja þær hljómfegurstu í borginni. Á þeirri stærstu er áletrun úr spádómsriti Jesaja: „Borgirnar yðar eru brenndar (Jes. 1.7). En hjálpræði mitt er ævarandi og réttlæti mitt líður ekki undir lok“ (Jes. 51.6).
Predikun

Okkar sameiginlegu mál

Aðalatriðið er því ekki hver ræður eða hver fær bestu hugmyndirnar heldur hvort okkur lánist að vinna verkin í þjónustu við aðra.
Pistill

Í Hólavallagarði

Það eru þessi örlög, sem tala til okkar í verkum Þrándar. Mögulega er allt starf okkar mannanna – viðleitni okkar og skipulagning einhvers konar viðbrögð við hinu óumflýjanlega. Störfin sem fólkið sinnti og við lesum um á steinunum fengu það mögulega til að gleyma sér í einbeitni annríkis og þá fundu þau ekki hvað tímanum leið. En svo vitjaði hann þeirra eins og hann mun gera í okkar lífi einnig.
Predikun

Frískápur, nýsköpun og tengslin í samfélaginu

Getur verið að þöggun hafi ríkt um miðlun þessa arfs kynslóðanna í ár og áratugi? Þöggun sem birtist til dæmis í því að kennsla í kristnum fræðum var ekki lengur sjálfsögð í grunnskólum landsins. Breytingar virðast hins vegar í loftinu, þar sem hugrekkið hefur innreið sína og þöggunin virðist á undanhaldi.
Predikun

Saga af ástarsambandi

Og Jónatan – jú, hann átti samkvæmt öllum reglum að taka við af föður sínum, erfa ríkið eins og venjan var á þeim tíma. Ást hans á Davíð var á hinn bóginn slík að hann vildi gera allt sem hann gat til þess að hlífa honum við ævareiðum og voldugum föður sínum.
Predikun

Sigrún og skip hennar Skaftfellingur

Svo sem vel hefur komið fram á heimasíðu Þjóðkirkjunnar stendur nú yfir sýning á völdum verkum Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu í Seltjarnarkirkju í tilefni af aldarafmæli hennar 19. ágúst sl.
Pistill

Hljóð

Finnbogi Pétursson fjallar í mörgum verka sinna um þessar tvær hliðar hljóðs og á þessari sýningu sjáum við þrjú dæmi um slíka nálgun.
Pistill

Af hverju vildu Íslendingar Vídalínspostillu en ekki Gíslapostillu?

Segja má að Gísla­post­illa hafi gleymst í kjöl­far þess að post­illa Jóns Vídalíns kom út. Spyrja má hvers vegna sú varð raun­in.
Pistill

Bústaður

Og nú erum við stödd í Bústaðakirkju. Bústaðir hét bærinn hér austast í holtinu þar sem hallar undir Elliðaár. Fátt, ef nokkuð, vitum við um fólkið sem hér átti heima, öld fram af öld. Ólíkt var hér um að litast, þá og nú. En hér erum við og heyrum lesinn enn eldri texta um bústað: Bústaður minn verður hjá þeim og ég verð Guð þeirra og þeir verða þjóð mín.
Predikun

Útförin - þjóðkirkjan í hnotskurn

Hér á Íslandi kemur það í hlut eina mannsins í kirkjunni sem ekki þekkti hinn látna að taka saman helstu æviþætti hans. Sú hefð veitir okkur urmul tækifæra að tengja trúfræði okkar inn á vettvang daglegs lífs.
Pistill

Gefur grið ei nein

Sú afstaða sem Fjallaskáldið eignar þorranum er kannske þegar betur er að gáð, aðeins útlegging á því ískalda og miskunnarlausa hugarfari sem mennirnir geta borið hver til annars. Boðskapurinn minnir á þá hugmynd sem þá hafði nýverið rutt sér til rúms að veröldin sé guðlaus og miskunnarlaus – hinir hæfustu lifi af.
Predikun