Trú.is

Ljós og myrkur, regla og óreiða

Mannstu hvernig það er að standa í myrkri - vera þar sem ekkert ljós skín, um vetur - hvernig það er þegar rafmagnið fer um kvöld og allt í einu verður allt okkar kunnuglega umhverfi framandi?
Predikun

Ferðasaga

Og þetta er ekki fyrsta sagan um sanna mennsku í íslenskum raunveruleika, sem á sér stað rétt fyrir jól, þær hafa með ýmsum hætti birst okkur, verða þó ekki taldar upp hér, en eru ósjaldan í formi ferðasagna er enda í einhvers konar gæsku og vonarglampa. Merkileg tilviljun, eða er það tilviljun?
Predikun

Hvenær til okkar?

Guð kom sem barn, varnarlaus vera í heimi róttæks frelsis – til góðs en líka ills. Guð er vera hinna mjúku og persónulegu tengsla en ekki hörku og hlýðni. Guð er ekki utan við heldur innan við, ekki fjarri heldur ofurnærri.
Predikun

Karlar sem hata konur og karlar sem elska

Bönnum lausagöngu karltrölla í almannarýminu. Skoðum manndóm og karlmennsku Jósefs. Hann var ekki maður með allt vitið útvortis í vöðvum, heldur vitur maður sem þorði.
Predikun

Jólagjöfin bezta

Við viljum láta hið ytra endurspegla fegurð og helgi jólanna, því hreinsum við allt í kringum okkur, tökum til, skreytum og lýsum upp skammdegið með okkar fegurstu ljósum. Allt á þó að vera aðeins endurskin af kærleika í okkar brjósti sem komið er með kærleiksljósi barnsins sem lagt var í jötu á fyrstu jólanótt. Jólafriðurinn var úti. Svo er oft með jólin. Þau fjara út, eða jafnvel koma varla í huga okkar. Þau ná ekki að lifa eftir eftirvæntingu okkar. Við náum jafnvel ekki að sjá ljósið eða taka við því. Jólin geta einmitt bent okkur á myrkrið í kringum okkur, hinn andlega skort.
Predikun

Ljósið sem kom í myrkrið

Af þessu er ljóst að það var einmitt í myrkrið sem ljósið kom. Það kom ekki í veisluna, ekki í gleðina heldur í sorgina, í kvíðann, í einsemdina og fátæktina. Hann fæddist í fátæka fjölskyldu, hann upplifði missi og einsemd. Hann var ljós í myrkrinu dökka. Því eru jólin aldrei merkingarríkari en einmitt í myrkri og erfiðleikum. Því barnið sem lagt var í jötu varð góði hirðirinn og hann gætir okkar.
Predikun

Trúir þú á eilíft líf?

Þegar stórir atburðir gerast er alltaf eins og ekkert hafi gerst. Þegar barn fæðist eða fólk deyr heldur umferðin bara áfram. Það er eitthvert ósvífið skeytingarleysi innbyggt í lífið. Ferðamannaiðnaðurin í Betlehem var miklu stærri en atburðurinn í fjárhúsinu.
Predikun

Von

Það er dýrmætt að eiga sér von bæði innra með sér og sem nær út fyrir tíma og rúm. Það er dýrmætt að eiga trú á Guð sem færir manni vonina. Og Jesúbarnið færir okkur vonina eilífu.
Predikun

Frelsarinn er fæddur

En það er svo merkilegt að eins og ljósið á kertinu er háð okkur, sem og ungbarnið í jötunni eða á örmum okkar er algjörlega háð okkur, að þá komumst við að því að það er í raun öfugt. Við erum háð ljósinu. Við erum háð börnunum okkar, við erum háð hinum upprisna frelsara sem eitt sinn var ungbarn lagt í jötu. Því með ljósi, trú, von og kærleika hans fær líf okkar tilgang og kraft. Með því fær þroskumst við og döfnum. Verðum að þeim einstaklingi, þeirri fjölskyldu, því samfélagi sem við getum orðið.
Predikun

Jólasálmurinn fyrsti

En á jóladag er textinn annar. Það er lesið ljóð úr guðspjalli Jóhannesar, jólaljóðið, sem nefna má jólasálminn fyrsta, hann varð til áður en jólin urðu kristin hátíð, mörgum öldum fyrir “Heims um ból”. Af jólaljóðinu eru allir jólasálmar sprottnir. Þar eru stef og hugsanir svo ríkar af jólaboðskapnum að enginn spekingur hefur séð til botns í því leyndardóma djúpi þó að hvert barn geti tekið á móti þeirri gleðifrétt sem þar er að finna.
Predikun

Hvar er konungsríki Guðs?

Guð þinn er sestur að völdum. Hvað þýðir það? Það vísar til konungstignar, að hér sé konungur sem ráði ríkjum.
Predikun

Að springa af gleði

Meistari Marteinn Lúther komst svo að orði um fagnaðarboðskapinn: “Ef ég gæti trúað þessu þá myndi hjarta mitt springa af fögnuði og ég stæði á haus af gleði.” Honum reyndist erfitt að trúa vegna þess að boðskapur englanna er of góður til að vera sannur finnst okkur mönnum. En í því er Guð okkur algjörlega ósammála. Þetta var hans hugsun, orð og verk fyrir okkur, til þess að við öðluðumst, fengjum, gætum tileinkað okkur, gleðina: „Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós!“
Predikun